Hrósar íslenska liðinu: Segir það bæði klókt og ástríðufullt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 11:30 Henry Winter er einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlands. Hann talaði við Rikka G fyrir leik Íslands og Englands. Mynd/Stöð 2 Sport Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, hafði ekkert nema jákvæða hluti að segja um íslenska liðið fyrir leik liðanna í Þjóðadeildinni í dag. Winter starfar í dag fyrir The Times á Englandi. Hann ræddi við Rikka G fyrir leik en það er ljóst að Winter er mjög hrifinn af landi og þjóð. Leikurinn hefst klukkan 16:00 eins og frægt er orðið. Fyrir leik verður klukkutímalöng upphitun þar sem meðal annars má sjá viðtalið við Winter í heild sinni en hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu. Winter hefur eytt síðustu dögum í sóttkví en það kom ekki að sök þar sem hann hefur áður komið til Íslands og segist elska land og þjóð. Hann stefnir á að koma hingað í framtíðinni og eyða dágóðum tíma í að skoða enn betur það sem hann hefur ekki enn séð hér á landi. Old geyser, Geysir, Iceland #eng pic.twitter.com/uOIN3swUgI— Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2020 Hvað veistu um íslenska liðið? „Ég er enn að jafna mig eftir Nice [þar sem Ísland sló England út af EM 2016]. Það var mjög sársaukafull upplifun, Hodgson þurfti að fara strax og fólk efaðist um getu leikmanna.“ „Gagnrýnin var rosalega, þetta var stormur. Þið lendið í roki hér á Íslandi en fjölmiðlastormur á Englandi getur verið blóðbað. Svo við berum mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta.“ „Ég veit að það vantar suma af bestu leikmönnum liðsins, eins og Gylfa [Þór] Sigurðsson og Aron [Einar] Gunnarsson, ég held þið berið nöfnin fram svona. Alltaf þegar ég sé Aron spila þá spilar hann með hjartanu en jafnframt heilanum.“ „Miðað við það sem ég hef séð af Íslandi og íslensku samfélagi þá eruð þið mjög gáfuð og vel menntuð þjóð en að sama skapi mjög ástríðufull. Það sést vel í fótboltanum að mínu mati. Sést á hreyfingum Gylfa inn á vellinum en þú sérð einnig ástríðu leikmanna.“ „Mér líkar vel við leikmenn eins og [Kára] Árnason, fyrirliða liðsins. Eða ég reikna með því að hann verði fyrirliði gegn Englandi. Ég held að einn besti leikur sem hann hafi spilað hafi verið gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo. Til að spila vel gegn einum besta leikmanni sögunnar þá þarftu að vera mjög klár sem og góður íþróttamaður.“ Hér að neðan má sjá bútinn úr viðtalinu við Henry en við minnum á að viðtalið í heild sinni verður birt í upphitun fyrir leik Íslands og Englands á Stöð 2 Sport. Klippa: Segir íslenska liðið klókt sem og ástríðufullt á velli Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 09:30 „Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Ragnar Sigurðsson segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. 5. september 2020 08:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, hafði ekkert nema jákvæða hluti að segja um íslenska liðið fyrir leik liðanna í Þjóðadeildinni í dag. Winter starfar í dag fyrir The Times á Englandi. Hann ræddi við Rikka G fyrir leik en það er ljóst að Winter er mjög hrifinn af landi og þjóð. Leikurinn hefst klukkan 16:00 eins og frægt er orðið. Fyrir leik verður klukkutímalöng upphitun þar sem meðal annars má sjá viðtalið við Winter í heild sinni en hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu. Winter hefur eytt síðustu dögum í sóttkví en það kom ekki að sök þar sem hann hefur áður komið til Íslands og segist elska land og þjóð. Hann stefnir á að koma hingað í framtíðinni og eyða dágóðum tíma í að skoða enn betur það sem hann hefur ekki enn séð hér á landi. Old geyser, Geysir, Iceland #eng pic.twitter.com/uOIN3swUgI— Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2020 Hvað veistu um íslenska liðið? „Ég er enn að jafna mig eftir Nice [þar sem Ísland sló England út af EM 2016]. Það var mjög sársaukafull upplifun, Hodgson þurfti að fara strax og fólk efaðist um getu leikmanna.“ „Gagnrýnin var rosalega, þetta var stormur. Þið lendið í roki hér á Íslandi en fjölmiðlastormur á Englandi getur verið blóðbað. Svo við berum mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta.“ „Ég veit að það vantar suma af bestu leikmönnum liðsins, eins og Gylfa [Þór] Sigurðsson og Aron [Einar] Gunnarsson, ég held þið berið nöfnin fram svona. Alltaf þegar ég sé Aron spila þá spilar hann með hjartanu en jafnframt heilanum.“ „Miðað við það sem ég hef séð af Íslandi og íslensku samfélagi þá eruð þið mjög gáfuð og vel menntuð þjóð en að sama skapi mjög ástríðufull. Það sést vel í fótboltanum að mínu mati. Sést á hreyfingum Gylfa inn á vellinum en þú sérð einnig ástríðu leikmanna.“ „Mér líkar vel við leikmenn eins og [Kára] Árnason, fyrirliða liðsins. Eða ég reikna með því að hann verði fyrirliði gegn Englandi. Ég held að einn besti leikur sem hann hafi spilað hafi verið gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo. Til að spila vel gegn einum besta leikmanni sögunnar þá þarftu að vera mjög klár sem og góður íþróttamaður.“ Hér að neðan má sjá bútinn úr viðtalinu við Henry en við minnum á að viðtalið í heild sinni verður birt í upphitun fyrir leik Íslands og Englands á Stöð 2 Sport. Klippa: Segir íslenska liðið klókt sem og ástríðufullt á velli Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 09:30 „Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Ragnar Sigurðsson segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. 5. september 2020 08:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 09:30
„Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Ragnar Sigurðsson segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. 5. september 2020 08:00