Kenna hver öðrum um dauða Floyd Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2020 23:59 Derek Chauvin er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd. EPA/Fógetinn í Hennepinsýslu Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. Þá ber þeim ekki saman um hver fór með stjórn á vettvangi. Floyd dó þann 25. maí. Myndbönd sýna lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Hann og fjórir aðrir lögregluþjónar voru svo handteknir og ákærðir. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu og hinir þrír, Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao, fyrir að hafa aðstoðað við eða stuðlað að morðinu á Floyd. Yngri lögregluþjónarnir, þeir Kuen og Lane, segjast hafa verið að hlýða reynslumeiri og hærri settum lögregluþjónum. Chauvin og Thao sem komu á vettvang eftir að Kuen og Lane reyndu að handtaka Floyd, segjast eingöngu hafa verið að aðstoða við handtöku. Tou Thao, Thomas Lane og Alexander Kueng.EPA/Fógetinn í Hennepinsýslu Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thao á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði Lane hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Samkvæmt frétt Washington Post vilja lögmenn lögregluþjónanna að réttað verði yfir þeim í sitthvoru lagi. Vegna mismunandi afstöðu þeirra sé annað ekki hægt. Taka á ákvörðun um það á morgun, föstudag. Dauði Floyd hefur leitt til mikillar mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim. Yfirvöld í Minneapolis hafa látið girða af svæðið í kringum dómshúsið og setja hlera á glugga hússins, þar sem búist er við miklum mótmælum. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Chauvin ákærður fyrir skattsvik Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. 23. júlí 2020 20:45 Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. 16. júlí 2020 08:24 „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. Þá ber þeim ekki saman um hver fór með stjórn á vettvangi. Floyd dó þann 25. maí. Myndbönd sýna lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Hann og fjórir aðrir lögregluþjónar voru svo handteknir og ákærðir. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu og hinir þrír, Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao, fyrir að hafa aðstoðað við eða stuðlað að morðinu á Floyd. Yngri lögregluþjónarnir, þeir Kuen og Lane, segjast hafa verið að hlýða reynslumeiri og hærri settum lögregluþjónum. Chauvin og Thao sem komu á vettvang eftir að Kuen og Lane reyndu að handtaka Floyd, segjast eingöngu hafa verið að aðstoða við handtöku. Tou Thao, Thomas Lane og Alexander Kueng.EPA/Fógetinn í Hennepinsýslu Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thao á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði Lane hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Samkvæmt frétt Washington Post vilja lögmenn lögregluþjónanna að réttað verði yfir þeim í sitthvoru lagi. Vegna mismunandi afstöðu þeirra sé annað ekki hægt. Taka á ákvörðun um það á morgun, föstudag. Dauði Floyd hefur leitt til mikillar mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim. Yfirvöld í Minneapolis hafa látið girða af svæðið í kringum dómshúsið og setja hlera á glugga hússins, þar sem búist er við miklum mótmælum.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Chauvin ákærður fyrir skattsvik Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. 23. júlí 2020 20:45 Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. 16. júlí 2020 08:24 „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Chauvin ákærður fyrir skattsvik Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. 23. júlí 2020 20:45
Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. 16. júlí 2020 08:24
„Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27