Pelosi segir atvikið á hárgreiðslustofunni hafa verið gildru Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2020 08:11 Nancy Pelosi á fundi í San Francisco í gær. AP Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi verið leidd í gildru í heimsókn sinni á hárgreiðslustofu í San Francisco þar sem myndir náðust af henni án þess að bera grímu í öryggismyndavélum stofunnar. Var um brot á sóttvarnareglum að ræða. „Ég tek ábyrgð á að hafa treyst orðum þeirra á hárgreiðslustofunni. Það kemur í ljós að þetta var gildra,“ sagði Pelosi er hún ræddi við blaðamenn. Pelosi hefur margoft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að hafa neitað að bera grímu. Pelosi segist margoft hafa sótt eSalon SF hárgreiðslustofuna í gegnum árin. Hún hafi fengið þau skilaboð að stofan gæti tekið á móti einum viðskiptavini í einu innandyra, en yfirvöld í San Francisco heimila nú starfsfólki hárgreiðslustofa að bjóða upp á þjónustu utandyra. „Ég treysti því – og það kemur í ljós að þetta var gildra. Þannig að ég tek fulla ábyrgð á að hafa fallið í gildruna og ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það.“ Skjáskot úr öryggismyndavél hárgreiðslustofunnar sem sýnir Nancy Pelosi án grímu. Gríman er um hálsinn á henni. Forseti fulltrúadeildarinnar sagði ennfremur að hún telji forsvarsmenn hárgreiðslustofunnar skulda sér afsökunarbeiðni vegna málsins. „Við verðum að koma landinu okkar aftur á fætur og ég mun ekki láta þetta mál beina athyglinni frá því að rúmlega 185 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar.“ Trump tísti um málið þar sem hann sagði að verið væri að „rústa“ Pelosi fyrir það að hafa látið opna hárgreiðslustofu á meðan aðrar eru lokaðar. Sömuleiðis hafi hún ekki verið grímu þrátt fyrir að ítrekar prédíka að aðrir skuli geri það. Crazy Nancy Pelosi is being decimated for having a beauty parlor opened, when all others are closed, and for not wearing a Mask - despite constantly lecturing everyone else. We will almost certainly take back the House, and send Nancy packing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 2, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nancy Pelosi grímulaus inni á hárgreiðslustofu í San Francisco Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. 2. september 2020 06:54 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi verið leidd í gildru í heimsókn sinni á hárgreiðslustofu í San Francisco þar sem myndir náðust af henni án þess að bera grímu í öryggismyndavélum stofunnar. Var um brot á sóttvarnareglum að ræða. „Ég tek ábyrgð á að hafa treyst orðum þeirra á hárgreiðslustofunni. Það kemur í ljós að þetta var gildra,“ sagði Pelosi er hún ræddi við blaðamenn. Pelosi hefur margoft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að hafa neitað að bera grímu. Pelosi segist margoft hafa sótt eSalon SF hárgreiðslustofuna í gegnum árin. Hún hafi fengið þau skilaboð að stofan gæti tekið á móti einum viðskiptavini í einu innandyra, en yfirvöld í San Francisco heimila nú starfsfólki hárgreiðslustofa að bjóða upp á þjónustu utandyra. „Ég treysti því – og það kemur í ljós að þetta var gildra. Þannig að ég tek fulla ábyrgð á að hafa fallið í gildruna og ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það.“ Skjáskot úr öryggismyndavél hárgreiðslustofunnar sem sýnir Nancy Pelosi án grímu. Gríman er um hálsinn á henni. Forseti fulltrúadeildarinnar sagði ennfremur að hún telji forsvarsmenn hárgreiðslustofunnar skulda sér afsökunarbeiðni vegna málsins. „Við verðum að koma landinu okkar aftur á fætur og ég mun ekki láta þetta mál beina athyglinni frá því að rúmlega 185 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar.“ Trump tísti um málið þar sem hann sagði að verið væri að „rústa“ Pelosi fyrir það að hafa látið opna hárgreiðslustofu á meðan aðrar eru lokaðar. Sömuleiðis hafi hún ekki verið grímu þrátt fyrir að ítrekar prédíka að aðrir skuli geri það. Crazy Nancy Pelosi is being decimated for having a beauty parlor opened, when all others are closed, and for not wearing a Mask - despite constantly lecturing everyone else. We will almost certainly take back the House, and send Nancy packing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 2, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nancy Pelosi grímulaus inni á hárgreiðslustofu í San Francisco Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. 2. september 2020 06:54 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Nancy Pelosi grímulaus inni á hárgreiðslustofu í San Francisco Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. 2. september 2020 06:54