Sakar ríkislögreglustjóra um að „skipta um hest í miðri á“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2020 14:11 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri hefur afturkallað þá launasamninga sem forveri hennar í starfi gerði við yfirlögregluþjóna- og aðstoðaryfirlögregluþjóna á síðasta ári. Að minnsta kosti einn þeirra ætlar með málið fyrir dómstóla. RÚV greindi fyrst frá. Samkomulagið, sem gert var við tvo yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna, hafði það í för með sér að föst yfirvinna var færð inn í grunnlaun lögregluþjónanna og hækkaði þannig lífeyrisréttindi þeirra. Fjallað hefur verið um það að Sigríður ætli sér að vinda ofan af samningum en í frétt RÚV segir að hún hafi afturkallað samningana, þeir séu ekki í samræmi við lög. Í frétt RÚV segir að með vísan til kjarasamnings og stofnanasamnings verði launasamsetningu og launaröðun breytt, þannig að lífeyrisréttindi starfsmannanna rúmist innan gildandi lagaheimildar, að mati embætti ríkislögreglustjóra. Þetta sé lokaniðurstaða málsins af hálfu embættisins. Telur að verið sé að skipta um hest í miðri á Þeir starfsmenn sem samkomulagið var gert við hafa andmælt áformum um að vinda ofan af því, og málinu virðist ekki vera lokið af þeirra hálfu. Þannig segir Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embættinu og einn af þeim sem umræddir samningar náðu til, í samtali við Vísi að ríkislögreglustjóri hafi tekið umrædda ákvörðun á nýjum forsendum, ekki þeim sem komu fram í lögfræðiáliti sem embættið lét vinna fyrir sig. „Þetta horfir þannig við mér að það var strax í upphafi búið að taka ákvörðun um að gera þetta. Lögfræðiálit sem var notað í upphafi er ríkislögreglustjóri búinn að viðurkenna að standist ekki. Þá er bara fundnar nýjar málsaðstæður til að halda málinu áfram. Það er bara svo einfalt, það er skipt um hest í miðri á,“ segir Óskar. Hann muni fara yfir málið með lögfræðingi Landssambands lögreglumanna eftir helgi með það að markmiði að leita til dómstóla vegna málsins. Óskar á von á því að minnsta kosti einhverjir aðrir af þeim sem samkomulagið náði til fari sömu leið og hann. „Þeim sem ég hef heyrt í þá eru menn ekki sáttir,“ segir Óskar. „Það eru allavega fleiri en ég sem vilja fara með þetta fyrir dómstóla.“ Lögreglan Tengdar fréttir Segir afstöðu ríkislögreglustjóra lið í valdabaráttu innan lögreglunnar Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir að áform Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um, að vinda ofan af launasamningum sem forveri hennar í embætti gerði við fámennan hóp lögreglumanna, snúist ekki bara um fjármuni. 11. júlí 2020 08:12 Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að eftir að umsögn frá Kjara- og mannnauðssýslu ríkisins hafi fengist um kjarasamning sem Haraldur Johannessen gerði við undirmenn sína hafi ekki fengist nánari svör frá ríkislögreglustjóra. 10. júlí 2020 18:57 Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. 10. júlí 2020 12:16 Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri hefur afturkallað þá launasamninga sem forveri hennar í starfi gerði við yfirlögregluþjóna- og aðstoðaryfirlögregluþjóna á síðasta ári. Að minnsta kosti einn þeirra ætlar með málið fyrir dómstóla. RÚV greindi fyrst frá. Samkomulagið, sem gert var við tvo yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna, hafði það í för með sér að föst yfirvinna var færð inn í grunnlaun lögregluþjónanna og hækkaði þannig lífeyrisréttindi þeirra. Fjallað hefur verið um það að Sigríður ætli sér að vinda ofan af samningum en í frétt RÚV segir að hún hafi afturkallað samningana, þeir séu ekki í samræmi við lög. Í frétt RÚV segir að með vísan til kjarasamnings og stofnanasamnings verði launasamsetningu og launaröðun breytt, þannig að lífeyrisréttindi starfsmannanna rúmist innan gildandi lagaheimildar, að mati embætti ríkislögreglustjóra. Þetta sé lokaniðurstaða málsins af hálfu embættisins. Telur að verið sé að skipta um hest í miðri á Þeir starfsmenn sem samkomulagið var gert við hafa andmælt áformum um að vinda ofan af því, og málinu virðist ekki vera lokið af þeirra hálfu. Þannig segir Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embættinu og einn af þeim sem umræddir samningar náðu til, í samtali við Vísi að ríkislögreglustjóri hafi tekið umrædda ákvörðun á nýjum forsendum, ekki þeim sem komu fram í lögfræðiáliti sem embættið lét vinna fyrir sig. „Þetta horfir þannig við mér að það var strax í upphafi búið að taka ákvörðun um að gera þetta. Lögfræðiálit sem var notað í upphafi er ríkislögreglustjóri búinn að viðurkenna að standist ekki. Þá er bara fundnar nýjar málsaðstæður til að halda málinu áfram. Það er bara svo einfalt, það er skipt um hest í miðri á,“ segir Óskar. Hann muni fara yfir málið með lögfræðingi Landssambands lögreglumanna eftir helgi með það að markmiði að leita til dómstóla vegna málsins. Óskar á von á því að minnsta kosti einhverjir aðrir af þeim sem samkomulagið náði til fari sömu leið og hann. „Þeim sem ég hef heyrt í þá eru menn ekki sáttir,“ segir Óskar. „Það eru allavega fleiri en ég sem vilja fara með þetta fyrir dómstóla.“
Lögreglan Tengdar fréttir Segir afstöðu ríkislögreglustjóra lið í valdabaráttu innan lögreglunnar Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir að áform Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um, að vinda ofan af launasamningum sem forveri hennar í embætti gerði við fámennan hóp lögreglumanna, snúist ekki bara um fjármuni. 11. júlí 2020 08:12 Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að eftir að umsögn frá Kjara- og mannnauðssýslu ríkisins hafi fengist um kjarasamning sem Haraldur Johannessen gerði við undirmenn sína hafi ekki fengist nánari svör frá ríkislögreglustjóra. 10. júlí 2020 18:57 Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. 10. júlí 2020 12:16 Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Segir afstöðu ríkislögreglustjóra lið í valdabaráttu innan lögreglunnar Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir að áform Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um, að vinda ofan af launasamningum sem forveri hennar í embætti gerði við fámennan hóp lögreglumanna, snúist ekki bara um fjármuni. 11. júlí 2020 08:12
Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að eftir að umsögn frá Kjara- og mannnauðssýslu ríkisins hafi fengist um kjarasamning sem Haraldur Johannessen gerði við undirmenn sína hafi ekki fengist nánari svör frá ríkislögreglustjóra. 10. júlí 2020 18:57
Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. 10. júlí 2020 12:16
Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40