„Verða án efa einhver áföll“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2020 12:54 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/Vihelm Stjórnvöld þurfa að gera meira en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir til að sporna gegn slaka í hagkerfinu og koma í veg fyrir vaxandi atvinnuleysi, einkum í ljósi óvissunnar sem uppi er vegna kórónuveirunnar. Þetta segir samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á atvinnulífið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fagnaði hann því sömuleiðis að viðræður hafi átt sér stað milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir tekjutapi þurfi það að vera í sóttkví. Einkum voru Loga þó hugleikin þau áhrif sem þetta kann að hafa á lítil og meðalstór fyrirtæki. „Því vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra, hvort að ríkisstjórnin hafi velt þessum hlut fyrir sér og hvort hún hafi rætt mögulegar aðgerðir og ívilnanir fyrir slík fyrirtæki sem verða fyrir mestum áhrifum?“ spurði Logi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi sagði ríkisstjórnina þegar hafa uppi ýmis áform um aðgerðir til að bregðast við slaka í hagkerfinu. „En við þurfum einfaldlega að gera meira, við þurfum að taka miklu fastar á því sem að ellegar gerist ef við gerum ekki neitt. Ég tek undir áhyggjur háttvirts þingmanns af fyrirtækjum þar sem að starfsmenn hugsanlega lenda í sóttkví eða þá bara það að hitt að neyslan í samfélaginu fari að dragast það mikið saman að við förum að sjá mjög vaxandi atvinnuleysi,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfur hafi hann ekki öll svör á reiðum höndum um hvað varðar lausnir. „Við höfum átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins og ég held að við þurfum að gera það enn frekar á næstunni. Og ég vil bara halda því fram hér að án þess að við tökum öll höndum saman um þetta verkefni þá verður mjög erfitt fyrir okkur að komast út úr því áfallalaust og það verða án efa einhver áföll í rekstri fyrirtækja og samfélaginu í heild sinni. Okkur ber skylda til að gera það sem við getum til að takmarka það sem mest,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að gera meira en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir til að sporna gegn slaka í hagkerfinu og koma í veg fyrir vaxandi atvinnuleysi, einkum í ljósi óvissunnar sem uppi er vegna kórónuveirunnar. Þetta segir samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á atvinnulífið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fagnaði hann því sömuleiðis að viðræður hafi átt sér stað milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir tekjutapi þurfi það að vera í sóttkví. Einkum voru Loga þó hugleikin þau áhrif sem þetta kann að hafa á lítil og meðalstór fyrirtæki. „Því vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra, hvort að ríkisstjórnin hafi velt þessum hlut fyrir sér og hvort hún hafi rætt mögulegar aðgerðir og ívilnanir fyrir slík fyrirtæki sem verða fyrir mestum áhrifum?“ spurði Logi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi sagði ríkisstjórnina þegar hafa uppi ýmis áform um aðgerðir til að bregðast við slaka í hagkerfinu. „En við þurfum einfaldlega að gera meira, við þurfum að taka miklu fastar á því sem að ellegar gerist ef við gerum ekki neitt. Ég tek undir áhyggjur háttvirts þingmanns af fyrirtækjum þar sem að starfsmenn hugsanlega lenda í sóttkví eða þá bara það að hitt að neyslan í samfélaginu fari að dragast það mikið saman að við förum að sjá mjög vaxandi atvinnuleysi,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfur hafi hann ekki öll svör á reiðum höndum um hvað varðar lausnir. „Við höfum átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins og ég held að við þurfum að gera það enn frekar á næstunni. Og ég vil bara halda því fram hér að án þess að við tökum öll höndum saman um þetta verkefni þá verður mjög erfitt fyrir okkur að komast út úr því áfallalaust og það verða án efa einhver áföll í rekstri fyrirtækja og samfélaginu í heild sinni. Okkur ber skylda til að gera það sem við getum til að takmarka það sem mest,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira