Man Utd íhugar að fá Bale þar sem nær engar líkur eru á að Sancho komi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 07:00 Bale í leik með Wales á dögunum. David Davies/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur verið orðað við enska vængmanninn Jadon Sancho í nær allt sumar. Man United hefur þó ekki verið tilbúið að borga þá upphæð sem Borussia Dortmund vill fá fyrir leikmanninn og nú virðist sem það hafi einfaldlega gefist upp. Sky Sports greindi frá því að Man Utd íhugi nú að fá Gareth Bale – leikmann Real Madrid – til liðs við sig fyrst Sancho komi ekki fyrr en í fyrsta lagi á næstu leiktíð. Það er nokkuð stutt síðan hinn 31 árs gamli Bale sagði að hann væri opinn fyrir því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina, sama hvort um lán væri að ræða eða ekki. Það er ljóst að hann á litla sem enga framtíð fyrir sér hjá Real og vill félagið losna við hann af launaskránni sem fyrst. United myndi hins vegar aðeins vilja fá Bale á láni og það er eitthvað sem hvorki leikmaðurinn né Real myndi samþykkja. Þó svo að United gæti fengið leikmanninn ódýrt eða á frjálsri sölu er ljóst að launakostnaðurinn yrði nokkuð hár enda Walesverjinn með hátt í 500 þúsund pund á viku eða því sem samsvarar 87 milljónum íslenskra króna. Það verður áhugavert að sjá hvort Man Utd taki séns á öðru Alexis Sanchez fíaskó eða leyfi Daniel James og Mason Greenwood að sjá alfarið um stöðu hægri vængmanns í vetur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur verið orðað við enska vængmanninn Jadon Sancho í nær allt sumar. Man United hefur þó ekki verið tilbúið að borga þá upphæð sem Borussia Dortmund vill fá fyrir leikmanninn og nú virðist sem það hafi einfaldlega gefist upp. Sky Sports greindi frá því að Man Utd íhugi nú að fá Gareth Bale – leikmann Real Madrid – til liðs við sig fyrst Sancho komi ekki fyrr en í fyrsta lagi á næstu leiktíð. Það er nokkuð stutt síðan hinn 31 árs gamli Bale sagði að hann væri opinn fyrir því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina, sama hvort um lán væri að ræða eða ekki. Það er ljóst að hann á litla sem enga framtíð fyrir sér hjá Real og vill félagið losna við hann af launaskránni sem fyrst. United myndi hins vegar aðeins vilja fá Bale á láni og það er eitthvað sem hvorki leikmaðurinn né Real myndi samþykkja. Þó svo að United gæti fengið leikmanninn ódýrt eða á frjálsri sölu er ljóst að launakostnaðurinn yrði nokkuð hár enda Walesverjinn með hátt í 500 þúsund pund á viku eða því sem samsvarar 87 milljónum íslenskra króna. Það verður áhugavert að sjá hvort Man Utd taki séns á öðru Alexis Sanchez fíaskó eða leyfi Daniel James og Mason Greenwood að sjá alfarið um stöðu hægri vængmanns í vetur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira