Þórdís Kolbrún, ég vil sjá orkustefnu fyrir Ísland Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 17. september 2020 08:00 Íslendingar standa mjög framarlega í orkumálum. Við höldum þó fram á veginn og nú stefnum við að því að hætta alfarið að nota jarðefnaeldsneyti en það er einn partur af þeim breytingum sem við verðum að tileinka okkur til að takast á við loftslagsbreytingar. Sumir gleyma þar að taka inn í myndina að breytingarnar sem okkar er krafist eru einnig betri nýting og aukin sjálfbærni. Einhvern tímann verðum við að stoppa og hugsa um það hvernig við notum orkuna. Í rauninni hefðum við þurft að gera það fyrir löngu. Oftar en einusinni hefur verið sett á fót nefnd með hið stóra verkefni að gera orkustefnu fyrir Ísland. Síðast átti orkustefnunefnd að skila af sér heilmótaðri stefnu í árslok 2018 samkvæmt vefsíðu stjórnarráðsins. Sú vinna dróst á langinn og nú hefur ekkert heyrst frá téðri nefnd í meira en ár. Þetta er flókið verkefni því hagsmunaaðilar eru margir og samspil þeirra flókið. Hægt er að gera sér í hugalund hvernig þetta samspil virkar í handbók í hagsmunagæslu fyrir umhverfið sem félag Ungra umhverfissinna gaf út í ár. Hagsmunaaðilar sem geta ekki tjáð sig eins og náttúran sjálf eiga oft til að verða undir í umræðunni. Aðeins framíðin mun leiða í ljós hversu verðmæt víðerni (e. wilderness) eru í raun og veru. Ekki endilega verðmæt í beinhörðum peningum heldur einfaldlega í tilveru sinni. Við viljum geta sagt framtíðar kynslóðum landsins að sú orka sem við framleiddum með öllum þeim fórnarkostnaði sem henni fylgir hafi verið skynsamlega varið á sjálfbæran hátt. Um þetta skrifuðu Ungir umhverfissinnar í umsögn sinni til 1. áfanga orkustefnu í febrúar 2019. Hvergi er þó til neitt plan um hvað á að gera við orkuna sem kannski mun verða til eða kannski mun losna þegar stóriðnaður á Íslandi breytist. Upplýsingarnar sem hægt er að nálgast eru misvísandi og til þess fallnar að hagsmunaaðilar geti valið það úr sem þeim hentar. ·Samkvæmt deildarstjóri kerfisstýringar hjá RARIK, þurfum við að virkja 300 MW ef við ætlum að ná fram orkuskiptum á landi fyrir 2030. ·Samkvæmt forstjóra orkuveitunnar eru 7,5% af núverandi rafmagni sem við framleiðum ekki í notkun og því engin ástæða til að virkja. ·Samkvæmt aðgerðaráætlun í stjórnvalda í loftslagsmálum 2020 skal hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi vera komið upp í 30% árið 2030. ·Samkvæmt grænni sviðsmynd í orkuspá orkustofnunnar er gert ráð fyrir 40% endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum á landi árið 2050. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að eiga neinar málefnalegar umræður um stöðu mála þegar slíkt stefnuleysi ríkir. Mismunandi er í hvaða tölur er vísað og orkuspá samræmist ekki aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Ég kalla eftir orkustefnu svo hægt sé að ræða um orkumál á Íslandi af alvöru. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Íslendingar standa mjög framarlega í orkumálum. Við höldum þó fram á veginn og nú stefnum við að því að hætta alfarið að nota jarðefnaeldsneyti en það er einn partur af þeim breytingum sem við verðum að tileinka okkur til að takast á við loftslagsbreytingar. Sumir gleyma þar að taka inn í myndina að breytingarnar sem okkar er krafist eru einnig betri nýting og aukin sjálfbærni. Einhvern tímann verðum við að stoppa og hugsa um það hvernig við notum orkuna. Í rauninni hefðum við þurft að gera það fyrir löngu. Oftar en einusinni hefur verið sett á fót nefnd með hið stóra verkefni að gera orkustefnu fyrir Ísland. Síðast átti orkustefnunefnd að skila af sér heilmótaðri stefnu í árslok 2018 samkvæmt vefsíðu stjórnarráðsins. Sú vinna dróst á langinn og nú hefur ekkert heyrst frá téðri nefnd í meira en ár. Þetta er flókið verkefni því hagsmunaaðilar eru margir og samspil þeirra flókið. Hægt er að gera sér í hugalund hvernig þetta samspil virkar í handbók í hagsmunagæslu fyrir umhverfið sem félag Ungra umhverfissinna gaf út í ár. Hagsmunaaðilar sem geta ekki tjáð sig eins og náttúran sjálf eiga oft til að verða undir í umræðunni. Aðeins framíðin mun leiða í ljós hversu verðmæt víðerni (e. wilderness) eru í raun og veru. Ekki endilega verðmæt í beinhörðum peningum heldur einfaldlega í tilveru sinni. Við viljum geta sagt framtíðar kynslóðum landsins að sú orka sem við framleiddum með öllum þeim fórnarkostnaði sem henni fylgir hafi verið skynsamlega varið á sjálfbæran hátt. Um þetta skrifuðu Ungir umhverfissinnar í umsögn sinni til 1. áfanga orkustefnu í febrúar 2019. Hvergi er þó til neitt plan um hvað á að gera við orkuna sem kannski mun verða til eða kannski mun losna þegar stóriðnaður á Íslandi breytist. Upplýsingarnar sem hægt er að nálgast eru misvísandi og til þess fallnar að hagsmunaaðilar geti valið það úr sem þeim hentar. ·Samkvæmt deildarstjóri kerfisstýringar hjá RARIK, þurfum við að virkja 300 MW ef við ætlum að ná fram orkuskiptum á landi fyrir 2030. ·Samkvæmt forstjóra orkuveitunnar eru 7,5% af núverandi rafmagni sem við framleiðum ekki í notkun og því engin ástæða til að virkja. ·Samkvæmt aðgerðaráætlun í stjórnvalda í loftslagsmálum 2020 skal hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi vera komið upp í 30% árið 2030. ·Samkvæmt grænni sviðsmynd í orkuspá orkustofnunnar er gert ráð fyrir 40% endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum á landi árið 2050. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að eiga neinar málefnalegar umræður um stöðu mála þegar slíkt stefnuleysi ríkir. Mismunandi er í hvaða tölur er vísað og orkuspá samræmist ekki aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Ég kalla eftir orkustefnu svo hægt sé að ræða um orkumál á Íslandi af alvöru. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar