Hlær að „asnalegri“ umsögn Samtaka skattgreiðenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2020 17:51 Sjálfur segist Smári ekki muna punktastöðu sína hjá Icelandair. Hún hafi nánast engin áhrif á líf hans. FoVísir/Hanna Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir umsögn Samtaka skattgreiðenda um frumvarp fjármálaráðherra um fjáraukalög fyrir árið 2020, þar sem meðal annars er fjallað um hvort veita eigi ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til Icelandair Group. Samtökin hafa óskað eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, þar á meðal vildarpunktastöðu sína hjá flugfélaginu, áður en þingið greiðir atkvæði um frumvarpið. „Hahaha, ég las einmitt þessa umsögn í morgun og hugsaði með mér að "samtök skattgreiðenda" gætu varla verið asnalegri. Gott og vel að þingmenn eigi að gefa upp hlutabréfaeign ─ en það er nú þegar þannig að þingmönnum er skylt að gefa upp slíkt í hagsmunaskrá ─ en að biðja um vildarpunktastöðu er svolítið eins og að vilja fá uppgefið hvort fólk eigi inni einhverja punkta hjá Te og Kaffi eða inneign hjá Elko,“ skrifar Smári í stuttri Facebook-færslu sem hann birti í dag, þar sem hann deilir frétt Vísis af umsögn samtakanna. Þá segir Smári að ef einhver þingmaður láti vildarpunktastöðu sína hjá Icelandair stýra afstöðu sinni til málsins, viti hann ekki alveg hvað hægt væri að segja um viðkomandi. „Ég get þó upplýst að ég á ekkert í Icelandair, er í vildarklúbbnum, en man ekki punktastöðuna mína, enda hefur hún haft nánast engin áhrif á líf mitt. Á einnig nokkra punkta hjá Te og Kaffi, 8 krónur eftir af Ferðagjöfinni minni (löng saga), og enga inneign hjá neinum verslunum svo ég muni,“ skrifar Smári í lok færslunnar, sem sjá má hér að neðan. Icelandair Píratar Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir umsögn Samtaka skattgreiðenda um frumvarp fjármálaráðherra um fjáraukalög fyrir árið 2020, þar sem meðal annars er fjallað um hvort veita eigi ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til Icelandair Group. Samtökin hafa óskað eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, þar á meðal vildarpunktastöðu sína hjá flugfélaginu, áður en þingið greiðir atkvæði um frumvarpið. „Hahaha, ég las einmitt þessa umsögn í morgun og hugsaði með mér að "samtök skattgreiðenda" gætu varla verið asnalegri. Gott og vel að þingmenn eigi að gefa upp hlutabréfaeign ─ en það er nú þegar þannig að þingmönnum er skylt að gefa upp slíkt í hagsmunaskrá ─ en að biðja um vildarpunktastöðu er svolítið eins og að vilja fá uppgefið hvort fólk eigi inni einhverja punkta hjá Te og Kaffi eða inneign hjá Elko,“ skrifar Smári í stuttri Facebook-færslu sem hann birti í dag, þar sem hann deilir frétt Vísis af umsögn samtakanna. Þá segir Smári að ef einhver þingmaður láti vildarpunktastöðu sína hjá Icelandair stýra afstöðu sinni til málsins, viti hann ekki alveg hvað hægt væri að segja um viðkomandi. „Ég get þó upplýst að ég á ekkert í Icelandair, er í vildarklúbbnum, en man ekki punktastöðuna mína, enda hefur hún haft nánast engin áhrif á líf mitt. Á einnig nokkra punkta hjá Te og Kaffi, 8 krónur eftir af Ferðagjöfinni minni (löng saga), og enga inneign hjá neinum verslunum svo ég muni,“ skrifar Smári í lok færslunnar, sem sjá má hér að neðan.
Icelandair Píratar Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira