„Heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér“ Atli Freyr Arason skrifar 9. september 2020 23:07 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið frábær í sumar. VÍSIR/VILHELM Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. „Ég er ógeðslega ánægð með karakterinn, að hafa ekki hætt eftir að fá þetta mark í andlitið og hvernig við mættum í seinni hálfleikinn, ótrúlega grimmar og flottar,“ sagði Sveindís sigurreif eftir leik. það var sjáanlegur munur á liðinu milli hálfleika og Sveindís var sérstaklega spurð að því hvað Þorsteinn sagði í hálfleik til að fá þær til að mæta svona grimmar og flottar út í seinni hálfleikinn. „Hann lét okkur að við gætum allar svo miklu betur sem við vissum líka sjálfar. Við ákvöðum allar að reyna að bæta okkur um svona 10% því að við vissum að við ættum það inni. Þess vegna komum við út í seinni hálfleik og gerðum mikið betur en í fyrri,“ svaraði Sveindís. Allt í okkar höndum Þriðja mark Breiðabliks í kvöld er með því flottara sem hefur verið skorað á þessu tímabili og er það allt vegna glæsilegs undirbúnings Sveindísar. Aðspurð út í markið sagði Sveindís: „Ég heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér. Þeir eru búnir að vera að segja mér að keyra á markið og koma þá með sendinguna frekar en að vera að dúlla mér við hliðarlínuna. Þannig ég gerði í raun og veru bara það sem þeir eru búnir að vera að segja mér að gera.“ Valur og Breiðablik unnu bæði sína leiki í kvöld og eru í algjörum sérflokki í þessari deild. Sveindís tekur undir það. „Það er allavegana það sem allir eru að segja. Mér finnst það ansi líklegt því það er svolítið langt í þriðja sætið. Ég held að þetta verði bara Breiðablik og Valur, ef við klárum okkar leiki þá erum við með þetta þar sem að þetta er allt í okkar höndum,“ sagði Sveindís að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 3-1 | Sveindís með tvö og Blikar á hælum Vals Breiðablik er einu stigi á eftir toppliði Vals, og með leik til góða, eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 9. september 2020 22:27 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. „Ég er ógeðslega ánægð með karakterinn, að hafa ekki hætt eftir að fá þetta mark í andlitið og hvernig við mættum í seinni hálfleikinn, ótrúlega grimmar og flottar,“ sagði Sveindís sigurreif eftir leik. það var sjáanlegur munur á liðinu milli hálfleika og Sveindís var sérstaklega spurð að því hvað Þorsteinn sagði í hálfleik til að fá þær til að mæta svona grimmar og flottar út í seinni hálfleikinn. „Hann lét okkur að við gætum allar svo miklu betur sem við vissum líka sjálfar. Við ákvöðum allar að reyna að bæta okkur um svona 10% því að við vissum að við ættum það inni. Þess vegna komum við út í seinni hálfleik og gerðum mikið betur en í fyrri,“ svaraði Sveindís. Allt í okkar höndum Þriðja mark Breiðabliks í kvöld er með því flottara sem hefur verið skorað á þessu tímabili og er það allt vegna glæsilegs undirbúnings Sveindísar. Aðspurð út í markið sagði Sveindís: „Ég heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér. Þeir eru búnir að vera að segja mér að keyra á markið og koma þá með sendinguna frekar en að vera að dúlla mér við hliðarlínuna. Þannig ég gerði í raun og veru bara það sem þeir eru búnir að vera að segja mér að gera.“ Valur og Breiðablik unnu bæði sína leiki í kvöld og eru í algjörum sérflokki í þessari deild. Sveindís tekur undir það. „Það er allavegana það sem allir eru að segja. Mér finnst það ansi líklegt því það er svolítið langt í þriðja sætið. Ég held að þetta verði bara Breiðablik og Valur, ef við klárum okkar leiki þá erum við með þetta þar sem að þetta er allt í okkar höndum,“ sagði Sveindís að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 3-1 | Sveindís með tvö og Blikar á hælum Vals Breiðablik er einu stigi á eftir toppliði Vals, og með leik til góða, eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 9. september 2020 22:27 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 3-1 | Sveindís með tvö og Blikar á hælum Vals Breiðablik er einu stigi á eftir toppliði Vals, og með leik til góða, eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 9. september 2020 22:27