Hver er í raun sigurvegari? Bjarni Pétur Marel Jónasson skrifar 3. mars 2020 15:00 Ég tók ákvörðun um að fara ekki strax í háskóla heldur vinna mér inn pening fyrst til að ferðast og reyna fá víðari sýn á heiminn og vissulega njóta á sama tíma viðurkenni ég. En ég hef verið að gera það síðustu þrjár vikurnar og eitt sem ég hef saknað mest er að opna dagblaðið til að lesa greinar og mynda mér skoðun um innihaldið, mína eigin skoðun, án þess að einhver gagnrýni hvað mér finnst, setur út á það að ég setti „like“ við greinina eða vogaði mér að deila henni. Og svo tala ég ekki um þegar maður ósjálfrátt fer að lesa ummælin og sjá fólkið drulla yfir hvert annað fyrir að hafa ekki sömu skoðun og þau, rakka þau niður persónulega, segja að þau hafi rangt fyrir sér og vera með óþarfa skítkast þar sem umræðan sem þar fer fram á við engin rök að styðjast og langt frá því að veita fólki víðari sýn á málefninu. En er það hægt? Getur fólk fullyrt það að aðrir hafi ranga skoðun á einhverju ákveðnu máli, það getur vissulega verið ósammála henni en skoðun er eitthvað sem þú átt sjálfur og getur ekki verið röng. Maður getur haft skoðun á mörgu, mörgu sem er ekki vinsælt í dag að hafa skoðun á og jafnvel tíðkast ekki í nútímasamfélagi, en þetta er manns eigin skoðun og hún getur ekki verið röng gagnvart sjálfum sér þó vissulega öðrum gæti fundist hún vera það. Út af þessu hef ég velt fyrir mér hver er í raun sigurvegari í kommentastríðinu. Er það sá sem á síðustu færsluna, sama hversu ljót hún er og hvort sem hún snýr enn þá að málefninu eða er komin út í árás á persónuna sjálfa. Er það sá sem fær flest „like-in“ við sitt ummæli hvort sem hann nefndi einn hlut sem átti við rök að styðjast eður ei. Eða er það sá aðili sem hættir þegar málefnið er farið út í móa og þ.a.l. tekur á sig skítkast sem fylgdi síðasta ummæli. Fyrir mitt leyti er það fjórði kosturinn, ósýnilegi kosturinn og það er að það er enginn sigurvegari. Þegar umræðan er kominn á svona lágt plan eins og hún gerir allt of oft getur enginn verið sigurvegari. Þrátt fyrir þessa skoðun mína sem margir eru kannski ósammála finnst mér mjög gaman að rökræða, hef alveg unað af því en það er fátt sem ég hata meira en að rífast við fólk og sérstaklega þegar það er bara að rífast út af engu. Enda kemur aldrei neitt gott út úr því að rífast og vera með leiðindi við aðra. Við skulum virða skoðanir annarra og vera góð hvert við annað, þótt þetta sé bara á netinu því það er ekkert „bara“ í því. Hugsa okkur fyrst um áður en við skrifum eitthvað ljótt um aðra, við erum öll mennsk og með tilfinningar. Þessa vísu hafið þið trúlega oft heyrt kveðna áður en eins og sagt er þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Eða það er allavega mín skoðun. Höfundur er gjaldkeri Ungra sjálfstæðismanna í Ísafjarðabæ, Fylkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Bjarni Pétur Marel Jónasson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Sjá meira
Ég tók ákvörðun um að fara ekki strax í háskóla heldur vinna mér inn pening fyrst til að ferðast og reyna fá víðari sýn á heiminn og vissulega njóta á sama tíma viðurkenni ég. En ég hef verið að gera það síðustu þrjár vikurnar og eitt sem ég hef saknað mest er að opna dagblaðið til að lesa greinar og mynda mér skoðun um innihaldið, mína eigin skoðun, án þess að einhver gagnrýni hvað mér finnst, setur út á það að ég setti „like“ við greinina eða vogaði mér að deila henni. Og svo tala ég ekki um þegar maður ósjálfrátt fer að lesa ummælin og sjá fólkið drulla yfir hvert annað fyrir að hafa ekki sömu skoðun og þau, rakka þau niður persónulega, segja að þau hafi rangt fyrir sér og vera með óþarfa skítkast þar sem umræðan sem þar fer fram á við engin rök að styðjast og langt frá því að veita fólki víðari sýn á málefninu. En er það hægt? Getur fólk fullyrt það að aðrir hafi ranga skoðun á einhverju ákveðnu máli, það getur vissulega verið ósammála henni en skoðun er eitthvað sem þú átt sjálfur og getur ekki verið röng. Maður getur haft skoðun á mörgu, mörgu sem er ekki vinsælt í dag að hafa skoðun á og jafnvel tíðkast ekki í nútímasamfélagi, en þetta er manns eigin skoðun og hún getur ekki verið röng gagnvart sjálfum sér þó vissulega öðrum gæti fundist hún vera það. Út af þessu hef ég velt fyrir mér hver er í raun sigurvegari í kommentastríðinu. Er það sá sem á síðustu færsluna, sama hversu ljót hún er og hvort sem hún snýr enn þá að málefninu eða er komin út í árás á persónuna sjálfa. Er það sá sem fær flest „like-in“ við sitt ummæli hvort sem hann nefndi einn hlut sem átti við rök að styðjast eður ei. Eða er það sá aðili sem hættir þegar málefnið er farið út í móa og þ.a.l. tekur á sig skítkast sem fylgdi síðasta ummæli. Fyrir mitt leyti er það fjórði kosturinn, ósýnilegi kosturinn og það er að það er enginn sigurvegari. Þegar umræðan er kominn á svona lágt plan eins og hún gerir allt of oft getur enginn verið sigurvegari. Þrátt fyrir þessa skoðun mína sem margir eru kannski ósammála finnst mér mjög gaman að rökræða, hef alveg unað af því en það er fátt sem ég hata meira en að rífast við fólk og sérstaklega þegar það er bara að rífast út af engu. Enda kemur aldrei neitt gott út úr því að rífast og vera með leiðindi við aðra. Við skulum virða skoðanir annarra og vera góð hvert við annað, þótt þetta sé bara á netinu því það er ekkert „bara“ í því. Hugsa okkur fyrst um áður en við skrifum eitthvað ljótt um aðra, við erum öll mennsk og með tilfinningar. Þessa vísu hafið þið trúlega oft heyrt kveðna áður en eins og sagt er þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Eða það er allavega mín skoðun. Höfundur er gjaldkeri Ungra sjálfstæðismanna í Ísafjarðabæ, Fylkir.
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar