Þrjátíu kíló farin hjá Fjallinu og hann er ekki hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson er á ferðalagi um Evrópu en notar hvert tækifæri til að æfa hnefaleika. Skjámynd/Youtube Hafþór Júlíus Björnsson er í smá víking í Evrópu þessa dagana en hann kom við í Danmörku á leið til Austurríkis. Hafþór notar samt sem áður hvert tækifæri sem býðst til að æfa hnefaleika. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá æfingu sinni í Kaupmannahöfn í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en hann heldur áfram að undirbúa sig fyrir fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. Í myndbandinu má meðal annars sjá aðdáendur stoppa hann á Strikinu í Kaupmannahöfn og biðja um myndir af sér með Fjallinu. Hafþór fékk að æfa hjá Sik Fight bardagaklúbbnum í Kaupmannahöfn og reyndi sig á móti tvöföldum Evrópumeistara sem heitir Mahdi Jallaw. Hafþór gerði síðan upp æfinguna í lok myndbandsins. Hnefaleikaþjálfarinn Jan Krogsgaard tók á móti honum og leyfði Hafþóri að reyna sig á móti dönskum Evrópumeistara unglinga. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 12, 2020 at 7:12am PDT „Ég var að klára æfingu hjá Sik Fight Club og ég var ánægður með hana. Um tíma var ég alveg orkulaus en það er gott því ég að leggja á mikla vinnu sem er mikilvægt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson „Ég mun koma hingað oftar því ég verð svolítið á ferðinni í Danmörku á næstu mánuðum. Ég hlakka til að eyða tíma hér. Það er gott að ferðast aðeins og fá tækifæri til að boxa á móti nýjum mönnum,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég þakka Mark fyrr að leyfa mér að fylgja honum í hans æfingu sem var virkilega erfitt,“ sagði Hafþór Júlíus og þakkaði fyrir móttökurnar hjá Sik Fight bardagaklúbbnum. „Ég er enn að missa kíló. Ég er um 174 kíló núna þannig að ég búinn að missa þrjátíu kíló síðan ég hóf þetta ferðalag sem er algjör klikkun. Ég býst við því að tapa tíu kílóum til viðbótar á næsta mánuð ,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég hef ekki stefnuna á eina ákveðna þyngd eða sett mér slíkt markmið fyrir næsta sumar. Ég mun halda áfram að vinna og svo sjáum við bara til. Ég ætla mér að vera í nógu góðu formi til að endast allar loturnar,“ sagði Hafþór Júlíus en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er í smá víking í Evrópu þessa dagana en hann kom við í Danmörku á leið til Austurríkis. Hafþór notar samt sem áður hvert tækifæri sem býðst til að æfa hnefaleika. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá æfingu sinni í Kaupmannahöfn í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en hann heldur áfram að undirbúa sig fyrir fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. Í myndbandinu má meðal annars sjá aðdáendur stoppa hann á Strikinu í Kaupmannahöfn og biðja um myndir af sér með Fjallinu. Hafþór fékk að æfa hjá Sik Fight bardagaklúbbnum í Kaupmannahöfn og reyndi sig á móti tvöföldum Evrópumeistara sem heitir Mahdi Jallaw. Hafþór gerði síðan upp æfinguna í lok myndbandsins. Hnefaleikaþjálfarinn Jan Krogsgaard tók á móti honum og leyfði Hafþóri að reyna sig á móti dönskum Evrópumeistara unglinga. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 12, 2020 at 7:12am PDT „Ég var að klára æfingu hjá Sik Fight Club og ég var ánægður með hana. Um tíma var ég alveg orkulaus en það er gott því ég að leggja á mikla vinnu sem er mikilvægt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson „Ég mun koma hingað oftar því ég verð svolítið á ferðinni í Danmörku á næstu mánuðum. Ég hlakka til að eyða tíma hér. Það er gott að ferðast aðeins og fá tækifæri til að boxa á móti nýjum mönnum,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég þakka Mark fyrr að leyfa mér að fylgja honum í hans æfingu sem var virkilega erfitt,“ sagði Hafþór Júlíus og þakkaði fyrir móttökurnar hjá Sik Fight bardagaklúbbnum. „Ég er enn að missa kíló. Ég er um 174 kíló núna þannig að ég búinn að missa þrjátíu kíló síðan ég hóf þetta ferðalag sem er algjör klikkun. Ég býst við því að tapa tíu kílóum til viðbótar á næsta mánuð ,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég hef ekki stefnuna á eina ákveðna þyngd eða sett mér slíkt markmið fyrir næsta sumar. Ég mun halda áfram að vinna og svo sjáum við bara til. Ég ætla mér að vera í nógu góðu formi til að endast allar loturnar,“ sagði Hafþór Júlíus en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira