KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2020 18:30 Óvíst er hvort Kennie Chopart og samherjar hans í KR fái að fara í svokallaða vinnusóttkví. mynd/celtic FC Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. Það þýðir að þau mega æfa á meðan sóttkvínni stendur en ekki keppa leiki. Þetta staðfesti Víðir Reynisson hjá Almannavörnum í samtali við RÚV í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.Vísir/Vilhelm Karlalið KR er nú í sóttkví eftir að hafa spilað við skoska félagið Celtic í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudagskvöld en leikið var í Glasgow, Skotlandi. KR-ingar lentu heima á Íslandi rétt yfir miðnætti á aðfaranótt miðvikudags en þá voru nýjar reglur varðandi sóttkví eftir komu til landsins komnar í gildi. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi að KR-ingar væru ekki í svokallaðri vinnusóttkví heldur hefðbundinni sóttkví sem þýðir að þeir geti ekki æft né spilað. Það er þó möguleiki á að KR-ingar fái einnig grænt ljós á að fara í vinnusóttkví. KSÍ gaf það út í dag að leik Íslandsmeistaranna gegn Val á laugardaginn hafi verið frestað fram til miðvikudags. Degi eftir að KR-ingar klára sóttkví. Breytingar á leikjum í Pepsi Max deild karla - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/Is0J1B3Mz5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 20, 2020 Þá veit Páll ekki hvort fleiri leikir frestast en tap KR gegn Celtic þýðir að félagið fer nú í Evrópudeildina og gæti því þurft að fara aftur erlendis. Ef það gerist gæti fleiri leikjum liðsins verið frestað en Páll reiknar með því að þeir leikir yrðu leiknir undir lok Íslandsmótsins. Breiðablik hefur þegar lagt fram umsókn vegna ferðar sinnar til Noregs í næstu viku, og ætla má að Víkingur R. hafi eða muni gera það einnig vegna ferðar til Slóveníu. FH leikur á móti liði frá Slóvakíu, Dunajská Streda, í Hafnarfirði í næstu viku og miðað við orð Víðis getur liðið lent á Íslandi degi fyrir leikdag. Þessi niðurstaða gæti sömuleiðis gert Valskonum kleyft að vera gestgjafar í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem áætlað er að verði í október, en Valur hefur sóst eftir því. Aðrar reglur um lið sem koma hingað til lands Víðir var spurður út í hvort sömu reglur væru um lið sem kæmu hingað til lands til að spila við íslensk félagslið eða þá íslenska landsliðið. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli þann 5. september. Raheem Sterling og Harry Kane koma væntanlega með enska landsliðinu til Íslands í byrjun september.VÍSIR/GETTY „Það er annað fyrirkomulag á því. Þau eru að koma inn í þessa svokölluðu búbblu sem sett er upp í sambandi við þessa UEFA-leiki. Þannig að liðin byrja í henni erlendis, fara í sýnatöku erlendis áður en þeir koma hingað og eru í hálfgerðri sóttkví áður en þeir koma til landsins. Þá fara þeir í sýnatöku hjá okkur á landamærunum og mega æfa og spila leikinn innan þess fimm daga ramma ef að þörf krefur á.“ „Eins og í tilviki enska landsliðsins þá munu þeir kannski ekki koma nema degi fyrir leik, mesta lagi tveimur dögum fyrir leik, en vegna þessa kröfu UEFA og umhverfis sem er skapað þar þá samræmist það þeim kröfum sem hafa verið gerðar hér og þar af leiðandi geta þeir spilað leikinn,“ sagði Víðir Reynisson að lokum. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, sagði í viðtali við Fótbolta.net að hann væri ósáttur við það að ekki sætu allir við sama borð. Vitnaði hann þar sérstaklega í að félög erlendis frá geta komið hingað til lands og spilað án þess að fara í sóttkví. Fótbolti Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. Það þýðir að þau mega æfa á meðan sóttkvínni stendur en ekki keppa leiki. Þetta staðfesti Víðir Reynisson hjá Almannavörnum í samtali við RÚV í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.Vísir/Vilhelm Karlalið KR er nú í sóttkví eftir að hafa spilað við skoska félagið Celtic í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudagskvöld en leikið var í Glasgow, Skotlandi. KR-ingar lentu heima á Íslandi rétt yfir miðnætti á aðfaranótt miðvikudags en þá voru nýjar reglur varðandi sóttkví eftir komu til landsins komnar í gildi. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi að KR-ingar væru ekki í svokallaðri vinnusóttkví heldur hefðbundinni sóttkví sem þýðir að þeir geti ekki æft né spilað. Það er þó möguleiki á að KR-ingar fái einnig grænt ljós á að fara í vinnusóttkví. KSÍ gaf það út í dag að leik Íslandsmeistaranna gegn Val á laugardaginn hafi verið frestað fram til miðvikudags. Degi eftir að KR-ingar klára sóttkví. Breytingar á leikjum í Pepsi Max deild karla - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/Is0J1B3Mz5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 20, 2020 Þá veit Páll ekki hvort fleiri leikir frestast en tap KR gegn Celtic þýðir að félagið fer nú í Evrópudeildina og gæti því þurft að fara aftur erlendis. Ef það gerist gæti fleiri leikjum liðsins verið frestað en Páll reiknar með því að þeir leikir yrðu leiknir undir lok Íslandsmótsins. Breiðablik hefur þegar lagt fram umsókn vegna ferðar sinnar til Noregs í næstu viku, og ætla má að Víkingur R. hafi eða muni gera það einnig vegna ferðar til Slóveníu. FH leikur á móti liði frá Slóvakíu, Dunajská Streda, í Hafnarfirði í næstu viku og miðað við orð Víðis getur liðið lent á Íslandi degi fyrir leikdag. Þessi niðurstaða gæti sömuleiðis gert Valskonum kleyft að vera gestgjafar í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem áætlað er að verði í október, en Valur hefur sóst eftir því. Aðrar reglur um lið sem koma hingað til lands Víðir var spurður út í hvort sömu reglur væru um lið sem kæmu hingað til lands til að spila við íslensk félagslið eða þá íslenska landsliðið. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli þann 5. september. Raheem Sterling og Harry Kane koma væntanlega með enska landsliðinu til Íslands í byrjun september.VÍSIR/GETTY „Það er annað fyrirkomulag á því. Þau eru að koma inn í þessa svokölluðu búbblu sem sett er upp í sambandi við þessa UEFA-leiki. Þannig að liðin byrja í henni erlendis, fara í sýnatöku erlendis áður en þeir koma hingað og eru í hálfgerðri sóttkví áður en þeir koma til landsins. Þá fara þeir í sýnatöku hjá okkur á landamærunum og mega æfa og spila leikinn innan þess fimm daga ramma ef að þörf krefur á.“ „Eins og í tilviki enska landsliðsins þá munu þeir kannski ekki koma nema degi fyrir leik, mesta lagi tveimur dögum fyrir leik, en vegna þessa kröfu UEFA og umhverfis sem er skapað þar þá samræmist það þeim kröfum sem hafa verið gerðar hér og þar af leiðandi geta þeir spilað leikinn,“ sagði Víðir Reynisson að lokum. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, sagði í viðtali við Fótbolta.net að hann væri ósáttur við það að ekki sætu allir við sama borð. Vitnaði hann þar sérstaklega í að félög erlendis frá geta komið hingað til lands og spilað án þess að fara í sóttkví.
Fótbolti Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19
Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05