Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 15:05 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Heilsugæslustöðin í Mosfellsbæ verður lokuð á morgun eftir að starfsmaður hennar greindist með kórónveirusýkingu. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, staðfesti þetta á upplýsingafundi samhæfingamiðstöðvar almannavarna í dag. Sóttvarnalæknir varaði við því að reiknaðar væru út alvarlegar afleiðingar faraldursins á hæpnum forsendum. Óskar sagði að lokun stöðvarinnar í Mosfellsbæ hefði ekki mikil áhrif á starfsemina. Fáir mættu á heilsugæslustöðvar þessa dagana þar sem mörgum væri sinnt í gegnum síma eða í gegnum Heilsuveru. Stöðvarnar í Grafarvogi og Árbæ taki við þeim sem þurfa að mæta á staðinn. Lýsti hann því að mikið álag væri á símkerfi og netspjalli heilsugæslustöðvanna þessa dagana. Þannig hafi borist um 800 netspjöll í gær en í fyrra hafi þau verið 10-15 að meðaltali á dag. Starfsfólk væri nú flutt til svo að hægt væri að sinna þessari þjónustu sem Óskar sagði mikilvæga til þess að geta stýrt flæði inn á stöðvarnar. „Við viljum gjarnan fá að heyra í öllum fyrst í netspjalli eða síma svo við getum tekið inn þá sem þurfa á því að halda með hætti sem við teljum öruggastan fyrir okkur öll,“ sagði Óskar. Hvatti hann þá sem væru með minniháttar öndunarfæraeinkenni til þess að haga sér á sama hátt og venjulega þegar þeir væru veikir. Þeir ættu að halda sig heima, forðast umgengi við annað fólk og halda áfram handþvotti og sprittun. Þeir sem þjáðust af alvarlegri einkennum ættu að sjálfsögðu að leita sér aðstoðar. Þrír á sjúkrahúsi vegna veirunnar Lítil fjölgun hefur orðið á staðfestum smitum frá því í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að nú væru 163 smit staðfest en þau voru 161 í gærkvöldi. Rúmlega helmingur þeirra sem hafi greinst hafi verið í sóttkví. Sagði Þórólfur það vísbendingu um aðgerðir sem gripið hafi verið til þar sem fólk hefur verið sett í sóttkví og einangrun hafi örugglega skilað árangri í að koma í veg fyrir víðtæka dreifingu veirunnar í samfélaginu. Þrír einstaklingar liggja nú á Landspítalanum vegna kórónuveirusmits, þar af einn á gjörgæslu. Sjúklingarnar eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þórólfur sagði að tveir hefðu þegar verið útskrifaðir af spítalanum. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill Þýðir ekki að 1% þjóðarinnar veikist Um fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar á sýnum sem hófst á föstudag sagði Þórólfur að sex af sex hundruð hafi greinst smitaðir, eitt prósent. Helmingur þeirra hafi dvalið erlendis og helmingur var án einkenna. Þeir sem fóru í sýnatöku geti nálgast niðurstöður sínar á vefsíðunni Heilsuveru auk þess sem hringt verði í alla sem greinast með veiruna. Þeir einstaklingar fari í hefðbundið rakningarferli og eftirlit hjá læknum. Niðurstöður ÍE þýddu ekki að 1% þjóðarinnar ætti eftir að fá kórónuveiruna. Þó væri vitað að stór hluti þjóðarinnar ætti eftir að smitast. Ósk yfirvalda væri að það verði hraust fólk sem smitist því að reynslan sýni að það veikist langflest lítillega en þess í stað verði viðkvæmum hópum forðað frá því að smitast. Varaði Þórólfur sérstaklega við tilraunum til að reikna út alvarlegar afleiðingar útbreiðslu faraldursins hér á landi sem hann sagði töluvert hafa borið á. Sagðist hann telja það orka tvímæli að reikna með að ef fjórðungur þjóðarinnar fengi veiruna gætu þúsundir látið lífið næmi dánartíðnin 2-4%. Tók Þórólfur dæmi frá Hubei-héraði í Kína sem var miðpunktur faraldursins í upphafi. Þar hafi um 0,1% íbúa greinst með veiruna og um 10% þeirra hafi lent í alvarlegum afleiðingum. Væru þær tölur yfirfærðar á Ísland, sem Þórólfur setti fyrirvara við, gætu þrjátíu einstaklingar þurft að leggjast inn á gjörgæslu, yrði faraldurinn eins skæður og hann var í Kína. Sagði hann íslenskt heilbrigðiskerfi eiga að vera vel í stakk búið að takast á við faraldurinn takist að dreifa álaginu með aðgerðum yfirvalda. Þórólfur lagði áherslu á mikilvægi þess að dreifa álagi vegna veirunnar og hægja á útbreiðslunni þannig að samfélagslegt ónæmi gæti myndast sem verði þá sem eru viðkvæmari fyrir. Varaði hann við því að ef gripið væri til harðari aðgerða eins og að loka landamærum líkt og nokkur nágrannaríki hafa gert byggist hann við því að faraldurinn skyti upp kollinum aftur þegar landamærin yrðu opnuð á ný nema að búið væri að útrýma veirunni á heimsvísu. Það gæti tekið 1-2 ár. „Við viljum fá ákveðna sýkingu í samfélaginu, við viljum bara fá hana hægt og rólega. Við viljum að rétta fólkið fái þessa sýkingu, ekki viðkvæma fólkið,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mosfellsbær Almannavarnir Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Heilsugæslustöðin í Mosfellsbæ verður lokuð á morgun eftir að starfsmaður hennar greindist með kórónveirusýkingu. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, staðfesti þetta á upplýsingafundi samhæfingamiðstöðvar almannavarna í dag. Sóttvarnalæknir varaði við því að reiknaðar væru út alvarlegar afleiðingar faraldursins á hæpnum forsendum. Óskar sagði að lokun stöðvarinnar í Mosfellsbæ hefði ekki mikil áhrif á starfsemina. Fáir mættu á heilsugæslustöðvar þessa dagana þar sem mörgum væri sinnt í gegnum síma eða í gegnum Heilsuveru. Stöðvarnar í Grafarvogi og Árbæ taki við þeim sem þurfa að mæta á staðinn. Lýsti hann því að mikið álag væri á símkerfi og netspjalli heilsugæslustöðvanna þessa dagana. Þannig hafi borist um 800 netspjöll í gær en í fyrra hafi þau verið 10-15 að meðaltali á dag. Starfsfólk væri nú flutt til svo að hægt væri að sinna þessari þjónustu sem Óskar sagði mikilvæga til þess að geta stýrt flæði inn á stöðvarnar. „Við viljum gjarnan fá að heyra í öllum fyrst í netspjalli eða síma svo við getum tekið inn þá sem þurfa á því að halda með hætti sem við teljum öruggastan fyrir okkur öll,“ sagði Óskar. Hvatti hann þá sem væru með minniháttar öndunarfæraeinkenni til þess að haga sér á sama hátt og venjulega þegar þeir væru veikir. Þeir ættu að halda sig heima, forðast umgengi við annað fólk og halda áfram handþvotti og sprittun. Þeir sem þjáðust af alvarlegri einkennum ættu að sjálfsögðu að leita sér aðstoðar. Þrír á sjúkrahúsi vegna veirunnar Lítil fjölgun hefur orðið á staðfestum smitum frá því í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að nú væru 163 smit staðfest en þau voru 161 í gærkvöldi. Rúmlega helmingur þeirra sem hafi greinst hafi verið í sóttkví. Sagði Þórólfur það vísbendingu um aðgerðir sem gripið hafi verið til þar sem fólk hefur verið sett í sóttkví og einangrun hafi örugglega skilað árangri í að koma í veg fyrir víðtæka dreifingu veirunnar í samfélaginu. Þrír einstaklingar liggja nú á Landspítalanum vegna kórónuveirusmits, þar af einn á gjörgæslu. Sjúklingarnar eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þórólfur sagði að tveir hefðu þegar verið útskrifaðir af spítalanum. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill Þýðir ekki að 1% þjóðarinnar veikist Um fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar á sýnum sem hófst á föstudag sagði Þórólfur að sex af sex hundruð hafi greinst smitaðir, eitt prósent. Helmingur þeirra hafi dvalið erlendis og helmingur var án einkenna. Þeir sem fóru í sýnatöku geti nálgast niðurstöður sínar á vefsíðunni Heilsuveru auk þess sem hringt verði í alla sem greinast með veiruna. Þeir einstaklingar fari í hefðbundið rakningarferli og eftirlit hjá læknum. Niðurstöður ÍE þýddu ekki að 1% þjóðarinnar ætti eftir að fá kórónuveiruna. Þó væri vitað að stór hluti þjóðarinnar ætti eftir að smitast. Ósk yfirvalda væri að það verði hraust fólk sem smitist því að reynslan sýni að það veikist langflest lítillega en þess í stað verði viðkvæmum hópum forðað frá því að smitast. Varaði Þórólfur sérstaklega við tilraunum til að reikna út alvarlegar afleiðingar útbreiðslu faraldursins hér á landi sem hann sagði töluvert hafa borið á. Sagðist hann telja það orka tvímæli að reikna með að ef fjórðungur þjóðarinnar fengi veiruna gætu þúsundir látið lífið næmi dánartíðnin 2-4%. Tók Þórólfur dæmi frá Hubei-héraði í Kína sem var miðpunktur faraldursins í upphafi. Þar hafi um 0,1% íbúa greinst með veiruna og um 10% þeirra hafi lent í alvarlegum afleiðingum. Væru þær tölur yfirfærðar á Ísland, sem Þórólfur setti fyrirvara við, gætu þrjátíu einstaklingar þurft að leggjast inn á gjörgæslu, yrði faraldurinn eins skæður og hann var í Kína. Sagði hann íslenskt heilbrigðiskerfi eiga að vera vel í stakk búið að takast á við faraldurinn takist að dreifa álaginu með aðgerðum yfirvalda. Þórólfur lagði áherslu á mikilvægi þess að dreifa álagi vegna veirunnar og hægja á útbreiðslunni þannig að samfélagslegt ónæmi gæti myndast sem verði þá sem eru viðkvæmari fyrir. Varaði hann við því að ef gripið væri til harðari aðgerða eins og að loka landamærum líkt og nokkur nágrannaríki hafa gert byggist hann við því að faraldurinn skyti upp kollinum aftur þegar landamærin yrðu opnuð á ný nema að búið væri að útrýma veirunni á heimsvísu. Það gæti tekið 1-2 ár. „Við viljum fá ákveðna sýkingu í samfélaginu, við viljum bara fá hana hægt og rólega. Við viljum að rétta fólkið fái þessa sýkingu, ekki viðkvæma fólkið,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mosfellsbær Almannavarnir Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira