Rekinn eftir að hann kýldi mann ítrekað við handtöku Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2020 08:16 Skjáskot úr myndbandi af handtökunni. Skjáskot Lögreglumaður í Georgíuríki í Bandaríkjunum var rekinn eftir að hann stöðvaði svartan mann við umferðareftirlit og kýldi hann ítrekað á föstudag. Atvikið náðist á myndband. Lögreglumaðurinn var rekinn fyrir „óhóflega valdbeitingu“, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu í Clayton-sýslu þar sem atvikið varð. Þá hefur lögreglurannsókn á málinu verið hrundið af stað. Maðurinn sem varð fyrir árás lögreglumannsins heitir Roderick Walker og er 26 ára. Hann og kærasta hans, ásamt tveimur börnum þeirra, voru á ferð í bíl sínum á föstudag þegar lögreglumaðurinn stöðvaði þau. Lögmaður fjölskyldunnar segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð að hún hafi verið stöðvuð vegna brotins afturljós. Lögreglumennirnir eru þá sagðir hafa krafist þess að Walker kæmi út úr bifreiðinni. Honum hafi fundist það einkennilegt þar sem hann var farþegi í bílnum en ekki ökumaður. Vegfarandi náði atburðarásinni sem þá tók við á myndband. Í myndbandinu sést hvernig tveir lögreglumenn halda Walker við jörðu og annar kýlir hann og lemur ítrekað. Kærasta Walkers öskrar og segir lögreglumönnunum að hann hafi sagst ekki geta andað. Þá heyrist barn í bílnum hrópa á pabba sinn. Frétt um málið, þar sem myndbönd af handtökunni eru sýnd, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Walker var að endingu handtekinn vegna gruns um að hindra störf lögreglumanna og líkamsárás. Walker er enn í haldi lögreglu en lögmaður hans hefur krafist þess að hann verði látinn laus. Dómari hafnaði beiðni þess efnis sökum handtökutilskipana sem gefnar höfðu verið út á hendur Walker áður en lögregla stöðvaði hann á föstudag. Málið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna, sem mótmælt hefur verið harðlega á fjöldafundum í borgum víðsvegar um landið undanfarna mánuði. Andlát George Floyds, sem lést í höndum lögreglu í maí, kom mótmælaöldunni af stað. Þá hefur mál Jacobs Blake, annars svarts Bandaríkjamanns, komið annarri bylgju mótmæla af stað síðustu vikur. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Lögreglumaður í Georgíuríki í Bandaríkjunum var rekinn eftir að hann stöðvaði svartan mann við umferðareftirlit og kýldi hann ítrekað á föstudag. Atvikið náðist á myndband. Lögreglumaðurinn var rekinn fyrir „óhóflega valdbeitingu“, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu í Clayton-sýslu þar sem atvikið varð. Þá hefur lögreglurannsókn á málinu verið hrundið af stað. Maðurinn sem varð fyrir árás lögreglumannsins heitir Roderick Walker og er 26 ára. Hann og kærasta hans, ásamt tveimur börnum þeirra, voru á ferð í bíl sínum á föstudag þegar lögreglumaðurinn stöðvaði þau. Lögmaður fjölskyldunnar segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð að hún hafi verið stöðvuð vegna brotins afturljós. Lögreglumennirnir eru þá sagðir hafa krafist þess að Walker kæmi út úr bifreiðinni. Honum hafi fundist það einkennilegt þar sem hann var farþegi í bílnum en ekki ökumaður. Vegfarandi náði atburðarásinni sem þá tók við á myndband. Í myndbandinu sést hvernig tveir lögreglumenn halda Walker við jörðu og annar kýlir hann og lemur ítrekað. Kærasta Walkers öskrar og segir lögreglumönnunum að hann hafi sagst ekki geta andað. Þá heyrist barn í bílnum hrópa á pabba sinn. Frétt um málið, þar sem myndbönd af handtökunni eru sýnd, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Walker var að endingu handtekinn vegna gruns um að hindra störf lögreglumanna og líkamsárás. Walker er enn í haldi lögreglu en lögmaður hans hefur krafist þess að hann verði látinn laus. Dómari hafnaði beiðni þess efnis sökum handtökutilskipana sem gefnar höfðu verið út á hendur Walker áður en lögregla stöðvaði hann á föstudag. Málið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna, sem mótmælt hefur verið harðlega á fjöldafundum í borgum víðsvegar um landið undanfarna mánuði. Andlát George Floyds, sem lést í höndum lögreglu í maí, kom mótmælaöldunni af stað. Þá hefur mál Jacobs Blake, annars svarts Bandaríkjamanns, komið annarri bylgju mótmæla af stað síðustu vikur.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21
Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29
Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00