Opið bréf til KSÍ! Stuðningsfólk frjálsrar Palestínu og aðgerðarsinnar BDS á Íslandi skrifar 2. september 2020 10:30 Kæra stjórn KSÍ, þann 30. júní s.l. sendum við hjá BDS Ísland ykkur bréf vegna samnings ykkar við íþróttavöruframleiðandann Puma sem tók gildi 1. júlí s.l. Okkur tókst ekki að ná eyrum ykkar með því bréfi og reynum því aftur – nú með opnu bréfi. Áður en lengra er haldið er mikilvægt að það komi fram að BDS er alþjóðleg hreyfing sem fór af stað árið 2005 með ákalli frá palestínsku þjóðinni. BDS stendur fyrir Boycott, Divestment and Sanctions en hreyfingin hvetur til sniðgöngu, efnahagsþvingana og afturköllunar fjárfestinga í Ísrael þar til stjórnvöld fylgja alþjóðalögum og virða mannréttindi Palestínumanna. Hreyfingin er fram komin af frumkvæði palestínsku þjóðarinnar og er stýrt af Palestínumönnum sjálfum. Að kalla eftir sniðgöngu gegn ísraelskum stjórnvöldum er sú aðferð sem Palestínumenn hafa óskað eftir að alþjóðasamfélagið styðji og hún er friðsamleg. KSÍ telur um 10% þjóðarinnar og er því stærsta og öflugasta félagasamband íþróttafélaga á Íslandi. Félagið hefur hingað til nýtt sér stöðu sína til þess að taka virkan þátt í samfélagslegum verkefnum og vinna samkvæmt jafnréttisstefnu. Vitandi það þykir okkur mikilvægt að segja ykkur frá tengslum Puma við brot á alþjóðalögum og mannréttindum og stuðningi þeirra við hernám, landtökubyggðir, þjóðernishreinsanir og aðskilnaðarstefnu ísraelskra stjórnvalda, ef ykkur er ekki kunngert um þau nú þegar. Puma er eini alþjóðlegi styrktaraðili Knattspyrnusambands Ísraels (IFA) sem samanstendur m.a. af knattspyrnuliðum frá ólöglegum ísraelskum landtökubyggðum á palestínskum landsvæðum. MannréttindasamtökinHuman Rights Watch hafa fjallað um þetta á yfirgripsmikinn hátt. Delta – sem er með einkaumboð fyrir Puma í Ísrael – var auk þess nýlega sett álista Sameinuðu þjóðanna yfir fyrirtæki sem hagnast á viðskiptum í ólöglegum landtökubyggðum. Landtökubyggðir eru hluti af stefnu Ísraelsríkis um yfirtöku á palestínskum landsvæðum og skipa stóran sess í ólöglegu hernámi þess yfir Palestínu. Þessi landtökustefna hrekur innfæddar palestínskar fjölskyldur af heimilum sínum og rekur þær á flótta, rænir frá þeim náttúruauðlindum og hindrar ferðafrelsi þeirra. Jafnframt hindrar hún uppbyggingu palestínskrar íþróttastarfsemi og hamlar þátttöku og starfsferil palestínsks íþróttafólks. Landtökubyggðir hindra einnig aðgang Palestínumanna að hreinu vatni, rafmagni og heilbrigðisþjónustu, sem gerir palestínskar fjölskyldur enn berskjaldaðri á tímum heimsfaraldurs. Árið 2016 ítrekaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna með ályktun 2334 að ísraelskar landtökubyggðir væru ólöglegar og fordæmdi þær sem svívirðilegt brot (e. “flagrant violations”) á alþjóðalögum. Ísraelskar landtökubyggðir flokkast enn fremur undir stríðsglæpi samkvæmt alþjóðalögum. IFA hefur neitað að grípa til aðgerða til þess að enda hlutdeild sína í þessum glæpum, þrátt fyrir að tengslin hafi endurtekið verið fordæmd, meðal annars af ráðgjöfum Sameinuðu þjóðanna,mannréttindasamtökum og fulltrúum Evrópuþingsins. Árið 2018 sendu meira en tvö hundruð palestínsk íþróttalið ákall til Puma þar sem fyrirtækið var beðið um að binda enda á stuðning sinn við hernámið með því að rjúfa styrktarsamninginn við IFA. Puma svaraði erindinu ekki efnislega, heldur sagði palestínsku liðunum eingöngu að Puma styddi „jafnrétti á heimsvísu“. Sjálfsmat Puma, í skýrslu frá árinu 2016, tilgreindi styrktarsamninga (e. sponsorship activities) sem einn af veiku blettum fyrirtækisins í tengslum við mannréttindi. Puma, sem einn stærsti og öflugasti íþróttavöruframleiðandi heims, veitir glæpum IFA lögmæti með styrktarsamningnum – og er því samsekt. Þessi tengsl aðstoða IFA við að halda hlutdeild sinni í brotum á alþjóðalögum og mannréttindum úr sviðsljósinu og af knattspyrnuvellinum. Orðspor Puma hefur beðið hnekki vegna styrktarsamningsins við IFA og á sama tíma hafa spurningar vaknað um það góða starf sem Puma hefur unnið í þágu jafnréttis. Málið snýst ekki um að hér sé verið að blanda saman „íþróttum og stjórnmálum“ eða skoðanaskipti sem við getum verið sammála eða ósammála um. Ísraelsríki hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna en nokkuð annað ríki í heiminum og verið fordæmt oftar en nokkuð annað ríki. Neitunarvald Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað verndað Ísraelsríki gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael að fara eftir alþjóðalögum og virða mannréttindi. Það er einfaldlega staðreynd að í áratugi hafa ísraelsk stjórnvöld neitað Palestínumönnum um grundvallarréttindi þeirra, frelsi, jafnrétti og sjálfsákvörðunarrétt, með þjóðernishreinsunum, aðskilnaðarstefnu, landnámi og hernámi og alþjóðasamfélagið hefur alltof lengi brugðist palestínsku þjóðinni. Ísraelskar mennta- og menningarstofnanir, sem og íþróttahreyfingar, taka beinan þátt í að viðhalda, verja og hvítþvo kúgun ísraelskra stjórnvalda á Palestínumönnum. Í gegnum listir, menningu og íþróttir reyna ísraelsk stjórnvöld gagngert að fegra ímynd sín á alþjóðavettvangi á meðan brotið er á mannréttindum palestínsku þjóðarinnar á bak við tjöldin. Þess vegna hefur verið kallað eftir sniðgöngu á því sviði eins og öðrum og sífellt stærri hópur listafólks neitar að koma fram eða sýna list sína í Ísrael. Sem aðdáendur KSÍ höfum við áhyggjur af því að orðspor félagsins verði flekkað samhliða því sem alþjóðlega herferðin gegn Puma heldur áfram að stækka. Puma hefurdjúpstæðar áhyggjur af herferðinni og þeirri neikvæðu athygli sem hún hefur í för með sér. Herferðin hefur meðal annars haft þau áhrif að Liverpool ákvað nýlega að endurnýja ekki samning sinn við Puma. Þá ákvað Luton Town FC á dögunum að endurnýja ekki samning sinn við Puma vegna stuðnings framleiðandans við mannréttindabrot ísraelskra stjórnvalda. Við sendum ykkur því hér með ákall um að rjúfa samning KSÍ við Puma þar til fyrirtækið bindur sjálft enda á styrktarsamning sinn og stuðning við IFA og hættir að veita starfsemi í ólöglegum landtökubyggðum lögmæti. Með því að rjúfa samninginn getur KSÍ bæði forðast að vera dregið inn í herferðina og stuðlað að því að sannfæra Puma um að standa við yfirlýsta skuldbindingu sína gagnvart mannréttindum og hætta að styrkja og styðja stríðsglæpi! Við erum ennþá tilbúin til þess að setjast niður með ykkur og ræða þetta mál frekar ef þið hafið áhuga á því. Fyrir hönd stuðningsfólks frjálsrar Palestínu og aðgerðasinna BDS á Íslandi, Anna Margrét Pétursdóttir Kristín Sveinsdóttir Qussay Odeh Sema Erla Serdar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Palestína Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Kæra stjórn KSÍ, þann 30. júní s.l. sendum við hjá BDS Ísland ykkur bréf vegna samnings ykkar við íþróttavöruframleiðandann Puma sem tók gildi 1. júlí s.l. Okkur tókst ekki að ná eyrum ykkar með því bréfi og reynum því aftur – nú með opnu bréfi. Áður en lengra er haldið er mikilvægt að það komi fram að BDS er alþjóðleg hreyfing sem fór af stað árið 2005 með ákalli frá palestínsku þjóðinni. BDS stendur fyrir Boycott, Divestment and Sanctions en hreyfingin hvetur til sniðgöngu, efnahagsþvingana og afturköllunar fjárfestinga í Ísrael þar til stjórnvöld fylgja alþjóðalögum og virða mannréttindi Palestínumanna. Hreyfingin er fram komin af frumkvæði palestínsku þjóðarinnar og er stýrt af Palestínumönnum sjálfum. Að kalla eftir sniðgöngu gegn ísraelskum stjórnvöldum er sú aðferð sem Palestínumenn hafa óskað eftir að alþjóðasamfélagið styðji og hún er friðsamleg. KSÍ telur um 10% þjóðarinnar og er því stærsta og öflugasta félagasamband íþróttafélaga á Íslandi. Félagið hefur hingað til nýtt sér stöðu sína til þess að taka virkan þátt í samfélagslegum verkefnum og vinna samkvæmt jafnréttisstefnu. Vitandi það þykir okkur mikilvægt að segja ykkur frá tengslum Puma við brot á alþjóðalögum og mannréttindum og stuðningi þeirra við hernám, landtökubyggðir, þjóðernishreinsanir og aðskilnaðarstefnu ísraelskra stjórnvalda, ef ykkur er ekki kunngert um þau nú þegar. Puma er eini alþjóðlegi styrktaraðili Knattspyrnusambands Ísraels (IFA) sem samanstendur m.a. af knattspyrnuliðum frá ólöglegum ísraelskum landtökubyggðum á palestínskum landsvæðum. MannréttindasamtökinHuman Rights Watch hafa fjallað um þetta á yfirgripsmikinn hátt. Delta – sem er með einkaumboð fyrir Puma í Ísrael – var auk þess nýlega sett álista Sameinuðu þjóðanna yfir fyrirtæki sem hagnast á viðskiptum í ólöglegum landtökubyggðum. Landtökubyggðir eru hluti af stefnu Ísraelsríkis um yfirtöku á palestínskum landsvæðum og skipa stóran sess í ólöglegu hernámi þess yfir Palestínu. Þessi landtökustefna hrekur innfæddar palestínskar fjölskyldur af heimilum sínum og rekur þær á flótta, rænir frá þeim náttúruauðlindum og hindrar ferðafrelsi þeirra. Jafnframt hindrar hún uppbyggingu palestínskrar íþróttastarfsemi og hamlar þátttöku og starfsferil palestínsks íþróttafólks. Landtökubyggðir hindra einnig aðgang Palestínumanna að hreinu vatni, rafmagni og heilbrigðisþjónustu, sem gerir palestínskar fjölskyldur enn berskjaldaðri á tímum heimsfaraldurs. Árið 2016 ítrekaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna með ályktun 2334 að ísraelskar landtökubyggðir væru ólöglegar og fordæmdi þær sem svívirðilegt brot (e. “flagrant violations”) á alþjóðalögum. Ísraelskar landtökubyggðir flokkast enn fremur undir stríðsglæpi samkvæmt alþjóðalögum. IFA hefur neitað að grípa til aðgerða til þess að enda hlutdeild sína í þessum glæpum, þrátt fyrir að tengslin hafi endurtekið verið fordæmd, meðal annars af ráðgjöfum Sameinuðu þjóðanna,mannréttindasamtökum og fulltrúum Evrópuþingsins. Árið 2018 sendu meira en tvö hundruð palestínsk íþróttalið ákall til Puma þar sem fyrirtækið var beðið um að binda enda á stuðning sinn við hernámið með því að rjúfa styrktarsamninginn við IFA. Puma svaraði erindinu ekki efnislega, heldur sagði palestínsku liðunum eingöngu að Puma styddi „jafnrétti á heimsvísu“. Sjálfsmat Puma, í skýrslu frá árinu 2016, tilgreindi styrktarsamninga (e. sponsorship activities) sem einn af veiku blettum fyrirtækisins í tengslum við mannréttindi. Puma, sem einn stærsti og öflugasti íþróttavöruframleiðandi heims, veitir glæpum IFA lögmæti með styrktarsamningnum – og er því samsekt. Þessi tengsl aðstoða IFA við að halda hlutdeild sinni í brotum á alþjóðalögum og mannréttindum úr sviðsljósinu og af knattspyrnuvellinum. Orðspor Puma hefur beðið hnekki vegna styrktarsamningsins við IFA og á sama tíma hafa spurningar vaknað um það góða starf sem Puma hefur unnið í þágu jafnréttis. Málið snýst ekki um að hér sé verið að blanda saman „íþróttum og stjórnmálum“ eða skoðanaskipti sem við getum verið sammála eða ósammála um. Ísraelsríki hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna en nokkuð annað ríki í heiminum og verið fordæmt oftar en nokkuð annað ríki. Neitunarvald Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað verndað Ísraelsríki gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael að fara eftir alþjóðalögum og virða mannréttindi. Það er einfaldlega staðreynd að í áratugi hafa ísraelsk stjórnvöld neitað Palestínumönnum um grundvallarréttindi þeirra, frelsi, jafnrétti og sjálfsákvörðunarrétt, með þjóðernishreinsunum, aðskilnaðarstefnu, landnámi og hernámi og alþjóðasamfélagið hefur alltof lengi brugðist palestínsku þjóðinni. Ísraelskar mennta- og menningarstofnanir, sem og íþróttahreyfingar, taka beinan þátt í að viðhalda, verja og hvítþvo kúgun ísraelskra stjórnvalda á Palestínumönnum. Í gegnum listir, menningu og íþróttir reyna ísraelsk stjórnvöld gagngert að fegra ímynd sín á alþjóðavettvangi á meðan brotið er á mannréttindum palestínsku þjóðarinnar á bak við tjöldin. Þess vegna hefur verið kallað eftir sniðgöngu á því sviði eins og öðrum og sífellt stærri hópur listafólks neitar að koma fram eða sýna list sína í Ísrael. Sem aðdáendur KSÍ höfum við áhyggjur af því að orðspor félagsins verði flekkað samhliða því sem alþjóðlega herferðin gegn Puma heldur áfram að stækka. Puma hefurdjúpstæðar áhyggjur af herferðinni og þeirri neikvæðu athygli sem hún hefur í för með sér. Herferðin hefur meðal annars haft þau áhrif að Liverpool ákvað nýlega að endurnýja ekki samning sinn við Puma. Þá ákvað Luton Town FC á dögunum að endurnýja ekki samning sinn við Puma vegna stuðnings framleiðandans við mannréttindabrot ísraelskra stjórnvalda. Við sendum ykkur því hér með ákall um að rjúfa samning KSÍ við Puma þar til fyrirtækið bindur sjálft enda á styrktarsamning sinn og stuðning við IFA og hættir að veita starfsemi í ólöglegum landtökubyggðum lögmæti. Með því að rjúfa samninginn getur KSÍ bæði forðast að vera dregið inn í herferðina og stuðlað að því að sannfæra Puma um að standa við yfirlýsta skuldbindingu sína gagnvart mannréttindum og hætta að styrkja og styðja stríðsglæpi! Við erum ennþá tilbúin til þess að setjast niður með ykkur og ræða þetta mál frekar ef þið hafið áhuga á því. Fyrir hönd stuðningsfólks frjálsrar Palestínu og aðgerðasinna BDS á Íslandi, Anna Margrét Pétursdóttir Kristín Sveinsdóttir Qussay Odeh Sema Erla Serdar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun