Möguleikar á milljarðastyrkjum til íslenskra fyrirtækja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 10:57 Evrópusambandið leitar nú sérstaklega eftir grænum lausnum, og býður háa styrki. Getty/Ashley Cooper Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris, segir að mikilvægt sé að íslensk fyrirtæki og stofnanir sem stundi nýsköpun átti sig á möguleikunum að sækja um styrki úr nýsköpunarsjóðum frá Evrópusambandinu, en einnig frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir töluverðu sé að slægjast þar á bæ. Evris sérhæfir sig í að tengja saman íslensk nýsköpunarfyrirtæki og erlend og afla þeim styrkja í Evrópu en líka í Bandaríkjunum og Bretlandi, en Anna Margrét ræddi starfsemi fyrirtækisins og hvernig nýsköpun geti stuðlað að því að efla hagkerfið í þeirri kreppu sem nú stendur yfir, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Á þeim þremur árum sem við höfum unnið saman, fjórum tæplega, þá hafa komið um það bil 23 milljónir evra inn í íslenska nýsköpun úr evrópskum styrkjum. Þetta eru um fjórir milljarðar íslenskra króna,“ sagði Anna en fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fyrirtækið Inspiralia. Vakti hún til að mynda athygli á sérstakri áherslu Evrópusambandsins á grænum lausnum, en til stendur að kalla eftir umsóknum í gríðarstóran pott til að styrkja fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun í grænum lausnum. „Það verður settur einn milljarða evra bara í þennann pott sem verður auglýstur með „deadline“ í janúar. Það eru 160 milljarðar íslenskra króna. Íslensk fyrirtæki með góðar grænar lausnir eiga fullt erindi þangað inn og íslenskar opinberar stofnanir sem eru að þróa grænar lausnir, hugsanlega með íslenskum fyrirtækjum,“ sagði Anna Margrét. „Þetta er eitt dæmi um þá fjármuni sem eru í boði og við höfum aðgang að. Í Bretlandi er það svipuð upphæð. Nú þegar Bretar gengu úr Evrópusambandi ákvaðu þeir að setja aukið fjármagn í sína sjóði, sína nýsköpunarsjóði. Þetta er um 800 milljón sterlingspund sem á að setja í þann sjóð núna. Íslensk fyrirtæki með útibú í Bretlandi geta sótt um,“ sagði Anna Margrét og bætti við að lítið mál væri að opna útibú í Bretlandi til þess að einblína á vöruþróun. Benti hún á að fyrirtæki á borð við Keresis, Orf Líftækni, Saga Natura, Curio og Carbon Recyling hafi á undanförnum árum öll notið góðs af styrkjum á borð við þá sem voru til umræðu í þættinum. Um enga platpeninga væri að ræða og það munaði um minna í núverandi árferði. „Þetta er spurning um hvernig forstjórar eða stjórnendur íslenskra fyrirtækja vilja hugsa sig í gegnum þennan skafl sem við erum að fara í gegnum,“ sagði Anna Margrét ennfremur. „Við segjum hikstalaust, skoðið þið þessar leiðir.“ Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris, segir að mikilvægt sé að íslensk fyrirtæki og stofnanir sem stundi nýsköpun átti sig á möguleikunum að sækja um styrki úr nýsköpunarsjóðum frá Evrópusambandinu, en einnig frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir töluverðu sé að slægjast þar á bæ. Evris sérhæfir sig í að tengja saman íslensk nýsköpunarfyrirtæki og erlend og afla þeim styrkja í Evrópu en líka í Bandaríkjunum og Bretlandi, en Anna Margrét ræddi starfsemi fyrirtækisins og hvernig nýsköpun geti stuðlað að því að efla hagkerfið í þeirri kreppu sem nú stendur yfir, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Á þeim þremur árum sem við höfum unnið saman, fjórum tæplega, þá hafa komið um það bil 23 milljónir evra inn í íslenska nýsköpun úr evrópskum styrkjum. Þetta eru um fjórir milljarðar íslenskra króna,“ sagði Anna en fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fyrirtækið Inspiralia. Vakti hún til að mynda athygli á sérstakri áherslu Evrópusambandsins á grænum lausnum, en til stendur að kalla eftir umsóknum í gríðarstóran pott til að styrkja fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun í grænum lausnum. „Það verður settur einn milljarða evra bara í þennann pott sem verður auglýstur með „deadline“ í janúar. Það eru 160 milljarðar íslenskra króna. Íslensk fyrirtæki með góðar grænar lausnir eiga fullt erindi þangað inn og íslenskar opinberar stofnanir sem eru að þróa grænar lausnir, hugsanlega með íslenskum fyrirtækjum,“ sagði Anna Margrét. „Þetta er eitt dæmi um þá fjármuni sem eru í boði og við höfum aðgang að. Í Bretlandi er það svipuð upphæð. Nú þegar Bretar gengu úr Evrópusambandi ákvaðu þeir að setja aukið fjármagn í sína sjóði, sína nýsköpunarsjóði. Þetta er um 800 milljón sterlingspund sem á að setja í þann sjóð núna. Íslensk fyrirtæki með útibú í Bretlandi geta sótt um,“ sagði Anna Margrét og bætti við að lítið mál væri að opna útibú í Bretlandi til þess að einblína á vöruþróun. Benti hún á að fyrirtæki á borð við Keresis, Orf Líftækni, Saga Natura, Curio og Carbon Recyling hafi á undanförnum árum öll notið góðs af styrkjum á borð við þá sem voru til umræðu í þættinum. Um enga platpeninga væri að ræða og það munaði um minna í núverandi árferði. „Þetta er spurning um hvernig forstjórar eða stjórnendur íslenskra fyrirtækja vilja hugsa sig í gegnum þennan skafl sem við erum að fara í gegnum,“ sagði Anna Margrét ennfremur. „Við segjum hikstalaust, skoðið þið þessar leiðir.“
Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira