Jafn miklum krafti verði eytt í geðheilbrigðismál og að berjast við veiruna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 14:30 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Vísir Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar leggur til að jafn miklum krafti verði eytt í að rannsaka orsakaþætti geðheilbrigðis og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar eins og að berjast við veiruna. Fréttastofa greindi frá því á dögunum að fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári sé farinn að nálgast það sem oft sést á heilu ári. Heimildir fréttastofu herma að sjálfsvíg séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segist meðvitaður um stöðuna. Grímur Atlason.Geðhjálp „Við erum meðvituð um það og höfum heyrt af því að þetta gæti verið hærri tala en oft áður. Einangrun og lokanir og efnahagslegar áhyggjur hafa vissulega haft áhrif á geðheilsu fólks. Deildir eru lokaðar, úrræði eru færri og lokuð jafnvel og sjálfshjálparhópar eins og AA hafa verið með skerta starfsemi og ekki geta tekið við fólki vegna fjöldtakmarkana,“ segir Grímur. Hann vill að horft sé á orsakaþætti geðheilbrigðis í þessu samhengi, hvernig almennt sé hægt að bæta geðheilsu. Þá hefur Grímur áhyggjur af því að nú séu sveitarfélögin að gera fjárhagsáætlanir með miklum niðurskurði. „Þá mun líklega vera skert þjónusta en frekar og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Grímur. Ættum að vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar Garðar Sölvi Helgason, maður sem geðklofa sem er fastagestur á VIN dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann hefði gríðarlegar áhyggjur af félögum sínum sem einnig sækja Vin. Vegna skertrar þjónustu hafi fólk einangrast sem geti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. „Garðar er svo sannarlega ekki einn með þessar áhyggjur,“ segir Grímur. „Við erum í lok ágúst og það eru nokkrir mánuðir eftir af árinu. Tölfræðilega er þetta ekki uppbyggilegt að heyra töluna því þá má búast við því að fleiri bætist við,“ segir Grímur. Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. „Á tveimur áratugum eru þetta kannski þúsund manns (sem falla fyrir eigin hendi). Afhverju notum við ekki jafn mikinn kraft í að rannsaka og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar og fara í orsakaþættina og skoða þá. Við gætum gert það til dæmis með því að setja jafn mikið púður í þetta eins og að berjast við veiruna því þetta er svo sannarlega mikil veira,“ segir Grímur Atlason. Geðheilbrigði Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar leggur til að jafn miklum krafti verði eytt í að rannsaka orsakaþætti geðheilbrigðis og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar eins og að berjast við veiruna. Fréttastofa greindi frá því á dögunum að fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári sé farinn að nálgast það sem oft sést á heilu ári. Heimildir fréttastofu herma að sjálfsvíg séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segist meðvitaður um stöðuna. Grímur Atlason.Geðhjálp „Við erum meðvituð um það og höfum heyrt af því að þetta gæti verið hærri tala en oft áður. Einangrun og lokanir og efnahagslegar áhyggjur hafa vissulega haft áhrif á geðheilsu fólks. Deildir eru lokaðar, úrræði eru færri og lokuð jafnvel og sjálfshjálparhópar eins og AA hafa verið með skerta starfsemi og ekki geta tekið við fólki vegna fjöldtakmarkana,“ segir Grímur. Hann vill að horft sé á orsakaþætti geðheilbrigðis í þessu samhengi, hvernig almennt sé hægt að bæta geðheilsu. Þá hefur Grímur áhyggjur af því að nú séu sveitarfélögin að gera fjárhagsáætlanir með miklum niðurskurði. „Þá mun líklega vera skert þjónusta en frekar og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Grímur. Ættum að vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar Garðar Sölvi Helgason, maður sem geðklofa sem er fastagestur á VIN dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann hefði gríðarlegar áhyggjur af félögum sínum sem einnig sækja Vin. Vegna skertrar þjónustu hafi fólk einangrast sem geti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. „Garðar er svo sannarlega ekki einn með þessar áhyggjur,“ segir Grímur. „Við erum í lok ágúst og það eru nokkrir mánuðir eftir af árinu. Tölfræðilega er þetta ekki uppbyggilegt að heyra töluna því þá má búast við því að fleiri bætist við,“ segir Grímur. Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. „Á tveimur áratugum eru þetta kannski þúsund manns (sem falla fyrir eigin hendi). Afhverju notum við ekki jafn mikinn kraft í að rannsaka og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar og fara í orsakaþættina og skoða þá. Við gætum gert það til dæmis með því að setja jafn mikið púður í þetta eins og að berjast við veiruna því þetta er svo sannarlega mikil veira,“ segir Grímur Atlason.
Geðheilbrigði Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira