Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 12:24 Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Fundurinn hófst á munnlegri skýrslu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hún fór yfir þau skref sem hafa verið stigin undanfarna mánuði. Vísir/Vilhelm Baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar er hvergi nærri lokið og líklega stöndum við frammi fyrir dýpstu efnahagslægð í heila öld, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Þing kom saman eftir sumarfrí í morgun, sem hófst með munnlegri skýrslu Katrínar á stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Svokallaður þingstubbur fer fram á Alþingi í dag þar sem Covid-faraldurinn verður hvað fyrirferðamestur en til umræðu verður uppfærð fjármálastefna, ríkisábyrgð vegna Icelandair, tekjutenging atvinnuleysisbóta og framlenging hlutabótaleiðar. Fundurinn hófst á munnlegri skýrslu Katrínar þar sem hún fór yfir þau skref sem hafa verið stigin undanfarna mánuði. „Sú aðgerð og ákvörðun um að halda skólunum opnum var ein mikilvægasta samfélagslega aðgerðin sem stjórnvöld gripu til, til að mæta þessum faraldri,“ sagði Katrín. Þá ræddi hún einnig ferðatakmarkanir og vísaði í nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif á ferðaþjónustuna. „Ég hlýt að segja hér að þær ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna. Þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli þar sem Ísland hefur ýmist verið að færast nær rauðum listum annarra ríkja eða er beinlínis lent þar inni,“ sagði Katrín. Ferðavilji fólks dregist saman Forsætisráðherra sagði staðreyndinna vera þá að 120 milljónir starfa séu í hættu. „Sömuleiðis hefur ferðavilji fólks dregist saman, eðlilega, og þegar við skoðum stöðu ferðaþjónustunnar í heiminum er útlit fyrir að þeim sem ferðist í heiminum ferðist um rúman milljarð á þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna á ferðaþjónustuna. Þar kemur fram að millilandafarþegum hafi fækkað um 56 prósent fyrstu fimm mánuði ársins og í maí hafi fækkunin verið 98 prósent frá sama mánuði í fyrra. Að heildarfækkun verði á árinu 2020 allt að 58-78 prósent sem þýðir fækkun um rúman milljarð farþega. Það eru 120 milljónir starfa í hættu.“ Baráttunni við kórónuveiruna sé hvergi nærri lokið. „Það er ekki ofsögum sagt að við stöndum frammi fyrir líklega dýpstu efnahagslægð í heila öld,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar er hvergi nærri lokið og líklega stöndum við frammi fyrir dýpstu efnahagslægð í heila öld, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Þing kom saman eftir sumarfrí í morgun, sem hófst með munnlegri skýrslu Katrínar á stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Svokallaður þingstubbur fer fram á Alþingi í dag þar sem Covid-faraldurinn verður hvað fyrirferðamestur en til umræðu verður uppfærð fjármálastefna, ríkisábyrgð vegna Icelandair, tekjutenging atvinnuleysisbóta og framlenging hlutabótaleiðar. Fundurinn hófst á munnlegri skýrslu Katrínar þar sem hún fór yfir þau skref sem hafa verið stigin undanfarna mánuði. „Sú aðgerð og ákvörðun um að halda skólunum opnum var ein mikilvægasta samfélagslega aðgerðin sem stjórnvöld gripu til, til að mæta þessum faraldri,“ sagði Katrín. Þá ræddi hún einnig ferðatakmarkanir og vísaði í nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif á ferðaþjónustuna. „Ég hlýt að segja hér að þær ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna. Þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli þar sem Ísland hefur ýmist verið að færast nær rauðum listum annarra ríkja eða er beinlínis lent þar inni,“ sagði Katrín. Ferðavilji fólks dregist saman Forsætisráðherra sagði staðreyndinna vera þá að 120 milljónir starfa séu í hættu. „Sömuleiðis hefur ferðavilji fólks dregist saman, eðlilega, og þegar við skoðum stöðu ferðaþjónustunnar í heiminum er útlit fyrir að þeim sem ferðist í heiminum ferðist um rúman milljarð á þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna á ferðaþjónustuna. Þar kemur fram að millilandafarþegum hafi fækkað um 56 prósent fyrstu fimm mánuði ársins og í maí hafi fækkunin verið 98 prósent frá sama mánuði í fyrra. Að heildarfækkun verði á árinu 2020 allt að 58-78 prósent sem þýðir fækkun um rúman milljarð farþega. Það eru 120 milljónir starfa í hættu.“ Baráttunni við kórónuveiruna sé hvergi nærri lokið. „Það er ekki ofsögum sagt að við stöndum frammi fyrir líklega dýpstu efnahagslægð í heila öld,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira