Lára gengin á land í Louisiana Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2020 07:31 Skemmtigarður við ströndina í Galveston í Texas í gærkvöldi. Getty Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. Lára er nú flokkuð sem fjórða stigs fellibylur og er talið að hún gæti valdið gríðarlegri eyðileggingu þar sem vindhraðinn hefur nú náð allt að 67 metrum á sekúndu. Haldi fellibylurinn þessum styrk gæti þetta verið einn öflugasti fellibylurinn til að skella á suðurströnd Bandaríkjanna. Um hálf milljón manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í hluta Texas og Louisiana. BBC segir frá því að Lára hafi gengið á land skömmu eftir miðnætti að staðartíma, um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma, nærri Cameron í Louisiana. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur varað íbúa við því að vera á svæðinu og biðlað til fólks að grípa til aðgerða nú til að hægt sé að koma í veg fyrir manntjón. Er því sagt að halda kyrru fyrir í herberjum fjarri gluggum. „Farið undir borð eða önnur sterkbyggð húsgögn. Notið dýnur, teppi eða kodda til að verja höfuð ykkar og líkama.“ Nærri 200 þúsund heimili í Louisiana eru nú án rafmagns, en í Texas eru þau um 45 þúsund. Fellibylurinn Lára, auk annars sem nefndur hefur verið Marco, hefur nú þegar valdið miklum usla í Karíbahafi og er tala látinna þar nú 24. Lára hefur sótt í sig veðrið síðustu daga og efldist á tímabili um nærri 70 prósent á innan við sólarhring. Bandaríkin Tengdar fréttir Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. 26. ágúst 2020 23:24 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. Lára er nú flokkuð sem fjórða stigs fellibylur og er talið að hún gæti valdið gríðarlegri eyðileggingu þar sem vindhraðinn hefur nú náð allt að 67 metrum á sekúndu. Haldi fellibylurinn þessum styrk gæti þetta verið einn öflugasti fellibylurinn til að skella á suðurströnd Bandaríkjanna. Um hálf milljón manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í hluta Texas og Louisiana. BBC segir frá því að Lára hafi gengið á land skömmu eftir miðnætti að staðartíma, um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma, nærri Cameron í Louisiana. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur varað íbúa við því að vera á svæðinu og biðlað til fólks að grípa til aðgerða nú til að hægt sé að koma í veg fyrir manntjón. Er því sagt að halda kyrru fyrir í herberjum fjarri gluggum. „Farið undir borð eða önnur sterkbyggð húsgögn. Notið dýnur, teppi eða kodda til að verja höfuð ykkar og líkama.“ Nærri 200 þúsund heimili í Louisiana eru nú án rafmagns, en í Texas eru þau um 45 þúsund. Fellibylurinn Lára, auk annars sem nefndur hefur verið Marco, hefur nú þegar valdið miklum usla í Karíbahafi og er tala látinna þar nú 24. Lára hefur sótt í sig veðrið síðustu daga og efldist á tímabili um nærri 70 prósent á innan við sólarhring.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. 26. ágúst 2020 23:24 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. 26. ágúst 2020 23:24