Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2020 11:51 Slökkviliðsmaður slekkur í glæðum eftir Creek-eldinn í Tollhouse í Kaliforníu í gær. Um 14.000 félagar hans glíma við eldana þessa stundina. AP/Marcio Jose Sanchez Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. Spáð er hlýjum og þurrum árstíðarbundnum vindum sem knýja oft gróðurelda. Eldarnir hafa sums staðar lagt litla bæi nær algerlega í rúst. Gróðureldarnar í Kaliforníu nú síðsumars hafa nú þegar tryggt að árið 2019 verður mesta brunaár sem sögu fara af í ríkinu. Nú hafa meira en 930.800 hektarar lands brunnið og það áður en hefðbundið gróðureldatímabili á þessum slóðum er hafið. Um 14.000 slökkviliðsmenn glíma nú við fjölda elda. Hópur þeirra komst í hann krappan í gær þegar logarnir umkringdu hann í Nacimiento-stöðinni í Los Padres-þjóðgarðinum. Neyddust fjórtán slökkviliðsmenn til þess að leita í neyðarskýli. Einn er þungt haldinn en mennirnir hlutu brunasár og reykeitrun. Veðurfræðingar vara við því að heitur og þurr vindur gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu í dag og bætt gráu ofan á svart. Svonefndir Santa Ana-vindar eru árstíðarbundið fyrirbrigði í sunnanverðri Kaliforníu og þeir blása gríðarlega hlýju og þurru lofti frá fjalllendi í austri yfir mannabyggð nær ströndinni. Creek-eldurinrn brennur við bæinn Shaver Lake í Fresno-sýslu á mánudag. Á þriðja tug stórra gróðurelda brenna í Kaliforníu.AP/Noah Berger Smábæir brenna til grunna Gróðureldarnir herja ekki aðeins á Kaliforníu. Í nágrannaríkjunum Oregon og Washington í norðri reyna yfirvöld einnig að hemja bálið af veikum mætti. Kate Brown, ríkisstjóri Oregon, lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna í gær og tugum þúsunda íbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna Almeda-eldsins svonefnda sem hefur valdið mikilli eyðileggingu undanfarna daga. Í morgun stefndi eldurinn á bæinn Medford þar sem um 82.000 manns búa. Nær öllum íbúum þar var gert að hafa sig á brott. https://twitter.com/rajmathai/status/1303565121097064449?s=20 Veðurstofa Bandaríkjanna gaf í fyrsta skipti út viðvörun vegna mikillar eldhættu í suðvestanverðu Oregon. Brown lýsti veðuraðstæðunum sem knýja eldana nú sem atburði sem eigi sér stað „einu sinni á kynslóð“. Í Washington-ríki brann bærinn Malden í austanverðu ríkinu nær alveg til kaldra kola. Talið er að um 80% allra íbúðarhúsa og bygginga í bænum hafi orðið eldinum að bráð á mánudag, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. „Það er ekki hægt að tjá umfang hörmunganna með orðum. Eldurinn verður slökktur en samfélagið er breytt til lífstíðar. Ég vona bara að eldurinn hafi ekki tekið meira en heimili og byggingar. Ég bið fyrir því að allir hafi komist út í tæka tíð,“ segir Brett Myers, lögreglustjóri í Whitman-sýslu sem Malden tilheyrir. Fylgifiskur hnattrænnar hlýnunar af völdum manna AP-fréttastofan segir að fjöldi rannsókna hafi tengt stærri gróðurelda í Bandaríkjunum við hnattræna hlýnun af völdum manna. Hlýrra loftslag hafi skapað þurrari aðstæður í Kaliforníu og búi til meiri eldsmat úr skraufþurrum gróðri. „Tíðni öfgakennds gróðureldaveðurs hefur tvöfaldast í Kaliforníu undanfarna fjóra áratugi og aðalorsökin hefur verið áhrif hækkandi hita á þurreldsneyti,“ segir Noah Diffenbaugh, loftslagsvísindamaður við Stanford-háskóla í Kaliforníu. Eldarnir nú síðsumars kviknuðu í kjölfar methita, þurrks og sterkra vinda. Á þriðja tug stórra gróðurelda geisa nú í Kaliforníu. Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. Spáð er hlýjum og þurrum árstíðarbundnum vindum sem knýja oft gróðurelda. Eldarnir hafa sums staðar lagt litla bæi nær algerlega í rúst. Gróðureldarnar í Kaliforníu nú síðsumars hafa nú þegar tryggt að árið 2019 verður mesta brunaár sem sögu fara af í ríkinu. Nú hafa meira en 930.800 hektarar lands brunnið og það áður en hefðbundið gróðureldatímabili á þessum slóðum er hafið. Um 14.000 slökkviliðsmenn glíma nú við fjölda elda. Hópur þeirra komst í hann krappan í gær þegar logarnir umkringdu hann í Nacimiento-stöðinni í Los Padres-þjóðgarðinum. Neyddust fjórtán slökkviliðsmenn til þess að leita í neyðarskýli. Einn er þungt haldinn en mennirnir hlutu brunasár og reykeitrun. Veðurfræðingar vara við því að heitur og þurr vindur gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu í dag og bætt gráu ofan á svart. Svonefndir Santa Ana-vindar eru árstíðarbundið fyrirbrigði í sunnanverðri Kaliforníu og þeir blása gríðarlega hlýju og þurru lofti frá fjalllendi í austri yfir mannabyggð nær ströndinni. Creek-eldurinrn brennur við bæinn Shaver Lake í Fresno-sýslu á mánudag. Á þriðja tug stórra gróðurelda brenna í Kaliforníu.AP/Noah Berger Smábæir brenna til grunna Gróðureldarnir herja ekki aðeins á Kaliforníu. Í nágrannaríkjunum Oregon og Washington í norðri reyna yfirvöld einnig að hemja bálið af veikum mætti. Kate Brown, ríkisstjóri Oregon, lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna í gær og tugum þúsunda íbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna Almeda-eldsins svonefnda sem hefur valdið mikilli eyðileggingu undanfarna daga. Í morgun stefndi eldurinn á bæinn Medford þar sem um 82.000 manns búa. Nær öllum íbúum þar var gert að hafa sig á brott. https://twitter.com/rajmathai/status/1303565121097064449?s=20 Veðurstofa Bandaríkjanna gaf í fyrsta skipti út viðvörun vegna mikillar eldhættu í suðvestanverðu Oregon. Brown lýsti veðuraðstæðunum sem knýja eldana nú sem atburði sem eigi sér stað „einu sinni á kynslóð“. Í Washington-ríki brann bærinn Malden í austanverðu ríkinu nær alveg til kaldra kola. Talið er að um 80% allra íbúðarhúsa og bygginga í bænum hafi orðið eldinum að bráð á mánudag, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. „Það er ekki hægt að tjá umfang hörmunganna með orðum. Eldurinn verður slökktur en samfélagið er breytt til lífstíðar. Ég vona bara að eldurinn hafi ekki tekið meira en heimili og byggingar. Ég bið fyrir því að allir hafi komist út í tæka tíð,“ segir Brett Myers, lögreglustjóri í Whitman-sýslu sem Malden tilheyrir. Fylgifiskur hnattrænnar hlýnunar af völdum manna AP-fréttastofan segir að fjöldi rannsókna hafi tengt stærri gróðurelda í Bandaríkjunum við hnattræna hlýnun af völdum manna. Hlýrra loftslag hafi skapað þurrari aðstæður í Kaliforníu og búi til meiri eldsmat úr skraufþurrum gróðri. „Tíðni öfgakennds gróðureldaveðurs hefur tvöfaldast í Kaliforníu undanfarna fjóra áratugi og aðalorsökin hefur verið áhrif hækkandi hita á þurreldsneyti,“ segir Noah Diffenbaugh, loftslagsvísindamaður við Stanford-háskóla í Kaliforníu. Eldarnir nú síðsumars kviknuðu í kjölfar methita, þurrks og sterkra vinda. Á þriðja tug stórra gróðurelda geisa nú í Kaliforníu.
Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00
Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24
Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33