Boðum Hann, breytum Honum ekki Árný Björg Blandon skrifar 10. september 2020 11:30 Mig langar að tjá mig aðeins eftir að hafa lesið grein hér á Vísi sem vísar í setningu séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur, starfsmanns á biskupsstofu, en hún skrifar í Hinseginspjalli sínu á Facebook: „Kristur er allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna”. Í þessari setningu kemur fram rökvilla. Þrjú fyrstu orðin eru sannarlega rétt og þar hefði mátt koma punktur eftir þau því að það er vitað að Jesús var ekki hvítur og náði ekki að verða miðaldra. Jesús er okkar allra, kvenna, barna og karla. Fyrir marga er hann bjargvættur, hjálpari, vinur. Í sunnudagaskólanum er sungið um Jesú, besta VIN barnanna og ég upplifi svo mikla hryggð yfir því að starfsmenn hjá þjóðkirkjunni birti Jesú í umtalaðri auglýsingu fyrir sunnudagaskólann á þennan hátt. Ég myndi aldrei leyfa að einhver afskræmdi mynd af mér eða fjölskyldu minni, af fáum einstaklingum sem fyndist það afar sniðugt að auglýsa okkur eins og við erum ekki, stilla svo myndum upp fyrir almenning til að auglýsa sig og sín verkefni án leyfis viðkomandi eða aðstandenda og til að reyna að koma ákveðnum skilaboðum til fólks. Ég þekki Jesú og hef gert í áratugi. Hann er mér svo dýrmætur, hefur gert svo mikið fyrir mig, mína fjölskyldu og vini. Hjarta mitt er sorgmætt og þungt yfir því að Hann skuli vera settur í þessa auglýsingaherferð þegar kirkjan á að leggja áherslu á að boða fagnaðarerindið eins og það kemur fyrir sig. En starfsfólk á biskupsstofunni tekur sér þetta bessaleyfi. Hvað með fólkið sem er í kirkjunni, borgar sitt ársgjald og vill þetta ekki, hefur það ekkert að segja? Er þjóðkirkjan ekki líka þeirra sem eru meðlimir? Hvað með alla prestana sem þetta særir? Í auglýsingunni er farið langt langt yfir strikið að mínu mati. Jesús ER SONUR Guðs, frelsari okkar manna, þetta er virðingarleysi við kirkjuna, boðskap hennar, meðlimi hennar og fólkið í landinu. Það hefur enginn rétt á að breyta ímynd Hans. Skyldu starfmenn biskupsstofu hafa gleymt trúarjátningu þjóðkirkjunnar? "Ég trúi á Guð Föður, skapara himins og jarðar, ég trúi á einkaSON Hans Jesú Krist". Hvernig á nú á að hugsa og túlka trúarjátninguna eftir þessa auglýsingu? Ég bið til Guðs að henni verði ekki að breytt til að aðlaga hana og til að styðja við vonda auglýsingu. Jóh 3:16. Litla Biblían: „Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf SON sinn eingetinn til þess að hver sem á HANN trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf“. Þetta lærði ég í sunnudagaskólanum. Hvernig á nú að aðlaga þetta vers að skoðun þjóðkirkjunnar með auglýsingunni? Ekki mega þau breyta Biblíunni. Börn eru auðtrúa, þau treysta á fólkið sem á að kenna þeim rétt frá röngu, þau hafa heyrt margt sem Biblían segir okkur og hefur verið kennt að Jesús er karlmaður. Þau hafa lært það í sunnudagaskólanum og í sumarbúðum og mörg á heimilum sínum. Þetta hlýtur að rugla þau í ríminu og það er heilmikil ábyrgð. Og að lokum, það þarf alls ekki að hjálpa Jesú við að undirstrika kærleika Hans, það þarf bara boða Hann eins og Hann er og eins og alltaf hefur verið gert. Mér finnst mjög virðingarvert að þjóðkirkjan hafi beðið hinseginn fólk afsökunar, það var tími til kominn þar sem Jesús elskar alla. En mörgum þeirra finnst þessi auglýsingaherferð særa þau sem ég skil algjörlega. Að síðustu, myndi biskup Íslands samþykkja að hún yrði teiknuð í auglýsingu fyrir sunnudagaskólann með þykkar augabrýr, skalla, flatbrjósta og með skegg ef það nú undirstrikaði betur kærleika Krists? Ég er hreint ekki viss. Það væri bara orðin skopmynd af biskupi sem er fulltrúi þjóðkirkjunnar og yrði algjört virðingarleysi við hana og hennar fólk. Virðingarfyllst, Árný Björg Blandon. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Árný Björg Blandon Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Mig langar að tjá mig aðeins eftir að hafa lesið grein hér á Vísi sem vísar í setningu séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur, starfsmanns á biskupsstofu, en hún skrifar í Hinseginspjalli sínu á Facebook: „Kristur er allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna”. Í þessari setningu kemur fram rökvilla. Þrjú fyrstu orðin eru sannarlega rétt og þar hefði mátt koma punktur eftir þau því að það er vitað að Jesús var ekki hvítur og náði ekki að verða miðaldra. Jesús er okkar allra, kvenna, barna og karla. Fyrir marga er hann bjargvættur, hjálpari, vinur. Í sunnudagaskólanum er sungið um Jesú, besta VIN barnanna og ég upplifi svo mikla hryggð yfir því að starfsmenn hjá þjóðkirkjunni birti Jesú í umtalaðri auglýsingu fyrir sunnudagaskólann á þennan hátt. Ég myndi aldrei leyfa að einhver afskræmdi mynd af mér eða fjölskyldu minni, af fáum einstaklingum sem fyndist það afar sniðugt að auglýsa okkur eins og við erum ekki, stilla svo myndum upp fyrir almenning til að auglýsa sig og sín verkefni án leyfis viðkomandi eða aðstandenda og til að reyna að koma ákveðnum skilaboðum til fólks. Ég þekki Jesú og hef gert í áratugi. Hann er mér svo dýrmætur, hefur gert svo mikið fyrir mig, mína fjölskyldu og vini. Hjarta mitt er sorgmætt og þungt yfir því að Hann skuli vera settur í þessa auglýsingaherferð þegar kirkjan á að leggja áherslu á að boða fagnaðarerindið eins og það kemur fyrir sig. En starfsfólk á biskupsstofunni tekur sér þetta bessaleyfi. Hvað með fólkið sem er í kirkjunni, borgar sitt ársgjald og vill þetta ekki, hefur það ekkert að segja? Er þjóðkirkjan ekki líka þeirra sem eru meðlimir? Hvað með alla prestana sem þetta særir? Í auglýsingunni er farið langt langt yfir strikið að mínu mati. Jesús ER SONUR Guðs, frelsari okkar manna, þetta er virðingarleysi við kirkjuna, boðskap hennar, meðlimi hennar og fólkið í landinu. Það hefur enginn rétt á að breyta ímynd Hans. Skyldu starfmenn biskupsstofu hafa gleymt trúarjátningu þjóðkirkjunnar? "Ég trúi á Guð Föður, skapara himins og jarðar, ég trúi á einkaSON Hans Jesú Krist". Hvernig á nú á að hugsa og túlka trúarjátninguna eftir þessa auglýsingu? Ég bið til Guðs að henni verði ekki að breytt til að aðlaga hana og til að styðja við vonda auglýsingu. Jóh 3:16. Litla Biblían: „Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf SON sinn eingetinn til þess að hver sem á HANN trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf“. Þetta lærði ég í sunnudagaskólanum. Hvernig á nú að aðlaga þetta vers að skoðun þjóðkirkjunnar með auglýsingunni? Ekki mega þau breyta Biblíunni. Börn eru auðtrúa, þau treysta á fólkið sem á að kenna þeim rétt frá röngu, þau hafa heyrt margt sem Biblían segir okkur og hefur verið kennt að Jesús er karlmaður. Þau hafa lært það í sunnudagaskólanum og í sumarbúðum og mörg á heimilum sínum. Þetta hlýtur að rugla þau í ríminu og það er heilmikil ábyrgð. Og að lokum, það þarf alls ekki að hjálpa Jesú við að undirstrika kærleika Hans, það þarf bara boða Hann eins og Hann er og eins og alltaf hefur verið gert. Mér finnst mjög virðingarvert að þjóðkirkjan hafi beðið hinseginn fólk afsökunar, það var tími til kominn þar sem Jesús elskar alla. En mörgum þeirra finnst þessi auglýsingaherferð særa þau sem ég skil algjörlega. Að síðustu, myndi biskup Íslands samþykkja að hún yrði teiknuð í auglýsingu fyrir sunnudagaskólann með þykkar augabrýr, skalla, flatbrjósta og með skegg ef það nú undirstrikaði betur kærleika Krists? Ég er hreint ekki viss. Það væri bara orðin skopmynd af biskupi sem er fulltrúi þjóðkirkjunnar og yrði algjört virðingarleysi við hana og hennar fólk. Virðingarfyllst, Árný Björg Blandon.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun