Ísraelskur ráðherra segir af sér vegna útgöngubanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2020 18:40 Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísrael. EPA-EFE/JACK GUEZ Ráðherra í ríkisstjórn Ísrael hefur sagt af sér vegna annars útgöngubanns. Hann segir útgöngubann koma í veg fyrir að gyðingar geti haldið upp á trúarhátíðir síðar í mánuðinum. Ríkistjórn Ísrael tilkynnti í kvöld að útgöngubann yrði sett á að nýju og tekur það gildi á föstudag og mun vara í þrjár vikur. Í því felst að fólk má ekki fara lengra en 500 metra frá heimilum sínum en mega þó ferðast til vinnu. Flestir vinnustaðir verða með lámarksafköst en skólar og verslunarmiðstöðvar verða lokaðar. Matvöruverslanir og apótek verða þó opin. Opinberar stofnanir verða með lámarksþjónustu en einkafyrirtæki mega halda áfram störfum, svo lengi sem þau taka ekki við viðskiptavinum. Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísrael, sagði af sér eftir að til tals kom að setja á annað útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í landinu. Þá hefur hann einnig hótað því að draga flokk sinn úr ríkisstjórnarsamstarfinu, sem yrði henni að falli. Útgöngubannið mun taka gildi á föstudag, þegar nýtt ár gengur í garð hjá gyðingum, og mun vera í gildi yfir Yom Kippur hátíðina, sem er heilagasta hátíð gyðinga, þann 27. september. Fyrra útgöngubann var í gildi frá lokum mars þar til snemma í maí. Litzman er formaður Agudat Yisrael, flokks strangtrúaðra gyðinga. Hann sagði í uppsagnarbréfi sínu að útgöngubannið myndi hafa mikil og slæm áhrif á trúaða gyðinga. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.EPA-EFE/Alex Kolomoisky Aryeh Deri, innanríkisráðherra Ísrael og formaður annars flokks strangtrúaðra gyðinga, sagði í myndbandi sem hann birti á Twitter að hann styddi aðgerðirnar. Þá sagði hann að fylgdi fólk ekki takmörkunum væri það jafngildi morðs. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig yfirvöld hafa tekist á við faraldurinn. Margir gagnrýnendur hafa kennt honum um að setja þurfi á annað útgöngubann, og sé það vegna þess hve illa var staðið að málum þegar faraldurinn braust út. Undanfarnar vikur hafa um þrjú þúsund ný smit komið upp daglega í Ísrael, en íbúar þar í landi eru um níu milljónir talsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Ráðherra í ríkisstjórn Ísrael hefur sagt af sér vegna annars útgöngubanns. Hann segir útgöngubann koma í veg fyrir að gyðingar geti haldið upp á trúarhátíðir síðar í mánuðinum. Ríkistjórn Ísrael tilkynnti í kvöld að útgöngubann yrði sett á að nýju og tekur það gildi á föstudag og mun vara í þrjár vikur. Í því felst að fólk má ekki fara lengra en 500 metra frá heimilum sínum en mega þó ferðast til vinnu. Flestir vinnustaðir verða með lámarksafköst en skólar og verslunarmiðstöðvar verða lokaðar. Matvöruverslanir og apótek verða þó opin. Opinberar stofnanir verða með lámarksþjónustu en einkafyrirtæki mega halda áfram störfum, svo lengi sem þau taka ekki við viðskiptavinum. Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísrael, sagði af sér eftir að til tals kom að setja á annað útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í landinu. Þá hefur hann einnig hótað því að draga flokk sinn úr ríkisstjórnarsamstarfinu, sem yrði henni að falli. Útgöngubannið mun taka gildi á föstudag, þegar nýtt ár gengur í garð hjá gyðingum, og mun vera í gildi yfir Yom Kippur hátíðina, sem er heilagasta hátíð gyðinga, þann 27. september. Fyrra útgöngubann var í gildi frá lokum mars þar til snemma í maí. Litzman er formaður Agudat Yisrael, flokks strangtrúaðra gyðinga. Hann sagði í uppsagnarbréfi sínu að útgöngubannið myndi hafa mikil og slæm áhrif á trúaða gyðinga. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.EPA-EFE/Alex Kolomoisky Aryeh Deri, innanríkisráðherra Ísrael og formaður annars flokks strangtrúaðra gyðinga, sagði í myndbandi sem hann birti á Twitter að hann styddi aðgerðirnar. Þá sagði hann að fylgdi fólk ekki takmörkunum væri það jafngildi morðs. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig yfirvöld hafa tekist á við faraldurinn. Margir gagnrýnendur hafa kennt honum um að setja þurfi á annað útgöngubann, og sé það vegna þess hve illa var staðið að málum þegar faraldurinn braust út. Undanfarnar vikur hafa um þrjú þúsund ný smit komið upp daglega í Ísrael, en íbúar þar í landi eru um níu milljónir talsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28
Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32