Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. ágúst 2020 12:59 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Friðrik Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þá hefur skólasetningu í Hvassaleitisskóla verið frestað til 2. september og til 7 september í álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Starfsmaðurinn flakkaði á milli og Hvassaleitisskóla og greindist með kórónuveiruna í gær. Sóttvarnalæknir tók ákvörðun um að loka skólunum að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en til stóð að setja skólahald á morgun, mánudag. Frístund verður opin „Allir starfsmenn eru í raun komnir í sóttkví og þess vegna erum við að fresta skólasetningunni um nokkra daga til þess að tryggja að smit hafi ekki verið útbreitt í skólanum. Þetta er auðvitað bara öryggisráðstöfun, starfsfólkið hélt fjarlægðarmörkum en þetta er gert til að tryggja að í þessu umhverfi sé ekkert frekara smit,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Starfsmaðurinn var nýbyrjaður í starfinu og var kynntur fyrir öðru starfsfólki í liðinni viku. „Það er í raun í þeirri kynningu sem að menn vilja taka allan vafa og tryggja að það verði ekki frekara smit,“ segir Helgi. Hann segir að frístundin verði opin í skólunum og verið sé að reyna að finna lausn til að hafa hana lengur opna. „Þetta varðar ekki starfsfólk frístundaheimilanna þannig að þau verða með óskerta starfsemi og við erum að skoða möguleika á að auka við þarna. En það á bara eftir að koma í ljós og við munum upplýsa foreldra um það strax eftir helgi,“ segir Helgi. „Eðlilega urðu menn fyrir vonbrigðum, eðlilega og kennararnir voru ekki einu sinni búnir að hitta nýja nemendur. Nýja nemendur sem voru að byrja í fyrsta bekk í skólunum, þetta er mjög leiðinlegt fyrir þá og eðlilega gera foreldrar ráð fyrir að rútína sé að hrökkva í gang og hafa gert sín plön miðað við það,“ segir Helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þá hefur skólasetningu í Hvassaleitisskóla verið frestað til 2. september og til 7 september í álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Starfsmaðurinn flakkaði á milli og Hvassaleitisskóla og greindist með kórónuveiruna í gær. Sóttvarnalæknir tók ákvörðun um að loka skólunum að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en til stóð að setja skólahald á morgun, mánudag. Frístund verður opin „Allir starfsmenn eru í raun komnir í sóttkví og þess vegna erum við að fresta skólasetningunni um nokkra daga til þess að tryggja að smit hafi ekki verið útbreitt í skólanum. Þetta er auðvitað bara öryggisráðstöfun, starfsfólkið hélt fjarlægðarmörkum en þetta er gert til að tryggja að í þessu umhverfi sé ekkert frekara smit,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Starfsmaðurinn var nýbyrjaður í starfinu og var kynntur fyrir öðru starfsfólki í liðinni viku. „Það er í raun í þeirri kynningu sem að menn vilja taka allan vafa og tryggja að það verði ekki frekara smit,“ segir Helgi. Hann segir að frístundin verði opin í skólunum og verið sé að reyna að finna lausn til að hafa hana lengur opna. „Þetta varðar ekki starfsfólk frístundaheimilanna þannig að þau verða með óskerta starfsemi og við erum að skoða möguleika á að auka við þarna. En það á bara eftir að koma í ljós og við munum upplýsa foreldra um það strax eftir helgi,“ segir Helgi. „Eðlilega urðu menn fyrir vonbrigðum, eðlilega og kennararnir voru ekki einu sinni búnir að hitta nýja nemendur. Nýja nemendur sem voru að byrja í fyrsta bekk í skólunum, þetta er mjög leiðinlegt fyrir þá og eðlilega gera foreldrar ráð fyrir að rútína sé að hrökkva í gang og hafa gert sín plön miðað við það,“ segir Helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira