Segir ábyrgð á lánalínu varpað óbeint á almenning í gegnum lífeyrissjóði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2020 12:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skeptísk á ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Hún segir nálgun ríkisstjórnarinnar valda sér vonbrigðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddu þau um ríkisábyrgð á rekstri Icelandair í þættinum Sprengisandi í morgun. Nálgunin veldur vonbrigðum Formaður Viðreisnar segir nálgun ríkisstjórnarinnar í málinu valda sér vonbrigðum. „Mér finnst bara að ríkisstjórnin eigi eins og aðrar stjórnir í t.d. Danmörku og Svíþjóð að ganga hreint til verks. Ekki alltaf að láta bankana taka þungar og erfiðar ákvarðanir, eins og til að mynda við sjáum í þessu tilfelli í gegnum brúarlánin og núna sölutrygginguna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segir siðferðislega rétt að ríkisvaldið beri endanlega ábyrgð en ekki launþegar. „Á endanum finnst mér það heilbrigðara, mér finnst það meira siðferðislega rétt að fyrst að ríkisstjórnin vill fara þessa leið að það sé þá ríkisvaldið sem á endanum ber ábyrgðina en ekki setja hana óbeint á lífeyrisþega framtíðarinnar sem standa hugsanlega frammi fyrir því að skerða þurfi lífeyri,“ sagði Þorgerður Katrín. Óboðleg nálgun „Við erum ekki að segja lífeyrissjóðunum að fjárfesta. Það er að vísu rétt að þeir eru líklegustu fjárfestarnir en ég meina þetta er auðvitað ekki boðleg nálgun sem Þorgerður kemur hér með að segja að ef lífeyrissjóðir fjárfesta í Icelandair sé verið að gera ráð fyrir að þá verði það á kostnað lífeyrisþega framtíðarinnar. Þetta er ekki boðleg nálgun.“ „Stjórnir taka ekki ákvörðun bara út frá ástandinu í þjóðfélaginu. Menn hafa að lögum skyldu til að uppfylla ákveðnar kröfur þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar og þeir gera það örugglega í þessu tilviki til að hafa af því ávöxtun í þágu lífeyrisþeganna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hér að neðan er hægt að hlusta á umræðuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Sprengisandur Lífeyrissjóðir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skeptísk á ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Hún segir nálgun ríkisstjórnarinnar valda sér vonbrigðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddu þau um ríkisábyrgð á rekstri Icelandair í þættinum Sprengisandi í morgun. Nálgunin veldur vonbrigðum Formaður Viðreisnar segir nálgun ríkisstjórnarinnar í málinu valda sér vonbrigðum. „Mér finnst bara að ríkisstjórnin eigi eins og aðrar stjórnir í t.d. Danmörku og Svíþjóð að ganga hreint til verks. Ekki alltaf að láta bankana taka þungar og erfiðar ákvarðanir, eins og til að mynda við sjáum í þessu tilfelli í gegnum brúarlánin og núna sölutrygginguna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segir siðferðislega rétt að ríkisvaldið beri endanlega ábyrgð en ekki launþegar. „Á endanum finnst mér það heilbrigðara, mér finnst það meira siðferðislega rétt að fyrst að ríkisstjórnin vill fara þessa leið að það sé þá ríkisvaldið sem á endanum ber ábyrgðina en ekki setja hana óbeint á lífeyrisþega framtíðarinnar sem standa hugsanlega frammi fyrir því að skerða þurfi lífeyri,“ sagði Þorgerður Katrín. Óboðleg nálgun „Við erum ekki að segja lífeyrissjóðunum að fjárfesta. Það er að vísu rétt að þeir eru líklegustu fjárfestarnir en ég meina þetta er auðvitað ekki boðleg nálgun sem Þorgerður kemur hér með að segja að ef lífeyrissjóðir fjárfesta í Icelandair sé verið að gera ráð fyrir að þá verði það á kostnað lífeyrisþega framtíðarinnar. Þetta er ekki boðleg nálgun.“ „Stjórnir taka ekki ákvörðun bara út frá ástandinu í þjóðfélaginu. Menn hafa að lögum skyldu til að uppfylla ákveðnar kröfur þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar og þeir gera það örugglega í þessu tilviki til að hafa af því ávöxtun í þágu lífeyrisþeganna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hér að neðan er hægt að hlusta á umræðuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Sprengisandur Lífeyrissjóðir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira