Eykt með lægsta tilboð í uppsteypu nýs þjóðarsjúkrahúss Sylvía Hall skrifar 28. ágúst 2020 13:54 Stefnt er að því að uppsteypun hefjist í nóvember. Aðsend Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, en verkið var boðið út fyrr á þessu ári. Alls höfðu fimm fyrirtæki verið metin hæf til að bjóða í framkvæmdina en fjögur tilboð bárust. Stefnt er að því að spítalinn verði tekinn í notkun árið 2026. Fyrirtækin sem höfðu verið metin hæf voru Eykt, Íslenskir aðalverktakar, Ístak, Rizzandi De Eccher/Þingvangur og ÞG verktakar. ÞG verktakar skiluðu ekki inn tilboði. Kostnaðaráætlun verksins var metin rúmlega 10,5 milljarðar en lægsta tilboðið hljóðaði upp á 8.687.513.317 krónur, sem nemur um 82,67 prósentum af áætluðum kostnaði. Næst lægsta tilboðið kom frá Rizzani De Eccher/Þingvangi og hljóðaði það upp á 8,7 milljarða. Eitt tilboð var yfir kostnaðaráætlun frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboð bárust frá eftirtöldum fyrirtækjum: Eykt 8.687.513.317 kr. (82,67%) Íslenskir aðalverktakar 12.391.331.160 kr. (117,92%) Ístak 10.372.866.483 kr. (98,71%) Rizzani De Eccher S.P.A. og Þingvangur. 8.728.083.840 kr. (83,06%) Áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Aðsend 70 þúsund fermetrar Stefnt er að því að uppsteypun hefjist á þessu ári en haft er eftir Gunnari Svavarssyni framkvæmdastjóra NLSH ofh. í tilkynningu að þetta sé stærsti áfangi verkefnisins til þessa. Jarðvegsframkvæmdir hafi gengið vel en nú hefjist nýr kafli. „Áætlanir okkar eru þær að uppsteypan geti hafist þegar í nóvember þegar búið verður að ganga frá samningum um framkvæmdina. Framkvæmdatími verksins er um þrjú ár. Þessu verki hefur fylgt jákvæður hugur og við vonumst eftir þvi að þessi stóra framkvæmd muni ganga vel og stefnt er að að nýr spítali verði tekinn í notkun 2026,“ segir Gunnar, en áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Meðferðarkjarninn mun vera stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en þar mun þungamiðja starfsemi Landspítalans verða. Kröfurnar sem gerðar hafa verið um aðbúnað í meðferðarkjarnanum séu sambærilegar þeim sem gerðar eru í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Starfsmenn Landspítalans koma að hönnunarferli hússins en aðalhönnuðir eru Corpus hópurinn. Tvö opin útboð eru nú í auglýsingu hjá Ríkiskaupum og eru bæði vegna vinnubúðasvæðisins. Annað snýst um jarðvinnu og veitnagerð á svæðinu og hitt um vinnubúðirnar sjálfar og kaup á gámum. Tilboðsfrestur er til 3. september næstkomandi. Skipulag Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, en verkið var boðið út fyrr á þessu ári. Alls höfðu fimm fyrirtæki verið metin hæf til að bjóða í framkvæmdina en fjögur tilboð bárust. Stefnt er að því að spítalinn verði tekinn í notkun árið 2026. Fyrirtækin sem höfðu verið metin hæf voru Eykt, Íslenskir aðalverktakar, Ístak, Rizzandi De Eccher/Þingvangur og ÞG verktakar. ÞG verktakar skiluðu ekki inn tilboði. Kostnaðaráætlun verksins var metin rúmlega 10,5 milljarðar en lægsta tilboðið hljóðaði upp á 8.687.513.317 krónur, sem nemur um 82,67 prósentum af áætluðum kostnaði. Næst lægsta tilboðið kom frá Rizzani De Eccher/Þingvangi og hljóðaði það upp á 8,7 milljarða. Eitt tilboð var yfir kostnaðaráætlun frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboð bárust frá eftirtöldum fyrirtækjum: Eykt 8.687.513.317 kr. (82,67%) Íslenskir aðalverktakar 12.391.331.160 kr. (117,92%) Ístak 10.372.866.483 kr. (98,71%) Rizzani De Eccher S.P.A. og Þingvangur. 8.728.083.840 kr. (83,06%) Áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Aðsend 70 þúsund fermetrar Stefnt er að því að uppsteypun hefjist á þessu ári en haft er eftir Gunnari Svavarssyni framkvæmdastjóra NLSH ofh. í tilkynningu að þetta sé stærsti áfangi verkefnisins til þessa. Jarðvegsframkvæmdir hafi gengið vel en nú hefjist nýr kafli. „Áætlanir okkar eru þær að uppsteypan geti hafist þegar í nóvember þegar búið verður að ganga frá samningum um framkvæmdina. Framkvæmdatími verksins er um þrjú ár. Þessu verki hefur fylgt jákvæður hugur og við vonumst eftir þvi að þessi stóra framkvæmd muni ganga vel og stefnt er að að nýr spítali verði tekinn í notkun 2026,“ segir Gunnar, en áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Meðferðarkjarninn mun vera stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en þar mun þungamiðja starfsemi Landspítalans verða. Kröfurnar sem gerðar hafa verið um aðbúnað í meðferðarkjarnanum séu sambærilegar þeim sem gerðar eru í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Starfsmenn Landspítalans koma að hönnunarferli hússins en aðalhönnuðir eru Corpus hópurinn. Tvö opin útboð eru nú í auglýsingu hjá Ríkiskaupum og eru bæði vegna vinnubúðasvæðisins. Annað snýst um jarðvinnu og veitnagerð á svæðinu og hitt um vinnubúðirnar sjálfar og kaup á gámum. Tilboðsfrestur er til 3. september næstkomandi.
Skipulag Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira