Messi fékk milljarði meira en Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 09:00 Cristiano Ronaldo við hlið Lionel Mess á verðlaunahátíð UEFA í tengslum við dráttinn í Meistaradeildinni. Getty/Harold Cunningham Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims en Forbes hefur reiknað það út að hann fái 126 milljonir dollara í árslaun eða sautján milljarða króna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru þeir einu með meira en hundrað milljónir dollara í árstekjur en í samantekt Forbes eru teknar með allar tekjur, það er bæði laun og aðrar tekjur vegna auglýsingasamninga. Lionel Messi fékk níu milljónum dollara meira borgað en Cristiano Ronaldo sem er meira en milljarður í íslenskum krónum. Munurinn liggur í betri launum Messi hjá Barcelona en Ronaldo fær hjá Juventus. Það dugar því ekki Cristiano Ronaldo að fá mun meiri tekjur vegna auglýsingasamninga. 9. Robert Lewandowski - $28m 6. Paul Pogba - $34m 3. Neymar - $96mhttps://t.co/NqBFfKxnTL— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Lionel Messi fékk 92 milljónir dollara í laun og 34 milljónir í gegnum auglýsingasamninga. Ronaldo fékk 70 milljónir dollara í laun og 47 milljónir í tekjur vegna auglýsingasamninga. Messi er þannig að fá 22 milljónum dollara meira í laun eða tæpum þremur milljörðum króna meira á meðan að Ronaldo er að fá þrettán milljónir dollara meira í gegnum auglýsingasamninga eða 1,8 milljörðum króna meira en Messi. Paris Saint Germain á næstu tvo menn á listanum sem eru þeir Neymar og Kylian Mbappe. Neymar fékk 96 milljónir dollara í heildartekjur á árinu. Það er síðan mjög langt niður í Mbappe sem var með 42 milljónir dollara í árstekjur. Barcelona's Lionel Messi is top of the Forbes list for the highest-earning footballers in 2020.Find out more: https://t.co/qwH1SoBMmI pic.twitter.com/L0sHJo090e— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2020 Þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni komast á topp tíu listann en það eru Mohamed Salah, Paul Pogba og David de Gea. Egyptinn var tekjuhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 37 milljónir Bandaríkjadala eða þremur milljónum meira en Paul Pogba. Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt Forbes: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 126 milljónir dollara 2. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal) 117 milljónir dollara 3. Neymar (Paris St-Germain og Brasilía ) 96 milljónir dollara 4. Kylian Mbappe (Paris St-Germain og Frakkland) 42 milljónir dollara 5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) 37 milljónir dollara 6. Paul Pogba (Manchester United og Frakkland ) 34 milljónir dollara 7. Antoine Griezmann (Barcelona og Frakkland) 33 milljónir dollara 8. Gareth Bale (Real Madrid og Wales) 29 milljónir dollara 9. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 28 milljónir dollara 10. David de Gea (Manchester United og Spánn) 27 milljónir dollara Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims en Forbes hefur reiknað það út að hann fái 126 milljonir dollara í árslaun eða sautján milljarða króna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru þeir einu með meira en hundrað milljónir dollara í árstekjur en í samantekt Forbes eru teknar með allar tekjur, það er bæði laun og aðrar tekjur vegna auglýsingasamninga. Lionel Messi fékk níu milljónum dollara meira borgað en Cristiano Ronaldo sem er meira en milljarður í íslenskum krónum. Munurinn liggur í betri launum Messi hjá Barcelona en Ronaldo fær hjá Juventus. Það dugar því ekki Cristiano Ronaldo að fá mun meiri tekjur vegna auglýsingasamninga. 9. Robert Lewandowski - $28m 6. Paul Pogba - $34m 3. Neymar - $96mhttps://t.co/NqBFfKxnTL— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Lionel Messi fékk 92 milljónir dollara í laun og 34 milljónir í gegnum auglýsingasamninga. Ronaldo fékk 70 milljónir dollara í laun og 47 milljónir í tekjur vegna auglýsingasamninga. Messi er þannig að fá 22 milljónum dollara meira í laun eða tæpum þremur milljörðum króna meira á meðan að Ronaldo er að fá þrettán milljónir dollara meira í gegnum auglýsingasamninga eða 1,8 milljörðum króna meira en Messi. Paris Saint Germain á næstu tvo menn á listanum sem eru þeir Neymar og Kylian Mbappe. Neymar fékk 96 milljónir dollara í heildartekjur á árinu. Það er síðan mjög langt niður í Mbappe sem var með 42 milljónir dollara í árstekjur. Barcelona's Lionel Messi is top of the Forbes list for the highest-earning footballers in 2020.Find out more: https://t.co/qwH1SoBMmI pic.twitter.com/L0sHJo090e— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2020 Þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni komast á topp tíu listann en það eru Mohamed Salah, Paul Pogba og David de Gea. Egyptinn var tekjuhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 37 milljónir Bandaríkjadala eða þremur milljónum meira en Paul Pogba. Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt Forbes: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 126 milljónir dollara 2. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal) 117 milljónir dollara 3. Neymar (Paris St-Germain og Brasilía ) 96 milljónir dollara 4. Kylian Mbappe (Paris St-Germain og Frakkland) 42 milljónir dollara 5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) 37 milljónir dollara 6. Paul Pogba (Manchester United og Frakkland ) 34 milljónir dollara 7. Antoine Griezmann (Barcelona og Frakkland) 33 milljónir dollara 8. Gareth Bale (Real Madrid og Wales) 29 milljónir dollara 9. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 28 milljónir dollara 10. David de Gea (Manchester United og Spánn) 27 milljónir dollara
Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt Forbes: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 126 milljónir dollara 2. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal) 117 milljónir dollara 3. Neymar (Paris St-Germain og Brasilía ) 96 milljónir dollara 4. Kylian Mbappe (Paris St-Germain og Frakkland) 42 milljónir dollara 5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) 37 milljónir dollara 6. Paul Pogba (Manchester United og Frakkland ) 34 milljónir dollara 7. Antoine Griezmann (Barcelona og Frakkland) 33 milljónir dollara 8. Gareth Bale (Real Madrid og Wales) 29 milljónir dollara 9. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 28 milljónir dollara 10. David de Gea (Manchester United og Spánn) 27 milljónir dollara
Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira