Fjallið ekki í neinum vafa: Ég mun rota Eddie í fyrstu lotu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson er kominn í mun betra formi og hefur ennþá eitt ár til að undirbúa sig enn betur. Þess mynd birti hann á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson er farinn að finna sig mun betur í hnefaleikahringnum og það er allt annað að sjá formið hjá kappanum nú þegar hann er byrjaður að æfa hnefaleika á fullu. Hafþór er duglegur að leyfa stuðningsmönnum sínum og öðrum að fylgjast með því sem er að gerast hjá honum en í nýjasta myndbandinu þá hitar hann vel upp fyrir bardagann með því að spá fyrir um úrslit bardagans á móti Eddie Hall. Hafþór ætlar að láta Eddie Hall líta kjánalega út í hringnum þegar þeir berjast í Las Vegas á næsta ári. „Ég ætla að æfa með Kolla að þessu sinni og hann er besti þungarvigtarboxari okkar Íslendinga í dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi myndbandsins en æfingin fór fram í hnefaleikastöðinni Æsi upp á Höfða. Hafþór sagði frá því að Javan ‚Sugarhill' Steward þjálfi Kolbein Kristinsson. „Hann er einn besti boxþjálfarinn í heimi og ég mun á þessari æfingu reyna að fylgja hans prógrammi eins mikið og ég get. Ég ætlar mér að reyna að læra eins mikið og ég get,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram Working on being extra slow. Going super well! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Aug 27, 2020 at 5:42am PDT „Við pössum að hafa þetta ekki of flókið því þetta er nú nýtt sport fyrir mig. Ég hef mjög gaman af þessu og ég að læra mikið. Mér finnst ég læra eitthvað nýtt á hverjum degi og það er mjög skemmtilegt,“ sagði Hafþór um leið og hann sýndi hvernig hann hitar upp með skuggaboxi. Hafþór sýndi síðan upptöku frá æfingu sinni með Kolbeini Kristinssyni. Fjallið ræddi líka við myndavélina á milli æfingahluta og þar var hann mjög yfirlýsingaglaður. „Þegar ég byrjaði að æfa fyrir þetta þá var ég 206 kíló en nú er ég kominn í kringum 180 kílóin. Ég er ennþá þungur en þolið er orðið miklu betra. Ég hef ennþá meira en ár til að undirbúa mig. Mér finnst hlægilegt að heyra það að ég muni ekki hafa úthald í meira en eina lotu. Ég er búinn að vera íþróttamaður alla mína ævi og ég elska að æfa,“ sagði Hafþór. „Ég mun mæta í besta forminu á ævinni í þennan bardaga því ég mun æfa mjög vel fram að honum. Ég skal lofa ykkur því að ég mun endast allar loturnar ef ég þarf á því að halda. Ég held að bardaginn verði ekki svo langur. Mér líður vel og ég sé miklar framfarir. Ég mun væntanlega rota feita gæjann í fyrstu eða annarri lotu,“ sagði Hafþór og á þar auðvitað við Eddie Hall sem ætlar að berjast við hann í Las Vegas. „Það besta sem gæti gerst væri að láta hann líta aulalega út og láta hann þjást. Hann er bara kjafturinn. Hann er búinn að segja ýmislegt að undanförnu og nú er kominn tími til að gera það upp. Hann mun á endanum biðjast vægðar,“ sagði Hafþór. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er farinn að finna sig mun betur í hnefaleikahringnum og það er allt annað að sjá formið hjá kappanum nú þegar hann er byrjaður að æfa hnefaleika á fullu. Hafþór er duglegur að leyfa stuðningsmönnum sínum og öðrum að fylgjast með því sem er að gerast hjá honum en í nýjasta myndbandinu þá hitar hann vel upp fyrir bardagann með því að spá fyrir um úrslit bardagans á móti Eddie Hall. Hafþór ætlar að láta Eddie Hall líta kjánalega út í hringnum þegar þeir berjast í Las Vegas á næsta ári. „Ég ætla að æfa með Kolla að þessu sinni og hann er besti þungarvigtarboxari okkar Íslendinga í dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi myndbandsins en æfingin fór fram í hnefaleikastöðinni Æsi upp á Höfða. Hafþór sagði frá því að Javan ‚Sugarhill' Steward þjálfi Kolbein Kristinsson. „Hann er einn besti boxþjálfarinn í heimi og ég mun á þessari æfingu reyna að fylgja hans prógrammi eins mikið og ég get. Ég ætlar mér að reyna að læra eins mikið og ég get,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram Working on being extra slow. Going super well! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Aug 27, 2020 at 5:42am PDT „Við pössum að hafa þetta ekki of flókið því þetta er nú nýtt sport fyrir mig. Ég hef mjög gaman af þessu og ég að læra mikið. Mér finnst ég læra eitthvað nýtt á hverjum degi og það er mjög skemmtilegt,“ sagði Hafþór um leið og hann sýndi hvernig hann hitar upp með skuggaboxi. Hafþór sýndi síðan upptöku frá æfingu sinni með Kolbeini Kristinssyni. Fjallið ræddi líka við myndavélina á milli æfingahluta og þar var hann mjög yfirlýsingaglaður. „Þegar ég byrjaði að æfa fyrir þetta þá var ég 206 kíló en nú er ég kominn í kringum 180 kílóin. Ég er ennþá þungur en þolið er orðið miklu betra. Ég hef ennþá meira en ár til að undirbúa mig. Mér finnst hlægilegt að heyra það að ég muni ekki hafa úthald í meira en eina lotu. Ég er búinn að vera íþróttamaður alla mína ævi og ég elska að æfa,“ sagði Hafþór. „Ég mun mæta í besta forminu á ævinni í þennan bardaga því ég mun æfa mjög vel fram að honum. Ég skal lofa ykkur því að ég mun endast allar loturnar ef ég þarf á því að halda. Ég held að bardaginn verði ekki svo langur. Mér líður vel og ég sé miklar framfarir. Ég mun væntanlega rota feita gæjann í fyrstu eða annarri lotu,“ sagði Hafþór og á þar auðvitað við Eddie Hall sem ætlar að berjast við hann í Las Vegas. „Það besta sem gæti gerst væri að láta hann líta aulalega út og láta hann þjást. Hann er bara kjafturinn. Hann er búinn að segja ýmislegt að undanförnu og nú er kominn tími til að gera það upp. Hann mun á endanum biðjast vægðar,“ sagði Hafþór. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira