Um 75% allrar mjólkur á Íslandi kemur frá kúm í lausagöngufjósum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2020 13:45 Meira en 75% allrar mjólkur á Íslandi kemur frá kúm í lausagöngufjósum. Básafjósum fækkað um 49% á síðastliðnum áratug. Landssamband kúabænda Í fyrsta skipti eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi en mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forystuna. Ekkert annað land í heiminum hafi jafn hátt hlutfall mjaltaþjónafjósa af heildarfjölda fjósa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þróun fjósgerða og mjaltatækni sem Landssamband kúabænda gaf út í vikunni. Allt frá árinu 2003 hefur Landssamband kúabænda staðið fyrir því að taka saman upplýsingar um fjósgerðir á Íslandi og þróun þeirra ásamt ýmsum öðrum gagnlegum upplýsingum. Þetta hefur verið gert u.þ.b. annað hvert ár og nú liggur fyrir níunda skýrslan og tekur hún til árabilsins 2017-2019. Upplýsingar þar eru athyglisverðar en helstu tíðindin eru þau að í fyrsta skipti þá eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi því mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forustuna í þessum efnum. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. „Við sáum það fyrir tveimur árum að þá tóku lausagöngufjósin fram úr básafjósunum og þetta í rauninni gerist núna í framhaldinu. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart en þetta er að gerast nokkuð hratt og núna er það þannig að tæplega þrír fjórðu hlutar allra kúa á landinu eru í lausagöngufjósum en fyrir fjórum árum síðan var þetta hlutfall bara 60 prósent þannig að þetta gerist hratt.” Margrét segir engan vafa á því að kúnum líði mjög vel í lausagöngufjósum enda oftast rúmt á þeim og þær geta farið í mjaltaþjóninn allan sólarhringinn. “Þær allavega mjólka meira en það er margt sem spilar inn í varðandi líðanina, þeim getur liðið einstaklega vel í básafjósum líka. Lausagöngufjósin, sem eru með mjaltaþjónunum eru náttúrulega þess eðlis að starfsumhverfi bænda og kúnna er ólíkt. Þær fara þá bara sjálfar í mjaltaþjóninn og láta mjólka sig á þeirra tíma. Það eru ekki þessar morgun og kvöldmjaltir eins og við þekkjum”. Margrét Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.Landssamband kúabændaMargrét segir að kúabændum sé alltaf að fækka og fækka á Íslandi eins og í öðrum löndum í kringum okkur. “Já, kúabændum er að fækka. Ef við lítum til síðustu tveggja ára þá var fækkunin 5,4%. Núna eru fjósin sem eru í notkun 542 og fækkunin hér á Íslandi er keimlík því sem við erum að sjá annars staðar í Evrópu.” Í lokin má til gamans geta að kúabændur hafa nú efnt til skemmtilegs verkefnis á samfélagsmiðlum þar sem bændur eru að deilda myndum úr sveitinni hjá sér og af mjólk og mjólkurframleiðslu í tengslum við alþjóðlega mjólkurdaginn, sem verður 1. júní næstkomandi undir myllumerkinu drekkum mjólk. Landbúnaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Í fyrsta skipti eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi en mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forystuna. Ekkert annað land í heiminum hafi jafn hátt hlutfall mjaltaþjónafjósa af heildarfjölda fjósa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þróun fjósgerða og mjaltatækni sem Landssamband kúabænda gaf út í vikunni. Allt frá árinu 2003 hefur Landssamband kúabænda staðið fyrir því að taka saman upplýsingar um fjósgerðir á Íslandi og þróun þeirra ásamt ýmsum öðrum gagnlegum upplýsingum. Þetta hefur verið gert u.þ.b. annað hvert ár og nú liggur fyrir níunda skýrslan og tekur hún til árabilsins 2017-2019. Upplýsingar þar eru athyglisverðar en helstu tíðindin eru þau að í fyrsta skipti þá eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi því mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forustuna í þessum efnum. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. „Við sáum það fyrir tveimur árum að þá tóku lausagöngufjósin fram úr básafjósunum og þetta í rauninni gerist núna í framhaldinu. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart en þetta er að gerast nokkuð hratt og núna er það þannig að tæplega þrír fjórðu hlutar allra kúa á landinu eru í lausagöngufjósum en fyrir fjórum árum síðan var þetta hlutfall bara 60 prósent þannig að þetta gerist hratt.” Margrét segir engan vafa á því að kúnum líði mjög vel í lausagöngufjósum enda oftast rúmt á þeim og þær geta farið í mjaltaþjóninn allan sólarhringinn. “Þær allavega mjólka meira en það er margt sem spilar inn í varðandi líðanina, þeim getur liðið einstaklega vel í básafjósum líka. Lausagöngufjósin, sem eru með mjaltaþjónunum eru náttúrulega þess eðlis að starfsumhverfi bænda og kúnna er ólíkt. Þær fara þá bara sjálfar í mjaltaþjóninn og láta mjólka sig á þeirra tíma. Það eru ekki þessar morgun og kvöldmjaltir eins og við þekkjum”. Margrét Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.Landssamband kúabændaMargrét segir að kúabændum sé alltaf að fækka og fækka á Íslandi eins og í öðrum löndum í kringum okkur. “Já, kúabændum er að fækka. Ef við lítum til síðustu tveggja ára þá var fækkunin 5,4%. Núna eru fjósin sem eru í notkun 542 og fækkunin hér á Íslandi er keimlík því sem við erum að sjá annars staðar í Evrópu.” Í lokin má til gamans geta að kúabændur hafa nú efnt til skemmtilegs verkefnis á samfélagsmiðlum þar sem bændur eru að deilda myndum úr sveitinni hjá sér og af mjólk og mjólkurframleiðslu í tengslum við alþjóðlega mjólkurdaginn, sem verður 1. júní næstkomandi undir myllumerkinu drekkum mjólk.
Landbúnaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira