Leggja fram nýjar tillögur og krefjast tafarlausra aðgerða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. september 2020 11:54 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kynnti tillögurnar á blaðamannafundi Viðreisnar í morgun. Viðreisn Ráðast þarf í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir tafarlaust til þess að lágmarka þann skaða sem heimsfaraldur kórónuveiru mun hafa í för með sér, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Flokkurinn boðaði í morgun til fjölmiðlafundar um stöðu efnahagsmála um lagði fram tillögur um þær aðgerðir sem hann telur að ráðast þurfi í. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist allt of seint við. „Við erum að benda á að það er dýrkeypt að bíða. Það þarf að taka ákvörðun núna um meðal annars að styrkja fyrirtækin, lækka tryggingargjald, það þarf að taka utan um fólkið með því að veita því svigrúm til þess að komast af, lifa af næstu tólf mánuði,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að vandinn sé tímabundinn og að þar af leiðandi verði ákvarðanir og aðgerðir að miðast við það. „Núna er kreppan, núna er þetta mikla högg sem ríður yfir samfélagið og það mun aukast núna á næstunni. Og þá þurfum við að taka utan um fólkið sem er núna atvinnulaust og þau fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum til þess að við getum komist af yfir þetta tímabil,“ segir hún. Mikilvægt sé að veita bæði fólki og fyrirtækjum skjól. „Atvinnuleysið er núna. Við erum með 10 prósent atvinnuleysi væntanlega núna við lok þessa mánaðar. Við erum að sjá fram á fleiri gjaldþrot, meiri stöðvun fyrirtækja. Fólk mun og er að missa vinnuna. Ráðstöfunartekjur heimilanna eru að minnka. Eftirspurnin í hagkerfinu mun detta niður. Við þurfum að halda hagkerfinu núna á næstu tólf mánuðum gangandi. Þetta er það sem Seðlabankar um allan heim eru að benda á. Ef það verður ekki brugðist við núna þá verður vandinn og þetta erfiða viðfangsefni að langvarandi vanda, en ekki skammtíma eins og okkar tillögur bera með sér.“ Allt kapp verði lagt á að tryggja ráðstöfunartekjur fólks, meðal annars með því að lengja tekjutengingu atvinnuleysisbóta úr sex mánuðum í tólf mánuði. Þá muni tillögurnar auka sveigjanleika fyrirtækja í landinu. Horfa má á fund Viðreisnar frá því í morgun í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. 13. ágúst 2020 12:08 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Ráðast þarf í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir tafarlaust til þess að lágmarka þann skaða sem heimsfaraldur kórónuveiru mun hafa í för með sér, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Flokkurinn boðaði í morgun til fjölmiðlafundar um stöðu efnahagsmála um lagði fram tillögur um þær aðgerðir sem hann telur að ráðast þurfi í. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist allt of seint við. „Við erum að benda á að það er dýrkeypt að bíða. Það þarf að taka ákvörðun núna um meðal annars að styrkja fyrirtækin, lækka tryggingargjald, það þarf að taka utan um fólkið með því að veita því svigrúm til þess að komast af, lifa af næstu tólf mánuði,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að vandinn sé tímabundinn og að þar af leiðandi verði ákvarðanir og aðgerðir að miðast við það. „Núna er kreppan, núna er þetta mikla högg sem ríður yfir samfélagið og það mun aukast núna á næstunni. Og þá þurfum við að taka utan um fólkið sem er núna atvinnulaust og þau fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum til þess að við getum komist af yfir þetta tímabil,“ segir hún. Mikilvægt sé að veita bæði fólki og fyrirtækjum skjól. „Atvinnuleysið er núna. Við erum með 10 prósent atvinnuleysi væntanlega núna við lok þessa mánaðar. Við erum að sjá fram á fleiri gjaldþrot, meiri stöðvun fyrirtækja. Fólk mun og er að missa vinnuna. Ráðstöfunartekjur heimilanna eru að minnka. Eftirspurnin í hagkerfinu mun detta niður. Við þurfum að halda hagkerfinu núna á næstu tólf mánuðum gangandi. Þetta er það sem Seðlabankar um allan heim eru að benda á. Ef það verður ekki brugðist við núna þá verður vandinn og þetta erfiða viðfangsefni að langvarandi vanda, en ekki skammtíma eins og okkar tillögur bera með sér.“ Allt kapp verði lagt á að tryggja ráðstöfunartekjur fólks, meðal annars með því að lengja tekjutengingu atvinnuleysisbóta úr sex mánuðum í tólf mánuði. Þá muni tillögurnar auka sveigjanleika fyrirtækja í landinu. Horfa má á fund Viðreisnar frá því í morgun í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. 13. ágúst 2020 12:08 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. 13. ágúst 2020 12:08
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
„Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00