Með listum skal land byggja Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2020 13:03 Sjaldan hefur mannkynið verið meðvitaðra um lýðheilsu eins og þessi misserin. Daglega fáum við áminningu um hvernig við gætum að sóttvörnum, enda berjumst við saman við heimsfaraldur. Líkamleg heilsa er hins vegar ekki það eina sem þarf að huga að. Andlegi þátturinn sem því miður gleymist oft er ekki síður mikilvægur. Eitt af því sem lyftir andanum og hjálpar okkur að takast á við amstur daglegs lífs eru menning og listir. Íslendingar eru menningarþjóð. Það vekur heimsathygli hversu marga rithöfunda, myndlistarmenn og tónlistarmenn svona fámenn þjóð hefur alið. Í vor, þegar heimsfaraldur skall á okkur eins og flóðbylgja og samfélagið var sett á pásu var það ekki síst framlag okkar frábæra listafólks sem hjálpaði þjóðinni að þrauka. Atvinnuleikhúsin í höfuðborginni voru með beinar útsendingar nánast daglega, hinir ýmsu tónlistarmenn hleyptu okkur heim í stofu og sjálfstætt starfandi listamenn hinna ýmsu greina létu ljós sitt skína svo fátt eitt sé nefnt. Margir hafa beðið í eftirvæntingu síðan snemma í vor eftir að komast aftur í leikhús og á tónleika. Í venjulegu árferði hefðu frumsýningar í leikhúsi átt að hefjast í vikunni sem leið. Því miður hefur þurft að herða sóttvarnarreglur og gerir það starfsemi sviðslistafólks erfiða og í sumum tilvikum ómögulega. Það er óvíst hversu lengi við munum þurfa að setja okkur skorður í daglegu lífi til að ráða niðurlögum þessarar veiru. Faraldurinn er í hröðum uppgangi í löndum sem við viljum bera okkur saman við og ljóst að enn er nokkuð í land og lítið má út af bera. Þessi faraldur hefur að auki ollið verstu efnahagskreppu sem sést hefur í heila öld. Það er einmitt á þeim stundum sem menning og listir eru mikilvægastar. Þær eru eitt mikilvægasta tækið til að næra andann og skapa verðmæti sem ekki verða metin til fjár. Ákall sviðslistafólks um að fá að halda starfsemi sinni gangandi er því afar skiljanlegt. Ómögulegt er að opna og loka leikhúsum og tónleikastöðum í gríð og erg næstu ár og ljóst er að finna þarf lausnir. Við þurfum að styðja við sjálfstætt starfandi listamenn og búa þarf til hvata til nýsköpunar í menningarmiðlun. Við getum þetta með skapandi hugsun Þessa dagana flykkist fólk á rafrænar listaopnanir, margir borga sig inn á streymisviðburði og kvikmyndaiðnaðurinn hefur blessunarlega náð að halda velli hér á landi. Á tímum þar sem línuleg dagskrá er á undanhaldi skapast þó oft stemning í kringum menningarviðburði og menningarefni sem sýnt er í sjónvarpi. Gott dæmi er sjónvarpsserían Ófærð sem hristi þjóðina svo vel saman að fjölmiðlar gerðu sér mat úr samfélagsmiðlaumræðum um þættina í hverri viku. En það er ekki hægt að streyma allri menningu og ljóst er að okkar góða listafólki er mikið verk fyrir höndum til að takast á við breytta tíma. Þar tel ég mikilvægt að hið opinbera hjálpi til á einhverjum grundvelli. Það mikilvægasta er að grasrót lista fái súrefni til þess að dafna – því án grasrótarinnar visnar það sem ofan á hana er byggt. Þar skiptir mestu að byrjað sé á því að hlusta. Því var sérstaklega ánægjulegt að á samráðsfundi undir forystu heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma voru fulltrúar leikhúsa, sjálfstætt starfandi tónlistarmanna og sviðslistamanna meðal þátttakenda. Borgarleikhússtjóri sagði í viðtali í vikunni að leikhúsið hafi lifað af margar kreppur og alltaf stigið upp aftur. Leikhúsið hefur einnig lyft mannsandanum í gegnum hinar ýmsu kreppur og hjálpað fólki að stíga upp aftur. Verkefnið næstu misseri er að finna út hvernig hinar sterku listastofnanir geta best hjálpað til við að skapa tækifæri fyrir listamenn. Það er verkefni sem kallar á samvinnu margra aðila. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Menning Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Sjaldan hefur mannkynið verið meðvitaðra um lýðheilsu eins og þessi misserin. Daglega fáum við áminningu um hvernig við gætum að sóttvörnum, enda berjumst við saman við heimsfaraldur. Líkamleg heilsa er hins vegar ekki það eina sem þarf að huga að. Andlegi þátturinn sem því miður gleymist oft er ekki síður mikilvægur. Eitt af því sem lyftir andanum og hjálpar okkur að takast á við amstur daglegs lífs eru menning og listir. Íslendingar eru menningarþjóð. Það vekur heimsathygli hversu marga rithöfunda, myndlistarmenn og tónlistarmenn svona fámenn þjóð hefur alið. Í vor, þegar heimsfaraldur skall á okkur eins og flóðbylgja og samfélagið var sett á pásu var það ekki síst framlag okkar frábæra listafólks sem hjálpaði þjóðinni að þrauka. Atvinnuleikhúsin í höfuðborginni voru með beinar útsendingar nánast daglega, hinir ýmsu tónlistarmenn hleyptu okkur heim í stofu og sjálfstætt starfandi listamenn hinna ýmsu greina létu ljós sitt skína svo fátt eitt sé nefnt. Margir hafa beðið í eftirvæntingu síðan snemma í vor eftir að komast aftur í leikhús og á tónleika. Í venjulegu árferði hefðu frumsýningar í leikhúsi átt að hefjast í vikunni sem leið. Því miður hefur þurft að herða sóttvarnarreglur og gerir það starfsemi sviðslistafólks erfiða og í sumum tilvikum ómögulega. Það er óvíst hversu lengi við munum þurfa að setja okkur skorður í daglegu lífi til að ráða niðurlögum þessarar veiru. Faraldurinn er í hröðum uppgangi í löndum sem við viljum bera okkur saman við og ljóst að enn er nokkuð í land og lítið má út af bera. Þessi faraldur hefur að auki ollið verstu efnahagskreppu sem sést hefur í heila öld. Það er einmitt á þeim stundum sem menning og listir eru mikilvægastar. Þær eru eitt mikilvægasta tækið til að næra andann og skapa verðmæti sem ekki verða metin til fjár. Ákall sviðslistafólks um að fá að halda starfsemi sinni gangandi er því afar skiljanlegt. Ómögulegt er að opna og loka leikhúsum og tónleikastöðum í gríð og erg næstu ár og ljóst er að finna þarf lausnir. Við þurfum að styðja við sjálfstætt starfandi listamenn og búa þarf til hvata til nýsköpunar í menningarmiðlun. Við getum þetta með skapandi hugsun Þessa dagana flykkist fólk á rafrænar listaopnanir, margir borga sig inn á streymisviðburði og kvikmyndaiðnaðurinn hefur blessunarlega náð að halda velli hér á landi. Á tímum þar sem línuleg dagskrá er á undanhaldi skapast þó oft stemning í kringum menningarviðburði og menningarefni sem sýnt er í sjónvarpi. Gott dæmi er sjónvarpsserían Ófærð sem hristi þjóðina svo vel saman að fjölmiðlar gerðu sér mat úr samfélagsmiðlaumræðum um þættina í hverri viku. En það er ekki hægt að streyma allri menningu og ljóst er að okkar góða listafólki er mikið verk fyrir höndum til að takast á við breytta tíma. Þar tel ég mikilvægt að hið opinbera hjálpi til á einhverjum grundvelli. Það mikilvægasta er að grasrót lista fái súrefni til þess að dafna – því án grasrótarinnar visnar það sem ofan á hana er byggt. Þar skiptir mestu að byrjað sé á því að hlusta. Því var sérstaklega ánægjulegt að á samráðsfundi undir forystu heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma voru fulltrúar leikhúsa, sjálfstætt starfandi tónlistarmanna og sviðslistamanna meðal þátttakenda. Borgarleikhússtjóri sagði í viðtali í vikunni að leikhúsið hafi lifað af margar kreppur og alltaf stigið upp aftur. Leikhúsið hefur einnig lyft mannsandanum í gegnum hinar ýmsu kreppur og hjálpað fólki að stíga upp aftur. Verkefnið næstu misseri er að finna út hvernig hinar sterku listastofnanir geta best hjálpað til við að skapa tækifæri fyrir listamenn. Það er verkefni sem kallar á samvinnu margra aðila. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun