Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2020 10:38 Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandinn í Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. Deilan snerist um 31 afleiðusamning, nánar tiltekið 23 samninga um gjaldmiðla og framvirk gjaldmiðlaskipti og átta samninga um framvirk gjaldmiðlaviðskipti, svokallaðar „áhættuvarnir“Þrotabú Glitnis taldi útgerðarfélagið hafa gengist undir samningana með undirritun 25. mars 2008 og 17. apríl 2008 og svo aftur með framlengingu samninganna 6. og 7. október 2008, en síðastnefnda daginn tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Glitnis. Vildi meina að aldrei hafi verið óskað eftir framlengingu Útgerðarfélagið hafnaði greiðsluskyldu á þeim rökum að samningarnir sem undirritaðir voru í mars og apríl hafi verið undirritaðir af Óttari Má Ingvarssyni, þáverandi fjármálastjóra utgerðarfélagsins, sem hafi ekki haft umboð til að skuldbinda útgerðarfélagið. Þá vildi útgerðarfélagið einnig meina að þrotabúið hafi framlengt samningana einhliða í október, ekki hafi verið óskað eftir þeirri framlengingu og samningarnir hafi ekki verið undirritaðir. Lögðu fram endurrit af hljóðupptökum Í löngum niðurstöðukafla héraðsdóms er bent á að samkvæmt gögnum málsins komi fram að Óttari Má hafi árið 2005 verið veitt umboð til að eiga viðskipti við Glitni fyrir hönd félagsins. Því sé ekki hægt að líta svo á að hann hafi ekki haft umboð til að undirrita samningana í mars og apríl. Til stuðnings þess að útgerðarfélagið hafði samþykkt framlenginguna lagði þrotabúið fram endurrit af hljóðupptökum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra útgerðarfélagsins og Rúnars Jónssonar, forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hjá Glitni, þar sem þeir ræða um samningana sem voru í gildi. Í dómi héraðsdóms segir að þegar símtölin um þá samningana sem voru á gjalddaga 6. og 7. október séu metin heildstætt megi sjá að Guðmundur hafi verið vel meðvitaðir um þá samninga og að þeir hafi verið í miklu tapi vegna gengishruns íslensku krónunnar. Óskaði eftir kvittunum Í dóminum segir einnig að komið hafi nægjanlega vel fram að útgerðarfélagið hafi í reynd viljað og ætlað sér að framlengja viðskiptin og með því gengist undir þær skuldbindingar sem lýst er í skjölum að baki þeim samningum sem framlengdir voru í október 2008. Í raun hafi útgerðarfélagið verið í brýnni þörf á að endurnýja þá þar sem það hafi ekki getað efnt fyrri samninga á gjalddaga. Þá var einnig litið til tölvupósts þann 8. október 2008 frá aðstoðarmanni Guðmundar þar sem óskað var eftir greiðslukvittunum vegna „swap viðskipta frá því í gær og í dag V/BRIM“. Að mati dómsins átti starfsmaðurinn við framlengingu á þeim samningum sem voru á gjalddaga 6. og 7. október. Sami starfsmaður sótti umrædda samninga í heimabanka útgerðarfélagsins 15. október. Var það því mat héraðsdóms að samningarnir hafi verið í gildi og því var höfuðstóll kröfu þrotabúsins tekinn til greina, rétt tæpir tveir milljarðar króna, nánar tiltekið 1.999.395.000 krónur með dráttarvöxtum frá 6. maí 2016 til greiðsludags. Þá þarf útgerðarfélagið einnig að greiða þrotabúinu 12 milljónir í málskostnað. Dómsmál Hrunið Sjávarútvegur Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. Deilan snerist um 31 afleiðusamning, nánar tiltekið 23 samninga um gjaldmiðla og framvirk gjaldmiðlaskipti og átta samninga um framvirk gjaldmiðlaviðskipti, svokallaðar „áhættuvarnir“Þrotabú Glitnis taldi útgerðarfélagið hafa gengist undir samningana með undirritun 25. mars 2008 og 17. apríl 2008 og svo aftur með framlengingu samninganna 6. og 7. október 2008, en síðastnefnda daginn tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Glitnis. Vildi meina að aldrei hafi verið óskað eftir framlengingu Útgerðarfélagið hafnaði greiðsluskyldu á þeim rökum að samningarnir sem undirritaðir voru í mars og apríl hafi verið undirritaðir af Óttari Má Ingvarssyni, þáverandi fjármálastjóra utgerðarfélagsins, sem hafi ekki haft umboð til að skuldbinda útgerðarfélagið. Þá vildi útgerðarfélagið einnig meina að þrotabúið hafi framlengt samningana einhliða í október, ekki hafi verið óskað eftir þeirri framlengingu og samningarnir hafi ekki verið undirritaðir. Lögðu fram endurrit af hljóðupptökum Í löngum niðurstöðukafla héraðsdóms er bent á að samkvæmt gögnum málsins komi fram að Óttari Má hafi árið 2005 verið veitt umboð til að eiga viðskipti við Glitni fyrir hönd félagsins. Því sé ekki hægt að líta svo á að hann hafi ekki haft umboð til að undirrita samningana í mars og apríl. Til stuðnings þess að útgerðarfélagið hafði samþykkt framlenginguna lagði þrotabúið fram endurrit af hljóðupptökum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra útgerðarfélagsins og Rúnars Jónssonar, forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hjá Glitni, þar sem þeir ræða um samningana sem voru í gildi. Í dómi héraðsdóms segir að þegar símtölin um þá samningana sem voru á gjalddaga 6. og 7. október séu metin heildstætt megi sjá að Guðmundur hafi verið vel meðvitaðir um þá samninga og að þeir hafi verið í miklu tapi vegna gengishruns íslensku krónunnar. Óskaði eftir kvittunum Í dóminum segir einnig að komið hafi nægjanlega vel fram að útgerðarfélagið hafi í reynd viljað og ætlað sér að framlengja viðskiptin og með því gengist undir þær skuldbindingar sem lýst er í skjölum að baki þeim samningum sem framlengdir voru í október 2008. Í raun hafi útgerðarfélagið verið í brýnni þörf á að endurnýja þá þar sem það hafi ekki getað efnt fyrri samninga á gjalddaga. Þá var einnig litið til tölvupósts þann 8. október 2008 frá aðstoðarmanni Guðmundar þar sem óskað var eftir greiðslukvittunum vegna „swap viðskipta frá því í gær og í dag V/BRIM“. Að mati dómsins átti starfsmaðurinn við framlengingu á þeim samningum sem voru á gjalddaga 6. og 7. október. Sami starfsmaður sótti umrædda samninga í heimabanka útgerðarfélagsins 15. október. Var það því mat héraðsdóms að samningarnir hafi verið í gildi og því var höfuðstóll kröfu þrotabúsins tekinn til greina, rétt tæpir tveir milljarðar króna, nánar tiltekið 1.999.395.000 krónur með dráttarvöxtum frá 6. maí 2016 til greiðsludags. Þá þarf útgerðarfélagið einnig að greiða þrotabúinu 12 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Hrunið Sjávarútvegur Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira