Lennon fyrstur upp í 80 mörk | Nær hann að ógna markametinu? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 11:00 Steven Lennon skoraði einnig í fyrri leik FH og HK í sumar. Vísir/Daniel Thor Í gær mættust FH og HK í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Leikið var í Kaplakrika í Hafnafirði og höfðu heimamenn betur 4-0. Skoski framherjinn Steven Lennon gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Er hann þar með fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora meira en 80 mörk í efstu deild. Fyrsta mark Lennon í gær þýddi að hann var kominn með 80 mörk í efstu deild á Íslandi. Hann bætti svo við tveimur mörkum undir lokin sem þýðir að hann er með 82 mörk eins og staðan er í dag. Í spilaranum má svo sjá öll mörk FH í leik gærdagsins. Lennon er eins og gott rauðvín sem verður bara betri með aldrinum. Hann er kominn með 11 mörk í 11 leikjum í sumar og hver veit nema markametið sjálft – sem stendur enn í 19 mörkum – sé í hættu. Eiður Smári Guðjohnsen, annar þjálfara FH, sagði eftir leikinn gegn HK að hann myndi ekki skipta á skoska framherjanum fyrir neinn leikmann deildarinnar. Lennon er nú kominn í 10. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi en hann er sem stendur jafn Arnari Gunnlaugssyni með 82 mörk. Þar fyrir ofan koma Björgólfur Takefusa með 83 mörk og Hörður Magnússon með 87 mörk. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins tók saman og birti einnig fimmtán markahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Það er ljóst að litlar líkur eru á að hinn 32 ára gamli Steven Lennon nái Tryggva Guðmyndssyni sem trónir á toppi listans með 131 mark. Annar framherji sem gerði gott mót með FH-ingum er Atli Viðar Björnsson, hann er í 3. sæti með 113 mörk. Mögulega, ef Lennon heldur áfram á sömu braut, gæti hann ógnað sæti Atla Viðars yfir markahæstu menn Íslandssögunnar í efstu deild. Steven Lennon í leik með Fram.Vísir/Daníel Lennon hefur þó ekki alltaf leikið með FH en hann gekk í raðir Fram árið 2011. FH-ingar þakka eflaust Safarmýrarfélaginu fyrir að fá þennan gullmola hingað til lands á sínum tíma en þeir hafa svo sannarlega notiðs góðs af kröftum Lennon undanfarin sex ár. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Í gær mættust FH og HK í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Leikið var í Kaplakrika í Hafnafirði og höfðu heimamenn betur 4-0. Skoski framherjinn Steven Lennon gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Er hann þar með fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora meira en 80 mörk í efstu deild. Fyrsta mark Lennon í gær þýddi að hann var kominn með 80 mörk í efstu deild á Íslandi. Hann bætti svo við tveimur mörkum undir lokin sem þýðir að hann er með 82 mörk eins og staðan er í dag. Í spilaranum má svo sjá öll mörk FH í leik gærdagsins. Lennon er eins og gott rauðvín sem verður bara betri með aldrinum. Hann er kominn með 11 mörk í 11 leikjum í sumar og hver veit nema markametið sjálft – sem stendur enn í 19 mörkum – sé í hættu. Eiður Smári Guðjohnsen, annar þjálfara FH, sagði eftir leikinn gegn HK að hann myndi ekki skipta á skoska framherjanum fyrir neinn leikmann deildarinnar. Lennon er nú kominn í 10. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi en hann er sem stendur jafn Arnari Gunnlaugssyni með 82 mörk. Þar fyrir ofan koma Björgólfur Takefusa með 83 mörk og Hörður Magnússon með 87 mörk. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins tók saman og birti einnig fimmtán markahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Það er ljóst að litlar líkur eru á að hinn 32 ára gamli Steven Lennon nái Tryggva Guðmyndssyni sem trónir á toppi listans með 131 mark. Annar framherji sem gerði gott mót með FH-ingum er Atli Viðar Björnsson, hann er í 3. sæti með 113 mörk. Mögulega, ef Lennon heldur áfram á sömu braut, gæti hann ógnað sæti Atla Viðars yfir markahæstu menn Íslandssögunnar í efstu deild. Steven Lennon í leik með Fram.Vísir/Daníel Lennon hefur þó ekki alltaf leikið með FH en hann gekk í raðir Fram árið 2011. FH-ingar þakka eflaust Safarmýrarfélaginu fyrir að fá þennan gullmola hingað til lands á sínum tíma en þeir hafa svo sannarlega notiðs góðs af kröftum Lennon undanfarin sex ár.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira