Dr. Maggi er enn að teikna byggingar 83 ára gamall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. maí 2020 19:15 Framkvæmdir eru hafnar við nýja viðbyggingu Grunnskólans í Hveragerði sem verður um 700 fermetrar á tveimur hæðum. Það eru engir nýgræðingar sem teikna og hanna bygginguna, annar þeirra er 83 ára og hinn er 74 ára. Fyrsta skóflustungan af nýju viðbygginguna var tekin nýlega þar sem passað var upp á allir héldu fjarlægðarmörkum á meðan athöfnin fór fram með stunguskóflunum. Nýja viðbyggingin verður byggð norðan við núverandi skólabyggingu. „Þetta breytir heilmiklu, við erum að fá sex kennslustofur og fjölnota rými á milli þeirra sem að eftir að nýtast í öllu starfi í skólanum. Þetta er bara mjög spennandi fyrir starfsfólk og nemendur skólans,“ segir Sævar Þór Helgason skólastjóri Grunnskóla Hveragerðis Um 400 nemendur eru í skólanum og 70 starfsmenn. Reik verk ehf. átti lægsta tilboðið í bygginguna eða tæplega 400 milljónir króna. Verklok eru áætluð í júlí á næsta ári. Hönnunarteymi byggingarinnar, þeir dr. Maggi Jónsson, sem er 83 ára gamall og Ríkharður Kristjánsson, sem er 74 ára kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að spennandi verkefnum, enda báðir í fullu fjöri og á besta aldri eins og þeir segja sjálfir. „Þetta er bara áfangi, síðan eru tveir, þrír áfangar eftir en þegar þeim er lokið þá erum við komin með mjög heildstæða byggingu, sem að vonandi hentar vel“, segir dr. Maggi. Nokkrir einstaklingar í Hveragerði voru fengnir til að taka fyrstu skóflustunguna af nýju viðbyggingunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dr. Maggi segir alltaf gaman að vinna að skemmtilegum verkefnum. "Já, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, maður sér enga ástæðu til að hætta á meðan maður hefur gaman af þessu og hefur heilsu til.“ „Þetta verður bara mjög flott viðbygging, flottasti arkitekt landsins og ég að stýra þessu, það getur ekki verið annað en gott. Við vorum alveg sammála um hönnun nýju viðbyggingarinnar enda erum við erum búnir að vera sammála í fimmtíu ár held ég,“ segir Ríkharður Kristjánsson, 74 ára hönnunarstjóri byggingarinnar. Nýja viðbyggingin, sem verður um 700 fermetrar að stærð og kostar tæpar 400 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hveragerði Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við nýja viðbyggingu Grunnskólans í Hveragerði sem verður um 700 fermetrar á tveimur hæðum. Það eru engir nýgræðingar sem teikna og hanna bygginguna, annar þeirra er 83 ára og hinn er 74 ára. Fyrsta skóflustungan af nýju viðbygginguna var tekin nýlega þar sem passað var upp á allir héldu fjarlægðarmörkum á meðan athöfnin fór fram með stunguskóflunum. Nýja viðbyggingin verður byggð norðan við núverandi skólabyggingu. „Þetta breytir heilmiklu, við erum að fá sex kennslustofur og fjölnota rými á milli þeirra sem að eftir að nýtast í öllu starfi í skólanum. Þetta er bara mjög spennandi fyrir starfsfólk og nemendur skólans,“ segir Sævar Þór Helgason skólastjóri Grunnskóla Hveragerðis Um 400 nemendur eru í skólanum og 70 starfsmenn. Reik verk ehf. átti lægsta tilboðið í bygginguna eða tæplega 400 milljónir króna. Verklok eru áætluð í júlí á næsta ári. Hönnunarteymi byggingarinnar, þeir dr. Maggi Jónsson, sem er 83 ára gamall og Ríkharður Kristjánsson, sem er 74 ára kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að spennandi verkefnum, enda báðir í fullu fjöri og á besta aldri eins og þeir segja sjálfir. „Þetta er bara áfangi, síðan eru tveir, þrír áfangar eftir en þegar þeim er lokið þá erum við komin með mjög heildstæða byggingu, sem að vonandi hentar vel“, segir dr. Maggi. Nokkrir einstaklingar í Hveragerði voru fengnir til að taka fyrstu skóflustunguna af nýju viðbyggingunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dr. Maggi segir alltaf gaman að vinna að skemmtilegum verkefnum. "Já, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, maður sér enga ástæðu til að hætta á meðan maður hefur gaman af þessu og hefur heilsu til.“ „Þetta verður bara mjög flott viðbygging, flottasti arkitekt landsins og ég að stýra þessu, það getur ekki verið annað en gott. Við vorum alveg sammála um hönnun nýju viðbyggingarinnar enda erum við erum búnir að vera sammála í fimmtíu ár held ég,“ segir Ríkharður Kristjánsson, 74 ára hönnunarstjóri byggingarinnar. Nýja viðbyggingin, sem verður um 700 fermetrar að stærð og kostar tæpar 400 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Hveragerði Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira