Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2020 18:51 Anthony Fauci telur ekki líklegt að bóluefni verði tilbúið í næsta mánuði, rétt fyrir kosningar í Bandaríkjunum, jafnvel þó að það sé hugsanlegt. Vísir/EPA Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. Lýðheilsusérfræðingar lýstu áhyggjum af því í gær að pólitískur þrýstingur gæti verið á að votta bóluefni gegn kórónuveirunni fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram í byrjun nóvember í kjölfar frétta af því að Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefði sent heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og landsvæðum Bandaríkjanna leiðbeiningar um að þau skyldu búa sig undir að byrja að dreifa bóluefni gegn kórónuveirunni þegar í næsta mánuði. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, sagðist í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina í dag telja það „hugsanlegt“ að bóluefni gæti verið til í október en það væri þó ekki líklegt. „Þetta eru allt ágiskanir,“ sagði Fauci sem telur sjálfur líklegra að bóluefni gæti komið fram í nóvember eða desember. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hafnaði því í dag að lyfjayfirvöld lægju undir þrýstingi um að gefa bóluefni grænt ljós í flýti. „Enginn er að þrýsta á Lyfja- og matvælastofnunina um neitt,“ fullyrti McEnany. Talið er að bóluefnin sem CDC undirbýr að hefja dreifingu á séu þau sem Pfizer og Moderna þróa. Forstjóri Pfizer segir að niðurstöður um hvort að bóluefni þess virki eigi eftir að fást fyrir lok október. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. Lýðheilsusérfræðingar lýstu áhyggjum af því í gær að pólitískur þrýstingur gæti verið á að votta bóluefni gegn kórónuveirunni fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram í byrjun nóvember í kjölfar frétta af því að Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefði sent heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og landsvæðum Bandaríkjanna leiðbeiningar um að þau skyldu búa sig undir að byrja að dreifa bóluefni gegn kórónuveirunni þegar í næsta mánuði. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, sagðist í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina í dag telja það „hugsanlegt“ að bóluefni gæti verið til í október en það væri þó ekki líklegt. „Þetta eru allt ágiskanir,“ sagði Fauci sem telur sjálfur líklegra að bóluefni gæti komið fram í nóvember eða desember. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hafnaði því í dag að lyfjayfirvöld lægju undir þrýstingi um að gefa bóluefni grænt ljós í flýti. „Enginn er að þrýsta á Lyfja- og matvælastofnunina um neitt,“ fullyrti McEnany. Talið er að bóluefnin sem CDC undirbýr að hefja dreifingu á séu þau sem Pfizer og Moderna þróa. Forstjóri Pfizer segir að niðurstöður um hvort að bóluefni þess virki eigi eftir að fást fyrir lok október.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira