Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2020 11:00 FDA hefur veitt heimild til notkunar meðferðarinnar á allra veikustu Covid-sjúklingum. Myndin er úr safni. Joe Raedle/Getty Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt Bandaríkjamenn sem fengið hafa kórónuveiruna sem veldur Covid-19 til þess að gefa blóð. FDA hefur þá gefið út að fyrstu prófanir á meðferðinni bendi til þess að hún sé örugg. Þó þurfi að rannsaka hana til hlítar til þess að sannreyna áhrif og skilvirkni hennar. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa sérfræðingar dregið í efa skilvirkni þeirra prófana sem þegar hafa farið fram á meðferðinni. Á fréttamannafundi í gær kvaðst Donald Trump ánægður að geta tilkynnt um að meðferðin yrði tekin í notkun. „Ég er hæstánægður að geta fært ykkur þessa sögulegu tilkynningu í baráttunni okkar [Bandaríkjamanna] við Kínaveiruna,“ sagði Trump og bætti við að hann teldi að meðferðin kæmi til með að bjarga óteljandi mannslífum. Trump kvað meðferðina þá afar áhrifaríka og hvatti Bandaríkjamenn sem hafa náð sér af Covid-19 og myndað mótefni til þess að gefa blóðvökva. Trump hefur síðan faraldurinn byrjaði ítrekað kallað kórónuveiruna „Kínaveiruna“ með vísan til þess að faraldurinn átti upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Jabin Botsford/The Washington Post via Getty Hafa prófað meðferðina á 20.000 manns Eins og áður sagði hefur FDA veitt heimild fyrir því að blóðvökvameðferð sé beitt þegar sjúklingar eru mikið veikir og þungt haldnir af völdum Covid-19. Stofnunin hefur ekki viljað gefa grænt ljós á það að meðferðinni sé beitt almennt, þar sem frekari prófana sé þörf áður en slíkt verður heimilað. Prófanir hafa hins vegar leitt í ljós að meðferðin geti dregið úr dánartíðni Covid-sjúklinga og bætt heilsu þeirra, sé henni beitt innan þriggja daga eftir spítalainnlögn. Stofnunin kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að öruggt ætti að vera að beita meðferðinni eftir að hún var prófuð á um 20.000 manns. Þá er fólk undir áttræðu sem ekki þurfti að fara í öndunarvél sagt hafa brugðist hvað best við meðferðinni. Lífslíkur sjúklinga úr þeim hópi voru þannig 35 prósent betri þegar meðferðinni var beitt, miðað við sama hóp þegar blóðvökvi sem var ekki jafn ríkur af mótefni við kórónuveirunni var notaður. Meðal þeirra sem efast hafa um skilvirkni þeirra prófana sem FDA hefur framkvæmt er Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Yfir 176.000 manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru örðu ríki heims. Þá hafa hátt í 5,7 milljónir greinst með kórónuveiruna í landinu, sem einnig er meira en í nokkru öðru ríki. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Sjá meira
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt Bandaríkjamenn sem fengið hafa kórónuveiruna sem veldur Covid-19 til þess að gefa blóð. FDA hefur þá gefið út að fyrstu prófanir á meðferðinni bendi til þess að hún sé örugg. Þó þurfi að rannsaka hana til hlítar til þess að sannreyna áhrif og skilvirkni hennar. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa sérfræðingar dregið í efa skilvirkni þeirra prófana sem þegar hafa farið fram á meðferðinni. Á fréttamannafundi í gær kvaðst Donald Trump ánægður að geta tilkynnt um að meðferðin yrði tekin í notkun. „Ég er hæstánægður að geta fært ykkur þessa sögulegu tilkynningu í baráttunni okkar [Bandaríkjamanna] við Kínaveiruna,“ sagði Trump og bætti við að hann teldi að meðferðin kæmi til með að bjarga óteljandi mannslífum. Trump kvað meðferðina þá afar áhrifaríka og hvatti Bandaríkjamenn sem hafa náð sér af Covid-19 og myndað mótefni til þess að gefa blóðvökva. Trump hefur síðan faraldurinn byrjaði ítrekað kallað kórónuveiruna „Kínaveiruna“ með vísan til þess að faraldurinn átti upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Jabin Botsford/The Washington Post via Getty Hafa prófað meðferðina á 20.000 manns Eins og áður sagði hefur FDA veitt heimild fyrir því að blóðvökvameðferð sé beitt þegar sjúklingar eru mikið veikir og þungt haldnir af völdum Covid-19. Stofnunin hefur ekki viljað gefa grænt ljós á það að meðferðinni sé beitt almennt, þar sem frekari prófana sé þörf áður en slíkt verður heimilað. Prófanir hafa hins vegar leitt í ljós að meðferðin geti dregið úr dánartíðni Covid-sjúklinga og bætt heilsu þeirra, sé henni beitt innan þriggja daga eftir spítalainnlögn. Stofnunin kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að öruggt ætti að vera að beita meðferðinni eftir að hún var prófuð á um 20.000 manns. Þá er fólk undir áttræðu sem ekki þurfti að fara í öndunarvél sagt hafa brugðist hvað best við meðferðinni. Lífslíkur sjúklinga úr þeim hópi voru þannig 35 prósent betri þegar meðferðinni var beitt, miðað við sama hóp þegar blóðvökvi sem var ekki jafn ríkur af mótefni við kórónuveirunni var notaður. Meðal þeirra sem efast hafa um skilvirkni þeirra prófana sem FDA hefur framkvæmt er Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Yfir 176.000 manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru örðu ríki heims. Þá hafa hátt í 5,7 milljónir greinst með kórónuveiruna í landinu, sem einnig er meira en í nokkru öðru ríki.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent