Margra mánaða bið í Barnahúsi fyrir börn sem brotið er á Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. september 2020 21:19 Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Stöð 2 Börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. „Staðan er mjög slæm í Barnahúsi og við finnum verulega fyrir breytingunum vegna Covid, þar sem við tókum 155 skýrslur í fyrra en núna erum við komin upp í rúmlega 130 það sem af eru þessu ári,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Það hafi aldrei fleiri komið vegna líkamslegs ofbeldis eða um sjötíu börn og önnur sjötíu börn hafa komið í skýrslu vegna alvarlegs kynferðisofbeldis á árinu. Skýrslutökur séu í algjörum forgangi. Þá fara börnin einnig í meðferð hjá Barnahúsi. Nú eru þrátíu og fimm börn á bið eftir meðferð. „Sem er mjög mikill biðlisti því við erum að tala um fimm mánaða biðlista núna,“ segir Ólöf. Þannig að börn sem verða fyrir nauðgun eða grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í fimm mánuði eftir meðferð? „Já, það er þannig og það er náttúrulega skelfilegt því vandi barnanna eykst,“ segir Ólöf. Eftir að börn opni sig sé gríðarlega mikilvægt að hefja áfallameðferð stax. Með svo langri bið geti börn þróað með sér annars konar vanda, aukna áfallastreitu, þunglyndi eða kvíða. „Okkur vantar starfsfólks og hefur vantað lengi og það vantar aukið fjármagn í þennan málaflokk til að geta brugðist við,“ segir Ólöf. Hún segir fjölmarga foreldra vera í mikilli neyð. „Það er mikil angist hjá foreldrum sem eiga börn sem hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi sem gerir það að verkum að þeim líður óskaplega illa og það er erfitt að gera ekki veitt þessa aðstoð,“ segir Ólöf og bætir við að þetta sé einnig gríðarlega erfitt fyrir starfsfólk. Börn sem bíða nú eftir meðferð eru allt niður í fjögurra ára, flest eru þó á aldrinum 12 til 17 ára. „Þetta eru lvarlegar nauðganir, unglingar sem verða fyrir kynferðisbroti. Það geta verið yngri börn sem eru kannski 8, 9 eða 10 ára sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og það getur verið frænka eða frændi eða einhver í nærumhverfi barnsins þannig þetta eru allt alvarleg mál sem eru að bíða hjá okkur,“ segir Ólöf. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. 10. september 2020 20:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. „Staðan er mjög slæm í Barnahúsi og við finnum verulega fyrir breytingunum vegna Covid, þar sem við tókum 155 skýrslur í fyrra en núna erum við komin upp í rúmlega 130 það sem af eru þessu ári,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Það hafi aldrei fleiri komið vegna líkamslegs ofbeldis eða um sjötíu börn og önnur sjötíu börn hafa komið í skýrslu vegna alvarlegs kynferðisofbeldis á árinu. Skýrslutökur séu í algjörum forgangi. Þá fara börnin einnig í meðferð hjá Barnahúsi. Nú eru þrátíu og fimm börn á bið eftir meðferð. „Sem er mjög mikill biðlisti því við erum að tala um fimm mánaða biðlista núna,“ segir Ólöf. Þannig að börn sem verða fyrir nauðgun eða grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í fimm mánuði eftir meðferð? „Já, það er þannig og það er náttúrulega skelfilegt því vandi barnanna eykst,“ segir Ólöf. Eftir að börn opni sig sé gríðarlega mikilvægt að hefja áfallameðferð stax. Með svo langri bið geti börn þróað með sér annars konar vanda, aukna áfallastreitu, þunglyndi eða kvíða. „Okkur vantar starfsfólks og hefur vantað lengi og það vantar aukið fjármagn í þennan málaflokk til að geta brugðist við,“ segir Ólöf. Hún segir fjölmarga foreldra vera í mikilli neyð. „Það er mikil angist hjá foreldrum sem eiga börn sem hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi sem gerir það að verkum að þeim líður óskaplega illa og það er erfitt að gera ekki veitt þessa aðstoð,“ segir Ólöf og bætir við að þetta sé einnig gríðarlega erfitt fyrir starfsfólk. Börn sem bíða nú eftir meðferð eru allt niður í fjögurra ára, flest eru þó á aldrinum 12 til 17 ára. „Þetta eru lvarlegar nauðganir, unglingar sem verða fyrir kynferðisbroti. Það geta verið yngri börn sem eru kannski 8, 9 eða 10 ára sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og það getur verið frænka eða frændi eða einhver í nærumhverfi barnsins þannig þetta eru allt alvarleg mál sem eru að bíða hjá okkur,“ segir Ólöf.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. 10. september 2020 20:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. 10. september 2020 20:00