Íslandsmetaárið mikla hjá Hilmari og Vigdísi varð enn glæsilegra í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 15:30 Vigdís Jónsdóttir og Hilmar Örn Jónsson hafa sett samtals átta Íslandsmet í sleggjukasti á árinu 2020. Mynd/FRÍ FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir héldu áfram að bæta Íslandsmet sín í gær. Þau Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir settu þá bæði Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika. Saman hafa þau núna sett saman átta Íslandsmet í sinni grein á árinu 2020. Hilmar Örn Jónsson kastaði 75,90 sentimetra í sínu öðru kasti á Origo móti FH og bætti fimm daga gamalt Íslandsmet sitt um átta sentimetra. Í sínu fimmta kasti flaug sleggjan svo 77,10 metra sem er tíundi besti árangurinn í heiminum í ár en það þýddi um leið að hann bætti glænýtt Íslandsmet sitt um meira en einn metra. Hilmar er þar með farinn að nálgast Ólympíulágmarkið sem er 77,50 metrar. Íslandsmet hans í byrjun þessa árs var 75,26 metrar en er nú næstum því tveimur metrum lengra. 1,84 metra bæting á einu sumri í þremur Íslandsmetum. FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir bættu bæði eigin Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika í dag. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Fimmtudagur, 27. ágúst 2020 Tímabilið til þess að ná lágmarki opnar 1. desember á þessu ári og er opið til 29. júní 2021 en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins. Aðeins er gert ráð fyrir því að þeir allra bestu komist inn á lágmarki og svo er fyllt upp í 32 keppendur út frá stöðu á heimslista. Hilmar Örn sló Íslandsmetið í sleggjukasti í fyrsta sinn 27. apríl 2019 þegar hann tók metið af Bergi Inga Péturssyni sem hafði átt það í næstum því fjórtán ár. Vigdís Jónsdóttir kastaði lengst 63,44 metra sem er 74 sentimetrum lengra en fyrra Íslandsmet hennar. Vigdís var að bæta met sitt í fimmta sinn í sumar og fjórtánda skiptið frá upphafi. Íslandsmetið í sleggjukasti í byrjun ársins var kast Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur upp á 62,16 metra. Elísabet Rut hafði tekið metið af Vigdísi í fyrr en Vigdís mætti til leiks í ár staðráðin í að ná metinu aftur. Það gerði hún og gott betur en með Íslandsmetum hefur hún lengt Íslandsmetið um 1,28 metra á árinu sem er mikil bæting. Vigdís Jónsdóttir eignaðist Íslandsmetið í sleggjukasti fyrst árið 2014 og átti það til 2019 þegar Elísabet Rut bætti það. Frjálsar íþróttir Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira
FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir héldu áfram að bæta Íslandsmet sín í gær. Þau Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir settu þá bæði Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika. Saman hafa þau núna sett saman átta Íslandsmet í sinni grein á árinu 2020. Hilmar Örn Jónsson kastaði 75,90 sentimetra í sínu öðru kasti á Origo móti FH og bætti fimm daga gamalt Íslandsmet sitt um átta sentimetra. Í sínu fimmta kasti flaug sleggjan svo 77,10 metra sem er tíundi besti árangurinn í heiminum í ár en það þýddi um leið að hann bætti glænýtt Íslandsmet sitt um meira en einn metra. Hilmar er þar með farinn að nálgast Ólympíulágmarkið sem er 77,50 metrar. Íslandsmet hans í byrjun þessa árs var 75,26 metrar en er nú næstum því tveimur metrum lengra. 1,84 metra bæting á einu sumri í þremur Íslandsmetum. FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir bættu bæði eigin Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika í dag. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Fimmtudagur, 27. ágúst 2020 Tímabilið til þess að ná lágmarki opnar 1. desember á þessu ári og er opið til 29. júní 2021 en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins. Aðeins er gert ráð fyrir því að þeir allra bestu komist inn á lágmarki og svo er fyllt upp í 32 keppendur út frá stöðu á heimslista. Hilmar Örn sló Íslandsmetið í sleggjukasti í fyrsta sinn 27. apríl 2019 þegar hann tók metið af Bergi Inga Péturssyni sem hafði átt það í næstum því fjórtán ár. Vigdís Jónsdóttir kastaði lengst 63,44 metra sem er 74 sentimetrum lengra en fyrra Íslandsmet hennar. Vigdís var að bæta met sitt í fimmta sinn í sumar og fjórtánda skiptið frá upphafi. Íslandsmetið í sleggjukasti í byrjun ársins var kast Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur upp á 62,16 metra. Elísabet Rut hafði tekið metið af Vigdísi í fyrr en Vigdís mætti til leiks í ár staðráðin í að ná metinu aftur. Það gerði hún og gott betur en með Íslandsmetum hefur hún lengt Íslandsmetið um 1,28 metra á árinu sem er mikil bæting. Vigdís Jónsdóttir eignaðist Íslandsmetið í sleggjukasti fyrst árið 2014 og átti það til 2019 þegar Elísabet Rut bætti það.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira