Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 21:05 Paul Rusesabagina hlaut Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Hér sést George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veita honum orðuna. Getty/Mark Wilson Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. Rusesabagina var leikinn af Don Cheadle í kvikmyndinni Hotel Rwanda, sem tilnefnd var til fjölda Óskarsverðlauna, og fjallaði hún um það hvernig Rusesabagina nýtti sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til þess að vernda Tútsa sem flúðu ofbeldið. Á mánudag leiddu tveir lögreglumenn hinn 66 ára gamla hótelstjóra inn í höfuðstöðvar rannsóknarlögreglu Rúanda þar sem fjölmiðlar biðu hans og mynduðu í bak og fyrir. Rusesabagina sagði ekki stakt orð á meðan á þessu stóð en á undanförnum árum hefur hann verið hafður að háði og spotti í heimalandi sínu. Talsmaður rannsóknarlögreglunnar, Thierry Murangira, sagði í samtali við fréttafólk að Rusesabagina væri grunaður um að vera „stofnandi eða leiðtogi eða meðlimur eða að hafa fjármagnað vígahópa sem hafi verið starfræktir á ýmsum stöðum á svæðinu og erlendis.“ Rusesabagina ásamt Don Cheadle, sem fór með hlutverk Rusesabagina í kvikmyndinni Hotel Rwanda, og Sophie Okonedo sem lék Tatiana Rusesabagina, eiginkonu hans, í kvikmyndinni.Getty/M. Caulfield Þá sagði hann að Rusesabagina gæti átt yfir höfði sér fjölda ákæra, þar á meðal fyrir hryðjuverk, að hafa fjármagnað hryðjuverk, íkveikjur, mannrán og morð. Hann greindi ekki frá því hvar eða hvernig Rusesabagina var handtekinn. Í kjölfar þjóðarmorðsins í Rúanda flutti Rusesabagina úr landi og var hann hylltur víða um heim. Hann hlaut meðal annars Frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom) árið 2005, sem er æðsta viðurkenning sem veitt er í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir alþjóðlegt lof sem hann fékk var hann harðlega gagnrýndur heima fyrir og var hann meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa varað við öðru þjóðarmorði, í þetta skipti Tútsa á Hútúum. Þá hefur hann verið gagnrýndur af einhverjum þeirra sem lifðu þjóðarmorðið af og Paul Kagame, forseta landsins, sem sakaði hann um að hafa nýtt sér þjóðarmorðið til þess að öðlast frægð. Árið 2010 sagði ríkissaksóknari Rúanda í samtali við fréttastofu Reuters að yfirvöld hefðu undir höndum sönnunargögn sem sýndu fram á að Rusesabagina hefði fjármagnað hryðjuverkahópa en engin ákæra var gefin út á þeim tíma. Síðan þá hafa yfirvöld haldið því fram að hann hafi spilað hlutverk meintum árásum uppreisnarhópsins National Liberation Front (FLN) í suðurhluta Rúanda og á landamærunum við Búrúndí árið 2018. Rúanda Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. Rusesabagina var leikinn af Don Cheadle í kvikmyndinni Hotel Rwanda, sem tilnefnd var til fjölda Óskarsverðlauna, og fjallaði hún um það hvernig Rusesabagina nýtti sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til þess að vernda Tútsa sem flúðu ofbeldið. Á mánudag leiddu tveir lögreglumenn hinn 66 ára gamla hótelstjóra inn í höfuðstöðvar rannsóknarlögreglu Rúanda þar sem fjölmiðlar biðu hans og mynduðu í bak og fyrir. Rusesabagina sagði ekki stakt orð á meðan á þessu stóð en á undanförnum árum hefur hann verið hafður að háði og spotti í heimalandi sínu. Talsmaður rannsóknarlögreglunnar, Thierry Murangira, sagði í samtali við fréttafólk að Rusesabagina væri grunaður um að vera „stofnandi eða leiðtogi eða meðlimur eða að hafa fjármagnað vígahópa sem hafi verið starfræktir á ýmsum stöðum á svæðinu og erlendis.“ Rusesabagina ásamt Don Cheadle, sem fór með hlutverk Rusesabagina í kvikmyndinni Hotel Rwanda, og Sophie Okonedo sem lék Tatiana Rusesabagina, eiginkonu hans, í kvikmyndinni.Getty/M. Caulfield Þá sagði hann að Rusesabagina gæti átt yfir höfði sér fjölda ákæra, þar á meðal fyrir hryðjuverk, að hafa fjármagnað hryðjuverk, íkveikjur, mannrán og morð. Hann greindi ekki frá því hvar eða hvernig Rusesabagina var handtekinn. Í kjölfar þjóðarmorðsins í Rúanda flutti Rusesabagina úr landi og var hann hylltur víða um heim. Hann hlaut meðal annars Frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom) árið 2005, sem er æðsta viðurkenning sem veitt er í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir alþjóðlegt lof sem hann fékk var hann harðlega gagnrýndur heima fyrir og var hann meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa varað við öðru þjóðarmorði, í þetta skipti Tútsa á Hútúum. Þá hefur hann verið gagnrýndur af einhverjum þeirra sem lifðu þjóðarmorðið af og Paul Kagame, forseta landsins, sem sakaði hann um að hafa nýtt sér þjóðarmorðið til þess að öðlast frægð. Árið 2010 sagði ríkissaksóknari Rúanda í samtali við fréttastofu Reuters að yfirvöld hefðu undir höndum sönnunargögn sem sýndu fram á að Rusesabagina hefði fjármagnað hryðjuverkahópa en engin ákæra var gefin út á þeim tíma. Síðan þá hafa yfirvöld haldið því fram að hann hafi spilað hlutverk meintum árásum uppreisnarhópsins National Liberation Front (FLN) í suðurhluta Rúanda og á landamærunum við Búrúndí árið 2018.
Rúanda Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira