Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 2. september 2020 07:00 Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. Langflestir velja að búa í Reykjavík og fá þá stuðning þar. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að ríkið þurfi að stórauka fjárstuðning við málaflokkinn. 700 hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi síðustu 20 mánuði. Langflestir þeirra hafa valið að búa í Reykjavík eða 500 talsins. Á árunum 2015-2018 fengu samanlagt 488 slíka vernd hér á landi. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir brýnt að fá meira fjármagn í málaflokkinn. „Við veitum þeim fjárhagsaðstoð, aðstoðum við húsnæðisleit síðan er það margháttuð ráðgjöf sem við veitum og reynum að sinna. við höfum t.d. bætt verulega við barnavernd en það þarf að bæta við á þjónustumiðstöðum og í skólaþjónustunni. Þannig að við erum með ákveðið ákall til yfirvalda að taka þessi mál alvarlega,“ segir Regína. Regína segir að ríkið þurfi að taka þátt í að greiða ráðgjafakostnað. „Borgin greiðir þessi útgjöld, þetta er ráðgjafakostnaður uppá 100 milljónir á ári ef vel ætti að vera.“ Þegar Útlendingastofnun hefur veitt hælisleitendum vernd fá þeir 2 vikur til að útvega sér húsnæði. Regína segir að þessi tími sé of skammur „Ég myndi vilja hafa þennan tíma að minnsta kosti mánuð. Þannig að fólk fái svigrúm til að leita sér af nýju húsnæði.“ Hún segir að reynslan sýni að fólk aðlagist betur samfélaginu ef það fær atvinnu. En horfurnar séu því miður ekki nógu góðar núna. „Í hruninu þá var atvinnuleysi eins og nú og þá kom í ljós að fólk sem fékk ekki vinnu var lengur að aðlagast. Það óttast ég núna því er mjög mikilvægt að allir sem bera ábyrgð í málinu setjist niður og finni einhverja lausn helst eigi síðar en í næstu viku eða næsta mánuði,“ segir Regína. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. Langflestir velja að búa í Reykjavík og fá þá stuðning þar. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að ríkið þurfi að stórauka fjárstuðning við málaflokkinn. 700 hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi síðustu 20 mánuði. Langflestir þeirra hafa valið að búa í Reykjavík eða 500 talsins. Á árunum 2015-2018 fengu samanlagt 488 slíka vernd hér á landi. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir brýnt að fá meira fjármagn í málaflokkinn. „Við veitum þeim fjárhagsaðstoð, aðstoðum við húsnæðisleit síðan er það margháttuð ráðgjöf sem við veitum og reynum að sinna. við höfum t.d. bætt verulega við barnavernd en það þarf að bæta við á þjónustumiðstöðum og í skólaþjónustunni. Þannig að við erum með ákveðið ákall til yfirvalda að taka þessi mál alvarlega,“ segir Regína. Regína segir að ríkið þurfi að taka þátt í að greiða ráðgjafakostnað. „Borgin greiðir þessi útgjöld, þetta er ráðgjafakostnaður uppá 100 milljónir á ári ef vel ætti að vera.“ Þegar Útlendingastofnun hefur veitt hælisleitendum vernd fá þeir 2 vikur til að útvega sér húsnæði. Regína segir að þessi tími sé of skammur „Ég myndi vilja hafa þennan tíma að minnsta kosti mánuð. Þannig að fólk fái svigrúm til að leita sér af nýju húsnæði.“ Hún segir að reynslan sýni að fólk aðlagist betur samfélaginu ef það fær atvinnu. En horfurnar séu því miður ekki nógu góðar núna. „Í hruninu þá var atvinnuleysi eins og nú og þá kom í ljós að fólk sem fékk ekki vinnu var lengur að aðlagast. Það óttast ég núna því er mjög mikilvægt að allir sem bera ábyrgð í málinu setjist niður og finni einhverja lausn helst eigi síðar en í næstu viku eða næsta mánuði,“ segir Regína.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira