Óskar Hrafn: Varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2020 22:15 Óskar Hrafn var eðlilega ósáttur með að vera dottinn út úr Mjólkurbikarnum. Vísir/Bára Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var mjög ósáttur með varnarleik sinna manna í 4-2 tapi liðsins gegn KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Var þetta fjórða tap Blika gegn KR í röð. „Ég held að það sé alveg ljóst að varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur. Á móti liði eins og KR þá færðu það í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn um það sem hefði farið úrskeiðis hjá Blikum í kvöld. „Mér fannst við – eins kjánalega og það hljómar – með góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik. Það vantaði aðeins upp á síðasta þriðjung og við markið þeirra en mér fannst við með fína stjórn á leiknum og það var ekki fyrr en þetta var orðið ´ping pong´ í síðari hálfleik sem var þörf á að skipta. Skiptingarnar sem slíkar löguðu ekki varnarleikinn. Þær löguðu ekki einstaklings varnarleikinn og gegn svona liðum er hann mikilvægur. Ef þú dekkar ekki í hornum þá refsar KR þér. Ef þú ert lélegur einn á móti einum þá refsar KR þér. Það var svona það sem fór með leikinn í kvöld fannst mér,“ sagði Óskar um leik kvöldsins. „Ég efast um það. Við höfum engan tíma til að dvelja sérstaklega við þennan leik eða hvort KR hafi tak á okkur. Við spilum við FH á sunnudaginn og svo kemur KR hingað aftur á sunnudeginum eftir það. Þurfum að mæta í þann leik vopnaðir því sem við gerðum vel og laga það sem fór miður sem var varnarleikurinn. Þá held ég að við séum í ágætis málum,“ sagði Óskar að lokum aðspurður út í hvort fjórir sigrar KR í röð á Blikum væri farið að setjast í mannskapinn. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Breiðablik Tengdar fréttir Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. 10. september 2020 21:45 Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var mjög ósáttur með varnarleik sinna manna í 4-2 tapi liðsins gegn KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Var þetta fjórða tap Blika gegn KR í röð. „Ég held að það sé alveg ljóst að varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur. Á móti liði eins og KR þá færðu það í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn um það sem hefði farið úrskeiðis hjá Blikum í kvöld. „Mér fannst við – eins kjánalega og það hljómar – með góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik. Það vantaði aðeins upp á síðasta þriðjung og við markið þeirra en mér fannst við með fína stjórn á leiknum og það var ekki fyrr en þetta var orðið ´ping pong´ í síðari hálfleik sem var þörf á að skipta. Skiptingarnar sem slíkar löguðu ekki varnarleikinn. Þær löguðu ekki einstaklings varnarleikinn og gegn svona liðum er hann mikilvægur. Ef þú dekkar ekki í hornum þá refsar KR þér. Ef þú ert lélegur einn á móti einum þá refsar KR þér. Það var svona það sem fór með leikinn í kvöld fannst mér,“ sagði Óskar um leik kvöldsins. „Ég efast um það. Við höfum engan tíma til að dvelja sérstaklega við þennan leik eða hvort KR hafi tak á okkur. Við spilum við FH á sunnudaginn og svo kemur KR hingað aftur á sunnudeginum eftir það. Þurfum að mæta í þann leik vopnaðir því sem við gerðum vel og laga það sem fór miður sem var varnarleikurinn. Þá held ég að við séum í ágætis málum,“ sagði Óskar að lokum aðspurður út í hvort fjórir sigrar KR í röð á Blikum væri farið að setjast í mannskapinn.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Breiðablik Tengdar fréttir Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. 10. september 2020 21:45 Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. 10. september 2020 21:45
Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30