Meirihluti barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 13:30 Ein af hverjum þremur stúlkum og einn af hverjum fimm drengjum verða fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur hér á landi. Skjáskot Landssöfnun Barnaheilla fer fram um land allt dagana 24. ágúst til 6. September. Er þetta í fyrsta sinn sem söfnunin er á vegum Barnaheilla, en samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019. Blátt áfram voru með þessa söfnun í 10 ár og er þetta því ellefta árið sem ljósin eru seld fyrir þetta málefni. Eins og kom fram á Vísi í dag ber söfnunin í ár heitið Hjálpumst að við að vernda börn og rennur allur ágóði af sölunni í forvarnafræðslu Verndara barna. „Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. Samkvæmt því verða 1 af hverjum 3 stúlkum og 1 af hverjum 5 drengjum fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Um 90 % barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann. Það getur t.d. verið fjölskyldumeðlimur, vinur, nágranni eða kunningjar,“ segir í tilkynningu um herferðina. Barnahjálp herferðin Hjálpumst að við að vernda börnin, fór af stað í dag. Ljós eru seld til styrktar verkefninu.Getty/Carol Yepes Í kjölfar Covid-19 eru sterkar vísbendingar um að fjölmörg börn muni glíma við afleiðingar faraldursins. Fjöldi tilkynninga vegna heimilisofbeldis og annars ofbeldis hefur marktækt aukist undanfarna mánuði. Í maí 2020 bárust tilkynningar um alls 999 börn en á tímabilinu janúar 2019 - febrúar 2020 voru mest tilkynningar um 874 börn og minnst 622 börn á einum mánuði. „Sýnt hefur verið fram á að börn sem verða fyrir ofbeldi upplifa mikla vanlíðan, eru líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða, geta haft lélega sjálfsmynd og verið með sjálfsvígshugsanir. Á fullorðinsárum koma fram ýmis líkamleg, geðræn og félagsleg vandamál. Með fræðslu til fullorðinna um fyrirbyggjandi leiðir og rétt viðbrögð við einkennum um vanlíðan barna, getum við náð snemma til þessara barna og stuðlað að betri lífsgæðum. Með kaupum á ljósinu hjálpumst við að við að vernda börn.“ Myndband fyrir herferðina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Landssöfnun Barnaheilla fer fram um land allt dagana 24. ágúst til 6. September. Er þetta í fyrsta sinn sem söfnunin er á vegum Barnaheilla, en samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019. Blátt áfram voru með þessa söfnun í 10 ár og er þetta því ellefta árið sem ljósin eru seld fyrir þetta málefni. Eins og kom fram á Vísi í dag ber söfnunin í ár heitið Hjálpumst að við að vernda börn og rennur allur ágóði af sölunni í forvarnafræðslu Verndara barna. „Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. Samkvæmt því verða 1 af hverjum 3 stúlkum og 1 af hverjum 5 drengjum fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Um 90 % barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann. Það getur t.d. verið fjölskyldumeðlimur, vinur, nágranni eða kunningjar,“ segir í tilkynningu um herferðina. Barnahjálp herferðin Hjálpumst að við að vernda börnin, fór af stað í dag. Ljós eru seld til styrktar verkefninu.Getty/Carol Yepes Í kjölfar Covid-19 eru sterkar vísbendingar um að fjölmörg börn muni glíma við afleiðingar faraldursins. Fjöldi tilkynninga vegna heimilisofbeldis og annars ofbeldis hefur marktækt aukist undanfarna mánuði. Í maí 2020 bárust tilkynningar um alls 999 börn en á tímabilinu janúar 2019 - febrúar 2020 voru mest tilkynningar um 874 börn og minnst 622 börn á einum mánuði. „Sýnt hefur verið fram á að börn sem verða fyrir ofbeldi upplifa mikla vanlíðan, eru líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða, geta haft lélega sjálfsmynd og verið með sjálfsvígshugsanir. Á fullorðinsárum koma fram ýmis líkamleg, geðræn og félagsleg vandamál. Með fræðslu til fullorðinna um fyrirbyggjandi leiðir og rétt viðbrögð við einkennum um vanlíðan barna, getum við náð snemma til þessara barna og stuðlað að betri lífsgæðum. Með kaupum á ljósinu hjálpumst við að við að vernda börn.“ Myndband fyrir herferðina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. 24. ágúst 2020 09:00