Vandræði Víkinga halda áfram | Fyrirliðinn sendur í ótímabundið leyfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2020 10:30 Emir Dokara er enn leikmaður Víkinga en hann er þó kominn í ótímabundið leyfi. Vísir/Daníel Sumarið 2020 virðist ætla að verða algjört martraðarsumar fyrir knattspyrnulið Víkings Ólafsvíkur. Jón Pál Pálmasyni var sagt upp störfum fyrr í sumar og tók Guðjón Þórðarson við liðinu út sumarið. Gengið hefur verið skelfilegt síðan Guðjón tók við og er liðið í 10. sæti Lengjudeildarinnar. Jón Páll hefur segir Víkinga hafa vegið að starfsheiðri sínum og telur uppsögnina ólögmæta. Þá þurfti liðið að fara í sóttkví á dögunum. Síðan Guðjón tók við stjórnartaumum Víkings hefur liðið unnið einn leik og tapað þremur. Markatalan er átta í mínus, 5-13, í fjórum leikjum. Í gærkvöld birti Emir Dokara – fyrirliði liðsins – pistil á stuðningsmannasíðu félagsins [sem hefur nú verið eytt]. Þar sagði Dokara að Guðjón hefði rekið sig frá félaginu án útskýringa. Í kjölfarið birti knattspyrnudeild Víkings Ó. yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem sagt er að Dokara sé enn leikmaður liðsins en hann sé kominn í ótímabundið leyfi. „Stjórn knattspyrndeildar Víkings Ó. hefur í samráði við Emir Dokara, leikmann félagsins, og Guðjón Þórðarson, þjálfara félagsins, ákveðið að Emir Dokara fari í ótímabundið leyfi frá félaginu.Emir er áfram leikmaður félagsins og fréttir sem benda til annars eru ekki réttar. Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Þó færslu Dokara hafi verið eytt skömmu eftir að hún fór í loftið þá náðist nú samt að taka skjáskot af henni. „Langar að tilkynna að ég er ekki lengur leikmaður Víkings þetta tímabil. Í dag var ég rekinn af nýjum þjálfara án þess að vita af hverju,“ segir til að mynda í færslu Dokara. Frábær þjálfaraskipti hjá mínum gömlu félögum í Ólafsvík. pic.twitter.com/UxKU3jEZtl— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 21, 2020 Samkvæmt heimildum Vísis ku hafa verið ósætti meðal þeirra Dokara og Guðjóns nánast frá því sá síðarnefndi tók við. Sauð allt upp úr á æfingu og Guðjón sagði fyrirliðanum að hann væri rekinn frá félaginu. Það er ljóst að Víkingar hafa munað fífil fegurri en þetta sumar virðist vera breytast í algera martröð. Það eina sem virðist ætla að bjarga þeim frá falli er getuleysi Þróttar Reykjavíkur og Magna Grenivíkur. Hinn 34 ára gamli Dokara hefur verið leikmaður Víkings frá árinu 2011. Hefur hann lekið 181 leik fyrir félagið í deild- og bikar. Hefur hann verið fyrirliði liðsins frá árinu 2018. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Mest lesið Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Sumarið 2020 virðist ætla að verða algjört martraðarsumar fyrir knattspyrnulið Víkings Ólafsvíkur. Jón Pál Pálmasyni var sagt upp störfum fyrr í sumar og tók Guðjón Þórðarson við liðinu út sumarið. Gengið hefur verið skelfilegt síðan Guðjón tók við og er liðið í 10. sæti Lengjudeildarinnar. Jón Páll hefur segir Víkinga hafa vegið að starfsheiðri sínum og telur uppsögnina ólögmæta. Þá þurfti liðið að fara í sóttkví á dögunum. Síðan Guðjón tók við stjórnartaumum Víkings hefur liðið unnið einn leik og tapað þremur. Markatalan er átta í mínus, 5-13, í fjórum leikjum. Í gærkvöld birti Emir Dokara – fyrirliði liðsins – pistil á stuðningsmannasíðu félagsins [sem hefur nú verið eytt]. Þar sagði Dokara að Guðjón hefði rekið sig frá félaginu án útskýringa. Í kjölfarið birti knattspyrnudeild Víkings Ó. yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem sagt er að Dokara sé enn leikmaður liðsins en hann sé kominn í ótímabundið leyfi. „Stjórn knattspyrndeildar Víkings Ó. hefur í samráði við Emir Dokara, leikmann félagsins, og Guðjón Þórðarson, þjálfara félagsins, ákveðið að Emir Dokara fari í ótímabundið leyfi frá félaginu.Emir er áfram leikmaður félagsins og fréttir sem benda til annars eru ekki réttar. Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Þó færslu Dokara hafi verið eytt skömmu eftir að hún fór í loftið þá náðist nú samt að taka skjáskot af henni. „Langar að tilkynna að ég er ekki lengur leikmaður Víkings þetta tímabil. Í dag var ég rekinn af nýjum þjálfara án þess að vita af hverju,“ segir til að mynda í færslu Dokara. Frábær þjálfaraskipti hjá mínum gömlu félögum í Ólafsvík. pic.twitter.com/UxKU3jEZtl— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 21, 2020 Samkvæmt heimildum Vísis ku hafa verið ósætti meðal þeirra Dokara og Guðjóns nánast frá því sá síðarnefndi tók við. Sauð allt upp úr á æfingu og Guðjón sagði fyrirliðanum að hann væri rekinn frá félaginu. Það er ljóst að Víkingar hafa munað fífil fegurri en þetta sumar virðist vera breytast í algera martröð. Það eina sem virðist ætla að bjarga þeim frá falli er getuleysi Þróttar Reykjavíkur og Magna Grenivíkur. Hinn 34 ára gamli Dokara hefur verið leikmaður Víkings frá árinu 2011. Hefur hann lekið 181 leik fyrir félagið í deild- og bikar. Hefur hann verið fyrirliði liðsins frá árinu 2018.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Mest lesið Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira