Tengsl Porsche-eigandans við dómstólinn „óheppileg“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 14:09 Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Eiginmaður eigandans er dómari við dómstólinn. vísir/vilhelm Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Lögmaður bílabúðarinnar segir skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum,“ þar að auki sé „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Dómurinn var kveðinn upp 20. júlí en var birtur á dögunum. Niðurstaðan vakti nokkra athygli, ekki síst meðal lögfróðra sem tóku eftir því að eigandi bílsins var Ólöf Finnsdóttir. Hún er framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Þá er eiginmaður Ólafar Helgi Sigurðsson en hann er einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ætla má að það sé ástæðan fyrir því að dómstjóri taldi alla dómara við dómstólinn vanhæfa til að dæma málið þegar stefnan var þingfest. Dómstjóri fól því dómstólasýslunni að finna annan dómara. Kröfðust þess að dómarinn viki Sem fyrr segir hyggst Bílabúð Benna áfrýja dómnum, að sögn Gunnars Inga Jóhannssonar sem varði hagsmuni fyrirtækisins. Aðspurður hvort þessi tengsl Ólafar og Helga við dómstólinn gefi tilefni til að efast um niðurstöðuna segir Gunnar Ingi að málinu sé fyrst og fremst áfrýjað þar sem forsvarsmenn bílabúðarinnar séu ósammála forsendum og niðurstöðu dómsins í öllum atriðum. „Hins vegar er það vissulega óheppilegt að málið hafi verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur, hvar eiginmaður stefnanda er starfandi héraðsdómari og að Dómstólasýslan, sem stefnandi er í fyrirsvari fyrir, hafi valið dómara til að dæma málið,“ segir Gunnar. Þar var um að ræða embættisdómara við Héraðsdóm Reykjaness, en málið var áfram rekið í Reykjavík. Gunnar segir að umbjóðandi sinn hafi krafist þess að fyrrnefndur embættisdómari sem dómstólasýslan valdi til að dæma málið viki sæti, en hann hafi talið rétt að fá aðila utan dómskerfisins til að dæma það. Dómarinn sem var valinn hafi hins vegar hafnað því að víkja. Dómarar leggja mat á eigið hæfi Gunnar segir umbjóðanda hans „vissulega hafa skilning á því að fólk innan dómskerfisins þurfi sjálft að leggja ágreiningsmál sín fyrir dómstóla en telji engu að síður óheppilegt að það skuli ekki gert með tilliti til þeirra tengsla sem aðilar hafa við dómskerfið.“ Þannig séu ákvæði í lögum um meðferð einkamála um hæfi dómara og ekki megi vera til staðar atvik sem séu til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni dómara. Það hafi verið mat forsvarsmanna Bílabúðar Benna að „þegar svona háttar til megi hugsanlega draga í efa óhlutdrægni embættisdómara, en dómarar leggja sjálfir mat á hæfi sitt.“ Gunnar telur þannig líklegt að reglur um hæfi dómara verði áréttaðar við meðferð málsins á áfrýjunarstigi, t.d. að mannréttindadómstóll Evópu hafi gert strangar kröfur hvað þetta varðar. Dómstólar Dómsmál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Lögmaður bílabúðarinnar segir skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum,“ þar að auki sé „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Dómurinn var kveðinn upp 20. júlí en var birtur á dögunum. Niðurstaðan vakti nokkra athygli, ekki síst meðal lögfróðra sem tóku eftir því að eigandi bílsins var Ólöf Finnsdóttir. Hún er framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Þá er eiginmaður Ólafar Helgi Sigurðsson en hann er einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ætla má að það sé ástæðan fyrir því að dómstjóri taldi alla dómara við dómstólinn vanhæfa til að dæma málið þegar stefnan var þingfest. Dómstjóri fól því dómstólasýslunni að finna annan dómara. Kröfðust þess að dómarinn viki Sem fyrr segir hyggst Bílabúð Benna áfrýja dómnum, að sögn Gunnars Inga Jóhannssonar sem varði hagsmuni fyrirtækisins. Aðspurður hvort þessi tengsl Ólafar og Helga við dómstólinn gefi tilefni til að efast um niðurstöðuna segir Gunnar Ingi að málinu sé fyrst og fremst áfrýjað þar sem forsvarsmenn bílabúðarinnar séu ósammála forsendum og niðurstöðu dómsins í öllum atriðum. „Hins vegar er það vissulega óheppilegt að málið hafi verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur, hvar eiginmaður stefnanda er starfandi héraðsdómari og að Dómstólasýslan, sem stefnandi er í fyrirsvari fyrir, hafi valið dómara til að dæma málið,“ segir Gunnar. Þar var um að ræða embættisdómara við Héraðsdóm Reykjaness, en málið var áfram rekið í Reykjavík. Gunnar segir að umbjóðandi sinn hafi krafist þess að fyrrnefndur embættisdómari sem dómstólasýslan valdi til að dæma málið viki sæti, en hann hafi talið rétt að fá aðila utan dómskerfisins til að dæma það. Dómarinn sem var valinn hafi hins vegar hafnað því að víkja. Dómarar leggja mat á eigið hæfi Gunnar segir umbjóðanda hans „vissulega hafa skilning á því að fólk innan dómskerfisins þurfi sjálft að leggja ágreiningsmál sín fyrir dómstóla en telji engu að síður óheppilegt að það skuli ekki gert með tilliti til þeirra tengsla sem aðilar hafa við dómskerfið.“ Þannig séu ákvæði í lögum um meðferð einkamála um hæfi dómara og ekki megi vera til staðar atvik sem séu til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni dómara. Það hafi verið mat forsvarsmanna Bílabúðar Benna að „þegar svona háttar til megi hugsanlega draga í efa óhlutdrægni embættisdómara, en dómarar leggja sjálfir mat á hæfi sitt.“ Gunnar telur þannig líklegt að reglur um hæfi dómara verði áréttaðar við meðferð málsins á áfrýjunarstigi, t.d. að mannréttindadómstóll Evópu hafi gert strangar kröfur hvað þetta varðar.
Dómstólar Dómsmál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira