Tengsl Porsche-eigandans við dómstólinn „óheppileg“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 14:09 Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Eiginmaður eigandans er dómari við dómstólinn. vísir/vilhelm Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Lögmaður bílabúðarinnar segir skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum,“ þar að auki sé „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Dómurinn var kveðinn upp 20. júlí en var birtur á dögunum. Niðurstaðan vakti nokkra athygli, ekki síst meðal lögfróðra sem tóku eftir því að eigandi bílsins var Ólöf Finnsdóttir. Hún er framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Þá er eiginmaður Ólafar Helgi Sigurðsson en hann er einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ætla má að það sé ástæðan fyrir því að dómstjóri taldi alla dómara við dómstólinn vanhæfa til að dæma málið þegar stefnan var þingfest. Dómstjóri fól því dómstólasýslunni að finna annan dómara. Kröfðust þess að dómarinn viki Sem fyrr segir hyggst Bílabúð Benna áfrýja dómnum, að sögn Gunnars Inga Jóhannssonar sem varði hagsmuni fyrirtækisins. Aðspurður hvort þessi tengsl Ólafar og Helga við dómstólinn gefi tilefni til að efast um niðurstöðuna segir Gunnar Ingi að málinu sé fyrst og fremst áfrýjað þar sem forsvarsmenn bílabúðarinnar séu ósammála forsendum og niðurstöðu dómsins í öllum atriðum. „Hins vegar er það vissulega óheppilegt að málið hafi verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur, hvar eiginmaður stefnanda er starfandi héraðsdómari og að Dómstólasýslan, sem stefnandi er í fyrirsvari fyrir, hafi valið dómara til að dæma málið,“ segir Gunnar. Þar var um að ræða embættisdómara við Héraðsdóm Reykjaness, en málið var áfram rekið í Reykjavík. Gunnar segir að umbjóðandi sinn hafi krafist þess að fyrrnefndur embættisdómari sem dómstólasýslan valdi til að dæma málið viki sæti, en hann hafi talið rétt að fá aðila utan dómskerfisins til að dæma það. Dómarinn sem var valinn hafi hins vegar hafnað því að víkja. Dómarar leggja mat á eigið hæfi Gunnar segir umbjóðanda hans „vissulega hafa skilning á því að fólk innan dómskerfisins þurfi sjálft að leggja ágreiningsmál sín fyrir dómstóla en telji engu að síður óheppilegt að það skuli ekki gert með tilliti til þeirra tengsla sem aðilar hafa við dómskerfið.“ Þannig séu ákvæði í lögum um meðferð einkamála um hæfi dómara og ekki megi vera til staðar atvik sem séu til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni dómara. Það hafi verið mat forsvarsmanna Bílabúðar Benna að „þegar svona háttar til megi hugsanlega draga í efa óhlutdrægni embættisdómara, en dómarar leggja sjálfir mat á hæfi sitt.“ Gunnar telur þannig líklegt að reglur um hæfi dómara verði áréttaðar við meðferð málsins á áfrýjunarstigi, t.d. að mannréttindadómstóll Evópu hafi gert strangar kröfur hvað þetta varðar. Dómstólar Dómsmál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Lögmaður bílabúðarinnar segir skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum,“ þar að auki sé „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Dómurinn var kveðinn upp 20. júlí en var birtur á dögunum. Niðurstaðan vakti nokkra athygli, ekki síst meðal lögfróðra sem tóku eftir því að eigandi bílsins var Ólöf Finnsdóttir. Hún er framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Þá er eiginmaður Ólafar Helgi Sigurðsson en hann er einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ætla má að það sé ástæðan fyrir því að dómstjóri taldi alla dómara við dómstólinn vanhæfa til að dæma málið þegar stefnan var þingfest. Dómstjóri fól því dómstólasýslunni að finna annan dómara. Kröfðust þess að dómarinn viki Sem fyrr segir hyggst Bílabúð Benna áfrýja dómnum, að sögn Gunnars Inga Jóhannssonar sem varði hagsmuni fyrirtækisins. Aðspurður hvort þessi tengsl Ólafar og Helga við dómstólinn gefi tilefni til að efast um niðurstöðuna segir Gunnar Ingi að málinu sé fyrst og fremst áfrýjað þar sem forsvarsmenn bílabúðarinnar séu ósammála forsendum og niðurstöðu dómsins í öllum atriðum. „Hins vegar er það vissulega óheppilegt að málið hafi verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur, hvar eiginmaður stefnanda er starfandi héraðsdómari og að Dómstólasýslan, sem stefnandi er í fyrirsvari fyrir, hafi valið dómara til að dæma málið,“ segir Gunnar. Þar var um að ræða embættisdómara við Héraðsdóm Reykjaness, en málið var áfram rekið í Reykjavík. Gunnar segir að umbjóðandi sinn hafi krafist þess að fyrrnefndur embættisdómari sem dómstólasýslan valdi til að dæma málið viki sæti, en hann hafi talið rétt að fá aðila utan dómskerfisins til að dæma það. Dómarinn sem var valinn hafi hins vegar hafnað því að víkja. Dómarar leggja mat á eigið hæfi Gunnar segir umbjóðanda hans „vissulega hafa skilning á því að fólk innan dómskerfisins þurfi sjálft að leggja ágreiningsmál sín fyrir dómstóla en telji engu að síður óheppilegt að það skuli ekki gert með tilliti til þeirra tengsla sem aðilar hafa við dómskerfið.“ Þannig séu ákvæði í lögum um meðferð einkamála um hæfi dómara og ekki megi vera til staðar atvik sem séu til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni dómara. Það hafi verið mat forsvarsmanna Bílabúðar Benna að „þegar svona háttar til megi hugsanlega draga í efa óhlutdrægni embættisdómara, en dómarar leggja sjálfir mat á hæfi sitt.“ Gunnar telur þannig líklegt að reglur um hæfi dómara verði áréttaðar við meðferð málsins á áfrýjunarstigi, t.d. að mannréttindadómstóll Evópu hafi gert strangar kröfur hvað þetta varðar.
Dómstólar Dómsmál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira