Rekja gróðureld til kynafhjúpunarteitis í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 11:37 Þyrla býr sig undir að sleppa vatni yfir El Dorado-gróðureldinn í Yucaipa austan við Los Angeles í Kaliforníu. AP/Ringo H.W. Chiu Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. El Dorado-eldurinn sem kviknaði austur af Los Angeles á laugardagsmorgun hefur þegar brennt um rúma tólf ferkílómetra trjá- og kjarrlendis, að sögn Skóga- og eldvarnastofnunar Kaliforníu. Hún rekur upptök eldsins til reykvélar sem var notuð í kynafhjúpunarteiti og bendir á að fólk sem kveikir elda geti átt yfir höfði sér sektir eða jafnvel saksókn. #ElDoradoFire | SAN BERNARDINO/ INYO/ MONO UNIT | El Dorado Fire Cause pic.twitter.com/PNBQWMXMwK— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 7, 2020 Fordæmi eru fyrir því í Bandaríkjunum. Faðir sem kom af stað gróðureldi sem geisaði á stóru svæði í Arizona í heila viku þegar hann afhjúpaði kyn væntanlegs barns hans í apríl árið 2017 hlaut fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða meira en 1,1 milljarð króna í skaðabætur. Miklir gróðureldar hafa geisað í hita- og þurrkatíðinni í Kaliforníu. Frá því um miðjan ágúst hafa hátt í þúsund slíkir eldar kviknað, oft út frá eldingum. Gavin Newsom, ríkisstjóri, lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna í fimm sýslum í gær. Skyldurýmingar eru nú í gildi á nokkrum svæðum í Madera-sýslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eins og í brennsluofni Ástandið í Kaliforníu nú er fordæmalaust. Hitamet var slegið í Los Angeles þegar mælar sýndu 49,4°C, Bandaríska veðurstofan segir að gærdagurinn hafi verið sá heitasti frá því að veðurathuganir hófust í stórum hluta suðvestanverðrar Kaliforníu. Fyrr í hitabylgjunni mældust 54,4°C í Dauðadalnum í Kaliforníu sem er jafnvel talinn hæsti hiti sem mælst hefur með áreiðanlegum hætti á jörðinni. Auk hitaviðvarana er hæsta viðbúnaðarstig vegna gróðurelda í gildi víða í Kaliforníu. Washington Post segir að ekki aðeins hafi hitinn í gær mæst sé hæsti frá upphafi í septembermánuði á mörgum stöðum heldur hafi hann sums staðar verið sá hæsti óháð mánuði. Veðustofan líkti aðstæðum í gær við „brennsluofn“. Hitabylgjan væri hættuleg og jafnvel banvæn. Bjarga þurfti fleiri en tvö hundruð manns sem urðu innlyksa vegna eldanna með þyrlum í Sierra-fjöllum utan við Fresno. Um tuttugu þeirra voru slasaðir, sumir með brunasár. Átta manns hafa látist í eldunum til þessa og um 3.300 byggingar eyðilagst. Skóga- og eldvarnastofnunin segir að 14.800 slökkviliðsmenn glími við 23 meiriháttar elda í ríkinu. Rafmagnsnotkun hefur aukist gífurlega í hitabylgjunni. Yfirvöld hafa varað íbúa í Kaliforníu við því að skammta þurfti rafmagn dragi þeir ekki úr notkuninni. Enn hefur ekki komið til þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Skæðari hitabylgjur og þurrkar eru ástæða þess að tíðari gróðureldar eru taldir á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hlýnunin nemur nú þegar um einni gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á kolum, olíu og gasi. Haldi núverandi losun áfram er óttast að hlýnunin gæti náð allt að 3-4°C fyrir lok aldarinnar. Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. El Dorado-eldurinn sem kviknaði austur af Los Angeles á laugardagsmorgun hefur þegar brennt um rúma tólf ferkílómetra trjá- og kjarrlendis, að sögn Skóga- og eldvarnastofnunar Kaliforníu. Hún rekur upptök eldsins til reykvélar sem var notuð í kynafhjúpunarteiti og bendir á að fólk sem kveikir elda geti átt yfir höfði sér sektir eða jafnvel saksókn. #ElDoradoFire | SAN BERNARDINO/ INYO/ MONO UNIT | El Dorado Fire Cause pic.twitter.com/PNBQWMXMwK— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 7, 2020 Fordæmi eru fyrir því í Bandaríkjunum. Faðir sem kom af stað gróðureldi sem geisaði á stóru svæði í Arizona í heila viku þegar hann afhjúpaði kyn væntanlegs barns hans í apríl árið 2017 hlaut fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða meira en 1,1 milljarð króna í skaðabætur. Miklir gróðureldar hafa geisað í hita- og þurrkatíðinni í Kaliforníu. Frá því um miðjan ágúst hafa hátt í þúsund slíkir eldar kviknað, oft út frá eldingum. Gavin Newsom, ríkisstjóri, lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna í fimm sýslum í gær. Skyldurýmingar eru nú í gildi á nokkrum svæðum í Madera-sýslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eins og í brennsluofni Ástandið í Kaliforníu nú er fordæmalaust. Hitamet var slegið í Los Angeles þegar mælar sýndu 49,4°C, Bandaríska veðurstofan segir að gærdagurinn hafi verið sá heitasti frá því að veðurathuganir hófust í stórum hluta suðvestanverðrar Kaliforníu. Fyrr í hitabylgjunni mældust 54,4°C í Dauðadalnum í Kaliforníu sem er jafnvel talinn hæsti hiti sem mælst hefur með áreiðanlegum hætti á jörðinni. Auk hitaviðvarana er hæsta viðbúnaðarstig vegna gróðurelda í gildi víða í Kaliforníu. Washington Post segir að ekki aðeins hafi hitinn í gær mæst sé hæsti frá upphafi í septembermánuði á mörgum stöðum heldur hafi hann sums staðar verið sá hæsti óháð mánuði. Veðustofan líkti aðstæðum í gær við „brennsluofn“. Hitabylgjan væri hættuleg og jafnvel banvæn. Bjarga þurfti fleiri en tvö hundruð manns sem urðu innlyksa vegna eldanna með þyrlum í Sierra-fjöllum utan við Fresno. Um tuttugu þeirra voru slasaðir, sumir með brunasár. Átta manns hafa látist í eldunum til þessa og um 3.300 byggingar eyðilagst. Skóga- og eldvarnastofnunin segir að 14.800 slökkviliðsmenn glími við 23 meiriháttar elda í ríkinu. Rafmagnsnotkun hefur aukist gífurlega í hitabylgjunni. Yfirvöld hafa varað íbúa í Kaliforníu við því að skammta þurfti rafmagn dragi þeir ekki úr notkuninni. Enn hefur ekki komið til þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Skæðari hitabylgjur og þurrkar eru ástæða þess að tíðari gróðureldar eru taldir á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hlýnunin nemur nú þegar um einni gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á kolum, olíu og gasi. Haldi núverandi losun áfram er óttast að hlýnunin gæti náð allt að 3-4°C fyrir lok aldarinnar.
Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira