Velferðarsamfélag – í alvöru! Skúli Helgason skrifar 15. september 2020 17:26 Við höfum metnað til að búa börnum í borginni eins góð skilyrði til þroska, uppvaxtar og menntunar eins og kostur er. Öllum börnum. Líka þeim sem flytjast hingað erlendis frá eða eiga foreldra með annað móðurmál en íslensku. Því er það ömurlegt þegar börn sem hafa kynnst okkar samfélagi, eignast hér vini og félaga og blómstrað í reykvísku umhverfi eru rifin upp og send úr landi á grundvelli ómannúðlegra reglna eins og við höfum ítrekað orðið vitni að á undanförnum misserum. Á morgun á að senda úr landi sex manna fjölskyldu egypska - hjón með 4 börn á aldrinum 2-12 ára, þar af tvo nemendur Rewidu og Abdalla sem hafa stundað nám í Háaleitisskóla undanfarin misseri og unað hag sínum þar vel. Fjölskyldan kom hingað til lands fyrir rúmum 2 árum og sótti um alþjóðlega vernd en var hafnað þrátt fyrir að öryggi fjölskyldunnar verði stefnt í hættu ef þeim verður vísað aftur til Egyptalands. Skólastjóri Háaleitisskóla og þúsundir landsmanna hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega sem grimmdarlegri og ómannúðlegri og börnin mega búast við því að missa föður sinn í fangelsi í heimalandinu vegna pólitískrar þátttöku hans og reyndar eru verulegar líkur á að líf hans verði í hættu. Mál af þessu tagi eru svartur blettur á samfélagi okkar enda brjóta þau á rétti barna sem við höfum heitið að standa vörð um samkvæmt alþjóðasamningum. Við höfum sem betur fer dæmi um að málum hafi verið snúið við á síðustu stundu en svo eru önnur brottvísunarmál sem gengu sinn gang til enda þar með talið brottvísun ófrískrar konu með lítið barn sem var vikið úr landi á 36. viku meðgöngu. Við getum ekki kallað okkur velferðarsamfélag ef stjórnvöld koma svona fram við börn og fjölskyldur þeirra. Þess vegna vil ég skora á dómsmálaráðherra að grípa þegar inn í og koma í veg fyrir að þessi ágæta barnafjölskylda verði rifin upp með rótum úr íslensku samfélagi og send úr landi. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Skóla - og menntamál Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skúli Helgason Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við höfum metnað til að búa börnum í borginni eins góð skilyrði til þroska, uppvaxtar og menntunar eins og kostur er. Öllum börnum. Líka þeim sem flytjast hingað erlendis frá eða eiga foreldra með annað móðurmál en íslensku. Því er það ömurlegt þegar börn sem hafa kynnst okkar samfélagi, eignast hér vini og félaga og blómstrað í reykvísku umhverfi eru rifin upp og send úr landi á grundvelli ómannúðlegra reglna eins og við höfum ítrekað orðið vitni að á undanförnum misserum. Á morgun á að senda úr landi sex manna fjölskyldu egypska - hjón með 4 börn á aldrinum 2-12 ára, þar af tvo nemendur Rewidu og Abdalla sem hafa stundað nám í Háaleitisskóla undanfarin misseri og unað hag sínum þar vel. Fjölskyldan kom hingað til lands fyrir rúmum 2 árum og sótti um alþjóðlega vernd en var hafnað þrátt fyrir að öryggi fjölskyldunnar verði stefnt í hættu ef þeim verður vísað aftur til Egyptalands. Skólastjóri Háaleitisskóla og þúsundir landsmanna hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega sem grimmdarlegri og ómannúðlegri og börnin mega búast við því að missa föður sinn í fangelsi í heimalandinu vegna pólitískrar þátttöku hans og reyndar eru verulegar líkur á að líf hans verði í hættu. Mál af þessu tagi eru svartur blettur á samfélagi okkar enda brjóta þau á rétti barna sem við höfum heitið að standa vörð um samkvæmt alþjóðasamningum. Við höfum sem betur fer dæmi um að málum hafi verið snúið við á síðustu stundu en svo eru önnur brottvísunarmál sem gengu sinn gang til enda þar með talið brottvísun ófrískrar konu með lítið barn sem var vikið úr landi á 36. viku meðgöngu. Við getum ekki kallað okkur velferðarsamfélag ef stjórnvöld koma svona fram við börn og fjölskyldur þeirra. Þess vegna vil ég skora á dómsmálaráðherra að grípa þegar inn í og koma í veg fyrir að þessi ágæta barnafjölskylda verði rifin upp með rótum úr íslensku samfélagi og send úr landi. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun