Segir fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta búnaðinum til þess að þóknast Trump Andri Eysteinsson skrifar 26. ágúst 2020 17:26 Heiðar Guðjónsson. „Það væri fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta og ódýrasta búnaðinum til þess eins að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar í uppgjöri fyrirtækisins fyrir fyrri árshelming. Heiðar segir að enn sé beðið eftir athugasemdum frá eftirlitsaðilum vegna samstarfs allra þriggja símafyrirtækjanna varðandi sameiginlega uppbyggingu 5G kerfis hér á landi. Tekjur Sýnar á öðrum ársfjórðungi námu 5.352 milljónum króna og er það aukning um 329 milljónir frá sama tímabili í fyrra. Tap á öðrum fjórðungi nam 60 milljónum króna samanborið við 215 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra en sé litið til árshelminga sést að talsverð sveifla hefur orðið. „Tap á fyrri árshelmingi ársins nam 410 milljónum króna samanborið við 455 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Inni í hagnaði fyrri árshelmings ársins 2019 var söluhagnaður að fjárhæð 817 milljónir króna vegna sölu á færeyska dótturfélaginu Hey,“ segir í tilkynningu. „Fyrri árshelmingur sýnir batnandi rekstur. Handbært fé frá rekstri eykst umtalsvert og frjálst sjóðsstreymi batnar stórlega,“ segir Heiðar en handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1.753 milljónir króna samanborið við 1.219 milljónir í fyrra og er aukning um 44%. Þá segir forstjórinn að reksturinn hefði orðið arðsamur ef ekki væri fyrir COVID-19 en til að mynda komu auglýsingatekjur ekki inn af fullu af tveimur stærstu efnisréttunum, EM í fótbolta og Meistaradeildinni, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Heiðar segir þá að þolinmóðir hluthafar Sýnar fari loks að fá þolinmæði sína verðlaunaða en ætlun hans sé að skila fjármagni til hluthafa á næstu misserum. Vísir er í eigu Sýnar Fjölmiðlar Markaðir Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
„Það væri fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta og ódýrasta búnaðinum til þess eins að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar í uppgjöri fyrirtækisins fyrir fyrri árshelming. Heiðar segir að enn sé beðið eftir athugasemdum frá eftirlitsaðilum vegna samstarfs allra þriggja símafyrirtækjanna varðandi sameiginlega uppbyggingu 5G kerfis hér á landi. Tekjur Sýnar á öðrum ársfjórðungi námu 5.352 milljónum króna og er það aukning um 329 milljónir frá sama tímabili í fyrra. Tap á öðrum fjórðungi nam 60 milljónum króna samanborið við 215 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra en sé litið til árshelminga sést að talsverð sveifla hefur orðið. „Tap á fyrri árshelmingi ársins nam 410 milljónum króna samanborið við 455 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Inni í hagnaði fyrri árshelmings ársins 2019 var söluhagnaður að fjárhæð 817 milljónir króna vegna sölu á færeyska dótturfélaginu Hey,“ segir í tilkynningu. „Fyrri árshelmingur sýnir batnandi rekstur. Handbært fé frá rekstri eykst umtalsvert og frjálst sjóðsstreymi batnar stórlega,“ segir Heiðar en handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1.753 milljónir króna samanborið við 1.219 milljónir í fyrra og er aukning um 44%. Þá segir forstjórinn að reksturinn hefði orðið arðsamur ef ekki væri fyrir COVID-19 en til að mynda komu auglýsingatekjur ekki inn af fullu af tveimur stærstu efnisréttunum, EM í fótbolta og Meistaradeildinni, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Heiðar segir þá að þolinmóðir hluthafar Sýnar fari loks að fá þolinmæði sína verðlaunaða en ætlun hans sé að skila fjármagni til hluthafa á næstu misserum. Vísir er í eigu Sýnar
Fjölmiðlar Markaðir Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira