Færri fagmenn en betri fangar? Guðmundur Ingi Þóroddson skrifar 3. mars 2020 14:00 „Þetta mun koma íslenska fangelsiskerfinu endanlega inn í 21. öldina,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í fjölmiðlum fyrir þremur mánuðum síðan, eða sama dag og tilkynnt var um stofnun þverfaglegs geðheilbrigðisteymis fanga. Jafnframt var haft eftir Páli að fyrirkomulagið myndi auka aðgengi fanga að geðheilbrigðisþjónustu. Pyntinganefnd Evrópuráðsins gagnrýndi ástandið í geðheilbrigðismálum fanga harðlega í skýrslu eftir heimsókn sína til Íslands snemma í fyrra og er geðheilbrigðisteymið sem áður var nefnt svar við þeirri gagnrýni. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna skýrslu Pyntinganefndarinnar segir geðheilbrigðisteymið muni starfa við hlið og í nánu daglegu samstarfi við sálfræðinga og félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar. Í sömu aðgerðaráætlun stjórnvalda var lögð áhersla á að hugað verði sérstaklega að meðferðaráætlun fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar og að gera þurfi skýran greinarmun á því þeirri áætlun og áhættumati sem sálfræðingar Fangelsismálastofnunar framkvæma og svo þeirri sérhæfðu heilbrigðisþjónustu sem geðheilsuteymið mun sinna. Nú á dögunum sagði einn sálfræðinga Fangelsismálastofnunar upp störfum og hefur fengist staðfest að ekki verði ráðinn annar í hans stað. Á sama tíma fékk einn félagsráðgjafi ekki áframhaldandi ráðningu. Fækkun í starfsliði Fangelsismálastofnunar kemur til vegna hagræðingarkröfu dómsmálaráðuneytis og eftir standa tveir sálfræðingar á skrifstofu Fangelsismálastofnunar og einn sálfræðingur í stöðu meðferðarfulltrúa í fangelsinu að Litla-Hrauni, og þá eru tveir félagsfræðingar með aðsetur á Seltjarnarnesi. Dómsmálaráðherra ritaði góða grein fyrir þremur mánuðum. Í henni sagði meðal annars: „Með aðstoð fagmanna fáum við betra fólk út úr fangelsunum en gekk þangað inn." Vegna alls þessa vakna upp fáeinar spurningar. 1. Hvernig hyggst Fangelsismálastofnun framkvæma sálfræðilegt áhættumat á föngum þegar það var ekki hægt sómasamlega á meðan starfandi sálfræðingar voru fjórir? 2. Hvernig ætlar Fangelsismálastofnun að leggja áherslu á inntöku og þjónustumat fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar með fækkun sálfræðinga og félagsráðgjafa? 3. Hvernig mun Fangelsismálastofnun leysa úr fjölmörgum félagslegum vandamálum skjólstæðinga sinna þegar það var vart hægt með fleiri félagsráðgjöfum? 4. Ætlar Fangelsismálastofnun sér að hagræða í rekstri með því að færa málefni sálfræðinga sinna og félagsráðgjafa á herðar geðheilbrigðisteymis sem hefur með höndum allt önnur og sérhæfð verkefni? 5. Fáum við í alvöru betra fólk út úr fangelsunum með því að fækka fagmönnum sem starfa við þau? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Þetta mun koma íslenska fangelsiskerfinu endanlega inn í 21. öldina,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í fjölmiðlum fyrir þremur mánuðum síðan, eða sama dag og tilkynnt var um stofnun þverfaglegs geðheilbrigðisteymis fanga. Jafnframt var haft eftir Páli að fyrirkomulagið myndi auka aðgengi fanga að geðheilbrigðisþjónustu. Pyntinganefnd Evrópuráðsins gagnrýndi ástandið í geðheilbrigðismálum fanga harðlega í skýrslu eftir heimsókn sína til Íslands snemma í fyrra og er geðheilbrigðisteymið sem áður var nefnt svar við þeirri gagnrýni. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna skýrslu Pyntinganefndarinnar segir geðheilbrigðisteymið muni starfa við hlið og í nánu daglegu samstarfi við sálfræðinga og félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar. Í sömu aðgerðaráætlun stjórnvalda var lögð áhersla á að hugað verði sérstaklega að meðferðaráætlun fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar og að gera þurfi skýran greinarmun á því þeirri áætlun og áhættumati sem sálfræðingar Fangelsismálastofnunar framkvæma og svo þeirri sérhæfðu heilbrigðisþjónustu sem geðheilsuteymið mun sinna. Nú á dögunum sagði einn sálfræðinga Fangelsismálastofnunar upp störfum og hefur fengist staðfest að ekki verði ráðinn annar í hans stað. Á sama tíma fékk einn félagsráðgjafi ekki áframhaldandi ráðningu. Fækkun í starfsliði Fangelsismálastofnunar kemur til vegna hagræðingarkröfu dómsmálaráðuneytis og eftir standa tveir sálfræðingar á skrifstofu Fangelsismálastofnunar og einn sálfræðingur í stöðu meðferðarfulltrúa í fangelsinu að Litla-Hrauni, og þá eru tveir félagsfræðingar með aðsetur á Seltjarnarnesi. Dómsmálaráðherra ritaði góða grein fyrir þremur mánuðum. Í henni sagði meðal annars: „Með aðstoð fagmanna fáum við betra fólk út úr fangelsunum en gekk þangað inn." Vegna alls þessa vakna upp fáeinar spurningar. 1. Hvernig hyggst Fangelsismálastofnun framkvæma sálfræðilegt áhættumat á föngum þegar það var ekki hægt sómasamlega á meðan starfandi sálfræðingar voru fjórir? 2. Hvernig ætlar Fangelsismálastofnun að leggja áherslu á inntöku og þjónustumat fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar með fækkun sálfræðinga og félagsráðgjafa? 3. Hvernig mun Fangelsismálastofnun leysa úr fjölmörgum félagslegum vandamálum skjólstæðinga sinna þegar það var vart hægt með fleiri félagsráðgjöfum? 4. Ætlar Fangelsismálastofnun sér að hagræða í rekstri með því að færa málefni sálfræðinga sinna og félagsráðgjafa á herðar geðheilbrigðisteymis sem hefur með höndum allt önnur og sérhæfð verkefni? 5. Fáum við í alvöru betra fólk út úr fangelsunum með því að fækka fagmönnum sem starfa við þau? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun