Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2020 10:49 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Ross D. Franklin Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. Það gerði forsetinn vegna fregna um að Íranir ætluðu mögulega að reyna að ráða sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku af dögum. Trump sagði að hvers kyns árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt. ...caused over so many years. Any attack by Iran, in any form, against the United States will be met with an attack on Iran that will be 1,000 times greater in magnitude!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2020 Fjölmiðlar vestanhafs hafa vitnað í skýrslur frá leyniþjónustum Bandaríkjanna um að Íranir hygðu á hefndir vegna dauða herforingjans Qassem Soleimani, sem dó í loftárás Bandaríkjanna í Írak í janúar. Meðal þeirra leiða sem eru sagðar vera til skoðunar í Íran er að bana áðurnefndum sendiherra, Lana Marks. Í frétt Politico segir að embættismenn í Bandaríkjunum hafi vitað lengi af ógn gegn Marks en sú ógn hafi verið að skýrast og raungerast á undanförnum vikum. Sendiráð Íran í Suður-Afríku er sagt koma að málinu. Marks var skipuð í embætti í október. Hún hefur þekkt Trump í rúma tvo áratugi og hefur lengi verið meðlimur í Mar-a-Lago, einkaklúbbi Trump í Flórída. Tilnefning hennar var harðlega gagnrýnd af Demókrötum. Hún fæddist í Suður-Afríku og talar bæði Afrikaans og Xhosa. Ekki liggur fyrir af hverju sjónir Írana beindust gegn Marks en talið er að vinátta hennar við Trump komi þar að máli. Nokkrum dögum eftir að Soleimani var felldur skutu Íranir fjölda eldflauga að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Trump ákvað að hefna ekki fyrir það en beitti í stað viðskiptaþvingunum gegn Íran. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og aðrir vöruðu þó við því að Íranir myndu leita annarra leiða til að hefna sín. Mehr fréttaveitan, sem er í eigu íranska ríkisins, hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni Utanríkisráðuneytis Íran, að fregnirnar af meintum undirbúningi fyrir morð á sendiherranum áðurnefnda séu lygar. Með þeim séu Bandaríkin að reyna að einangra Íran á alþjóðavettvangi. Þá segir Khatibzadeh að það sé undarlegt að maður eins og Trump, sem hafi aðgang að leyniþjónustum Bandaríkjanna, reiði sig á fréttaflutning fjölmiðla sem hann hafi ítrekað sagt lygara og falska. Íran Bandaríkin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. Það gerði forsetinn vegna fregna um að Íranir ætluðu mögulega að reyna að ráða sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku af dögum. Trump sagði að hvers kyns árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt. ...caused over so many years. Any attack by Iran, in any form, against the United States will be met with an attack on Iran that will be 1,000 times greater in magnitude!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2020 Fjölmiðlar vestanhafs hafa vitnað í skýrslur frá leyniþjónustum Bandaríkjanna um að Íranir hygðu á hefndir vegna dauða herforingjans Qassem Soleimani, sem dó í loftárás Bandaríkjanna í Írak í janúar. Meðal þeirra leiða sem eru sagðar vera til skoðunar í Íran er að bana áðurnefndum sendiherra, Lana Marks. Í frétt Politico segir að embættismenn í Bandaríkjunum hafi vitað lengi af ógn gegn Marks en sú ógn hafi verið að skýrast og raungerast á undanförnum vikum. Sendiráð Íran í Suður-Afríku er sagt koma að málinu. Marks var skipuð í embætti í október. Hún hefur þekkt Trump í rúma tvo áratugi og hefur lengi verið meðlimur í Mar-a-Lago, einkaklúbbi Trump í Flórída. Tilnefning hennar var harðlega gagnrýnd af Demókrötum. Hún fæddist í Suður-Afríku og talar bæði Afrikaans og Xhosa. Ekki liggur fyrir af hverju sjónir Írana beindust gegn Marks en talið er að vinátta hennar við Trump komi þar að máli. Nokkrum dögum eftir að Soleimani var felldur skutu Íranir fjölda eldflauga að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Trump ákvað að hefna ekki fyrir það en beitti í stað viðskiptaþvingunum gegn Íran. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og aðrir vöruðu þó við því að Íranir myndu leita annarra leiða til að hefna sín. Mehr fréttaveitan, sem er í eigu íranska ríkisins, hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni Utanríkisráðuneytis Íran, að fregnirnar af meintum undirbúningi fyrir morð á sendiherranum áðurnefnda séu lygar. Með þeim séu Bandaríkin að reyna að einangra Íran á alþjóðavettvangi. Þá segir Khatibzadeh að það sé undarlegt að maður eins og Trump, sem hafi aðgang að leyniþjónustum Bandaríkjanna, reiði sig á fréttaflutning fjölmiðla sem hann hafi ítrekað sagt lygara og falska.
Íran Bandaríkin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira