Guardiola vissi hvað Messi ætlaði að gera löngu á undan Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 10:30 Pep Guardiola og Lionel Messi áttu frábæra tíma saman hjká Barcelona áður en Guardiola hætti óvænt með liðið. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Lionel Messi kom forráðamönnum Barcelona mjög ávart á þriðjudaginn með því segjast vera á förum frá félaginu. Gamli þjálfarinn hans vissi hins vegar alveg hvað var í gangi. Lionel Messi hringdi í Pep Guardiola í síðustu viku til að segja honum að hann væri á förum frá Barcelona. The Times slær þessu upp í dag. Messi heyrði hljóðið í Guardiola eftir að Barcelona liðið var nýbúið að tapa 8-2 á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Messi var greinilega búinn að fá nóg af ástandinu í félaginu þar sem hann hefur spilað allan sinn feril. Lionel Messi reportedly tipped off Pep Guardiola ahead of his transfer request.Gossip: https://t.co/AlfKcb71c0 pic.twitter.com/TWwPK1mG62— BBC Sport (@BBCSport) August 28, 2020 Þetta símtal sýnir líka það að Pep Guardiola vissi hvað Messi ætlaði að gera löngu á undan Barcelona og um leið gat hann fengið sína menn hjá Manchester City til að byrja undirbúa jarðveginn fyrir mögulega komu Messi. Manchester City hefur fylgst lengi með þróun mála hjá Messi og Barcelona. Argentínumaðurinn hefur líka verið orðaður við City síðan að Pep Guardiola tók við. Það þurfti aftur á móti eitthvað mikið að gerast í sambandi Lionel Messi og yfirmanna Barcelona til að argentínski snillingurinn færi að horfa í kringum sig. Lionel Messi called Pep Guardiola last week to tell him he was going to leave Barcelona before formally informing the Catalan club. Manchester City plan talks next week with the player s advisers | @martynziegler and @polballus #MCFC https://t.co/iIas7JKypf— Times Sport (@TimesSport) August 28, 2020 Þetta símtal Guardiola og Messi sannar líka hversu gott sambandið er á milli þeirra fyrst að Messi treysti honum fyrir þessu löngu áður en það varð opinbert. Guardiola á að hafa sagt við Messi í þessum sögulega símtali að hann ætlaði að láta eigendur Manchester City vita af því að hann vildi frá Messi til Manchester City. Manchester City mun líklega bjóða Barcelona stóra peningaupphæð og leikmenn að auki en Börsungar eru enn að átta sig á þróun mála. Messi á bara eftir eitt ár af samningi sínum við félagið og því gæti þetta mál endað fyrir dómstólum. Líklegra er þó að Barcelona, sem er að fara í uppbyggingu, sjái ljósið og reyni að fá eitthvað fyrir Messi og með því að hjálpa til við að laga upp á samband sitt við leikmanninn. Lionel Messi er og verður besti leikmaðurinn í sögu Barcelona og félagið þarf á honum að halda i framtíðinni þó að hann reimi ekki á sig takkaskóna. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Lionel Messi kom forráðamönnum Barcelona mjög ávart á þriðjudaginn með því segjast vera á förum frá félaginu. Gamli þjálfarinn hans vissi hins vegar alveg hvað var í gangi. Lionel Messi hringdi í Pep Guardiola í síðustu viku til að segja honum að hann væri á förum frá Barcelona. The Times slær þessu upp í dag. Messi heyrði hljóðið í Guardiola eftir að Barcelona liðið var nýbúið að tapa 8-2 á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Messi var greinilega búinn að fá nóg af ástandinu í félaginu þar sem hann hefur spilað allan sinn feril. Lionel Messi reportedly tipped off Pep Guardiola ahead of his transfer request.Gossip: https://t.co/AlfKcb71c0 pic.twitter.com/TWwPK1mG62— BBC Sport (@BBCSport) August 28, 2020 Þetta símtal sýnir líka það að Pep Guardiola vissi hvað Messi ætlaði að gera löngu á undan Barcelona og um leið gat hann fengið sína menn hjá Manchester City til að byrja undirbúa jarðveginn fyrir mögulega komu Messi. Manchester City hefur fylgst lengi með þróun mála hjá Messi og Barcelona. Argentínumaðurinn hefur líka verið orðaður við City síðan að Pep Guardiola tók við. Það þurfti aftur á móti eitthvað mikið að gerast í sambandi Lionel Messi og yfirmanna Barcelona til að argentínski snillingurinn færi að horfa í kringum sig. Lionel Messi called Pep Guardiola last week to tell him he was going to leave Barcelona before formally informing the Catalan club. Manchester City plan talks next week with the player s advisers | @martynziegler and @polballus #MCFC https://t.co/iIas7JKypf— Times Sport (@TimesSport) August 28, 2020 Þetta símtal Guardiola og Messi sannar líka hversu gott sambandið er á milli þeirra fyrst að Messi treysti honum fyrir þessu löngu áður en það varð opinbert. Guardiola á að hafa sagt við Messi í þessum sögulega símtali að hann ætlaði að láta eigendur Manchester City vita af því að hann vildi frá Messi til Manchester City. Manchester City mun líklega bjóða Barcelona stóra peningaupphæð og leikmenn að auki en Börsungar eru enn að átta sig á þróun mála. Messi á bara eftir eitt ár af samningi sínum við félagið og því gæti þetta mál endað fyrir dómstólum. Líklegra er þó að Barcelona, sem er að fara í uppbyggingu, sjái ljósið og reyni að fá eitthvað fyrir Messi og með því að hjálpa til við að laga upp á samband sitt við leikmanninn. Lionel Messi er og verður besti leikmaðurinn í sögu Barcelona og félagið þarf á honum að halda i framtíðinni þó að hann reimi ekki á sig takkaskóna.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira